Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 2

Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 2
 Ef Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, greiðir ekki FIT-kostnað viðskipta- vinar upp á 33.442 krónur innan tíu daga verður farið með málið fyrir dómstóla á þeim grundvelli að inn- heimta bankanna á FIT-kostnaði sé ólögmæt. Eins og kom fram í Fréttablað- inu í gær sendi Oddgeir Einarsson, héraðsdómslögmaður og einn þriggja eigenda lögmannsstofunn- ar Opus, bréf til forsvarsmanna SPRON þar sem hann færir fyrir því rök að innheimta bankanna á FIT-kostnaði fari gegn ógildingar- ákvæðum samningalaga og brjóti í bága við samkeppnislög. Fjölmargir viðskiptavinir bank- anna höfðu samband við Opus í gær og lýstu yfir áhuga sínum á því að fara í mál við bankana vegna kostnaðar. Jóna Ann Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi SPRON, segir óvissuna um FIT-kostnaðinn óheppilega. „Okkur þykir þessi umræða um FIT-kostnaðinn vita- skuld óheppileg þar sem óvissa er uppi. Hún bitnar jafnt á viðskipta- vinum fjármálafyrirtækja og fyrir- tækjunum sjálfum. Það er fagnaðar- efni að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi skipað nefnd til þess að greiða úr þessari óvissu og vonandi lýkur þeirri vinnu sem fyrst.“ Allir bankar landsins innheimta FIT-kostnaðinn með sambæri- legum hætti. Upphæðirnar sem viðskiptavinir þurfi að greiða, fari þeir fram úr heimild sinni, eru svipaðar eða þær sömu hjá öllum bönkunum. Ekki var hægt að fá upplýsingar um það hjá bönkunum hver væri kostnaður þeirra af því þegar viðskiptavinir færu fram úr heimild sinni. Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar á lögfræðisviði Landsbankans, telur banka á Íslandi ekki vera að brjóta lög með innheimtu sinni. Þvert á móti sé eðlilegt að viðurlög séu við því þegar samningar eru brotnir. Hann segir þegar hafna vinnu innan Landsbankans til þess að fara yfir öll mál er þessu tengjast. „Fólk gerir við okkur samning og skrifar undir hann þegar það ákveður að eiga við okkur viðskipti. Þessir samningar byggja á ákveðnum skilmálum og innheimtan hangir saman við verðskrá okkar, eins og segir í samningum. Grundvallarat- riðið er að þegar viðskiptavinur eyðir um efni fram, og fer fram úr heimild sinni, þá er hann að brjóta samning sinn við bankann. Viður- lögin eru samningsbundin og ekki ólögmæt að mínu mati.“ Málið fyrir dóm ef SPRON greiðir ekki Oddgeir Einarsson héraðsdómslögmaður telur innheimtu bankanna vegna FIT-kostnaðar vera ólöglegan. Hann hyggst fara með málið fyrir dómstóla. Ekki ólögleg innheimta, segir Gunnar Viðar lögfræðingur Landsbankans. „Ég fagna því ef þetta mál fer fyrir dóm,“ segir Guðjón Rúnars- son, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrir- tækja, SFF, um hugsanlegt mál viðskiptavinar SPRON gegn fyrirtækinu vegna innheimtu á FIT-kostnaði. „Það er ekkert nema gott um það að segja ef fólk fer með mál fyrir dóm ef það telur á sér brotið. Til þess er dómskerfið.“ Guðjón segir innheimtuaðferð- ina, sem notuð sé þegar viðskipta- vinir eyða um efni fram, vera eðlilega og hún sé í takt við samninga milli viðskiptavinar og banka. „Niðurstaða dómstóla mun eyða allri óvissu um þessi mál og það er jákvætt.“ Gott ef fólk leitar réttar síns Nýtt einkarekið fæðingarheimili verður opnað á næsta ári og verður það til húsa annað hvort í gömlu heilsuvernd- arstöðinni eða í nýbyggingu við hlið þess húss. Það er fyrirtækið Inpro sem mun reka fæðingar- heimilið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. María Bragadóttir, sviðsstjóri heilbrigð- issviðs Inpro, staðfesti við Fréttablaðið að ætlanir væru uppi um að koma fæðingarheimilinu á fót á næsta ári. Á fæðingarheimilinu er stefnt að því að hafa alla þjónustu fyrsta flokks. Einkarekið fæð- ingarheimili í burðarliðnum Oddgeir, verður uppi fótur og fit ef SPRON gefst ekki upp? Loftslagsbreytingar ógna baráttunni við fátækt vegna þess hve mikil áhrif þær hafa á þróunar- lönd. Íslenska ríkisstjórn- in er ákveðin í því að sýna samstöðu með hinum varnar- lausu vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Þetta er meðal þess sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra sagði í ræðu sinni á 62. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Í lok ræðunnar minntist hún á framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Framboðið, sem hinar Norður- landaþjóðirnar hafa stutt, sýnir staðfestu Íslands í að taka virkan þátt í að takast á við alvarlegustu öryggisógnir 21. aldarinnar.“ Hét stuðningi við þróunarlönd „Þetta er ekki neitt umhverfisráðu- neyti, þetta er lögfræðingasamkoma og þeir standa alls ekki með náttúrunni, þeir eru á móti henni,“ segir Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, synjaði í vikunni beiðni Péturs um endurupptöku úrskurðar Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfis- ráðherra, um Gjábakkaveg. Jónína staðfesti tveimur dögum fyrir síðustu alþingiskosningar úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum af Gjábakkavegi, en Pétur hafði kært þennan úrskurð. Hann hefur líkt niturmengunaráhrifum vegarins við að hella saltpétursáburði í vatnið. „Og þá er bara ekkert annað að gera en að taka vatnið af heimsminjaskrá,“ segir Pétur. Hann hafði nýfengið niðurstöðu ráðuneytisins í hendurnar og vildi því lítið tjá sig að öðru leyti, enda væri hann vatnalíffræðingur, ekki lögfræðingur. Þórunn Sveinbjarnardóttir segir að málið hafi verið skoðað „frá öllum köntum stjórnsýslunnar“, en ekki hafi verið unnt að verða við beiðni Péturs. Lögfræðingasamkoma en ekki umhverfisráðuneyti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann síðdegis í gær um 1,7 kíló af maríjúana í húsi í Kópavogi. Í tilkynn- ingu frá lögreglu kemur fram að húsleit hafi verið gerð í húsinu, sem er í eigu karlmanns á þrítugsaldri, að undangengnum dómsúrskurði. Í húsinu fundust einnig 80 kanna- bisplöntur. Lögreglan varðist frekari frétta af málinu þegar leitað var eftir þeim. Fundu 1,7 kíló af maríjúana Ökumaður vörubíls skildi eftir sig slóð grjóthnullunga á Laugaveginum við Nóatún um miðnætti í gær, með þeim afleið- ingum að tveir bílar skemmd- ust. Annar bíllinn sat fastur uppi á grjóti og lak úr honum olía, en hjólabúnaður og felgur skemmd- ust á hinum bílnum. Vörubílstjórinn, sem mun ekki hafa orðið var við grjóthrunið, hélt áfram för sinni þar til hann var stöðvaður á Kringlumýrar- brautinni. Lögreglumenn höfðu þá fylgt slóð hans frá Borgar- túni. Tvær klukkustundir tók að hreinsa veginn þar sem grjót og möl hafði fallið. Grjóthrun á Laugaveginum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.