Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 6

Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 6
Á að taka upp tvítyngda stjórn- sýslu hér á landi? Hefur þú þurft að greiða FIT- kostnað? Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sakar forvera sinn, Orra Hlöð- versson, um að hafa veitt heimild til að veðsetja svokallaða Tívolí- lóð fyrir 400 milljónir króna án samþykktar bæjarráðs. Bærinn seldi byggingarréttinn á Tívolílóðinni á Austurmörk 24 fyrir 50 milljónir króna í lok október 2005 til Ármanna ehf. Það er félag feðganna Guðmundar Sigurðssonar og Sigurðar Fannars Guðmundssonar á Selfossi. Aðeins tveimur mánuðum síðar, eða 3. janúar 2006, færðu feðg- arnir lóðina yfir í nýtt félag, Hraunprýði ehf. Það félag var síðan selt ásamt lóðinni og tveim- ur aðliggjandi lóðum sem einn byggingarreitur, samtals 1,8 hekt- arar til Johns Snorra Sigurjóns- sonar og Kristjáns Sverrissonar fyrir 462,5 milljónir. Þá bað Hraunprýði bæjarráð að veita heimild til að lóðin yrði veðsett fyrir 400 milljónir króna sameigin- lega með hinum lóðunum tveimur. Málið var rætt á bæjarráðsfundi 2. febrúar 2006. „Bæjarstjóranum var falið á fundinum að ræða við forsvars- menn Hraunprýðis í samráði við lögmann og daginn eftir þá bara kvittar hann undir án þess að leggja þetta aftur fyrir. Það var engin heimild veitt,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir um framgöngu forvera síns. Meirhluti sjálfstæðismanna tók málið upp á síðasta bæjarráðs- fundi. Segja þeir Orra Hlöðvers- son, sem þáverandi bæjarstjóra, hafa undirritað veðskuldabréf upp á 400 milljónir króna án þess að bærinn hafi áður fengið sínar 50 milljónir. Sú upphæð var þó að fullu greidd nokkrum mánuðum síðar. Segja sjálfstæðismenn að Orri hafi þar með „sloppið fyrir horn“ og að ekki yrði frekar aðhafst. „Mitt hlutverk á þessum tíma var að tryggja að bærinn fengi umsamdar greiðslur og það fékk hann,“ er það eina sem Orri segir um málið. Athygli vekur að lóðin, sem er 1,1 hektari og stendur gegnt Eden, skuli hafa margfaldast í verði á svo stuttum tíma. Alger samstaða var í bæjarstjórninni um söluna haustið 2005. Aðeins eitt tilboð barst: „Við vorum alsæl með þessa sölu fyrir 50 milljónir. Svo trúði maður ekki sínum eigin augum þegar allt í einu var komið á þetta veð fyrir 400 milljónir,“ segir Aldís sem bendir þó á að miklir möguleikar séu á lóðinni: „Stað- setningin er gríðarlega flott og þarna má byggja yfir 200 íbúðir.“ Austurmörk 24 er nú á nauðungaruppboði að kröfu Guðmundar Sigurðssonar enda stóðu kaupendur Hraunprýðis ehf. ekki í skilum. Sakaður um að skrifa upp á skuldir án leyfis Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis er sagður hafa skrifað í heimildarleysi upp á 400 milljóna króna veðskuldabréf á svokallaðri Tívolílóð. Hann segist hafa tryggt hagsmuni bæjarins. Lóðin margfaldaðist í verði á tveimur mánuðum. Starfsmenn bíla- og vélaverkstæðisins BHS á Árskógs- trönd við Dalvík sluppu með skrekkinn þegar nýr sex metra plastbátur sem verið var að stand- setja inni á verkstæðinu sprakk í loft upp. „Um leið og ég kveikti á tækinu og fór að sjóða sprakk allt í loft upp,“ segir Haukur Sigfússon, sem var að vinna við að logsjóða á þili bátsins þegar sprengingin varð. Við sprenginguna þeyttist hann upp í loftið en lenti aftur ofan á bátnum. „Ég er nú ennþá uppistandandi, ég er marinn og bæklaður, en óbrotinn,“ segir Haukur. Aðra starfsmenn sakaði ekki. Sprengingin var afar öflug, dekk bátsins losnaði af í heilu lagi, og krani sem var á dekkinu þeytt- ist upp í loft verkstæðisins og gerði gat á það. Þegar Haukur náði áttum eftir sprenginguna sá hann að eldur logaði í bátnum. Samstarfsmenn hans réttu honum slökkvitæki ofan í bátinn og honum tókst að ráða niðurlögum eldsins. Eigandi bátsins var á leiðinni þegar Fréttablaðið náði tali af Hauki. Haukur segist ekki hafa náð í eigandann í síma, en skilið eftir skilaboð hjá honum um að báturinn hafi sprungið í loft upp. „Ég held að hann hafi varla trúað því þegar hann sá skilaboðin,“ segir Haukur. Starfsmaður þeyttist í loft upp Fangi á Litla-Hrauni hefur verið sakfelldur í héraðs- dómi fyrir að hafa reynt að smygla amfetamíni og anabólísk- um sterum inn í fangelsið. Honum var ekki gerð sérstök refsing, þar sem um hegningarauka er að ræða. Í nóvember í fyrra flúði maðurinn frá fangavörslumönn- um við héraðsdóm. Hann gaf sig svo fram við fangelsismálayfir- völd á Litla-Hrauni tveimur dögum síðar. Við röntgenskoðun kom í ljós að hann hafði komið pakkningum fyrir í endaþarmi sínum. Þær höfðu að geyma um 180 töflur af sterum og nærri 40 grömm af amfetamíni. Var með stera og amfetamín „Menn verða bara að hafa þrek til að fara í þetta og komast að einhverri niðurstöðu,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusam- bandsins, spurður um afstöðu ASÍ til umræðu um upptöku evrunnar. „Við teljum mjög mikilvægt að það verði enn frekari og afdráttarlausari umræða um evruna, hér og nú,“ segir hann. Grétar tekur þar með undir með fjölmörgum sem hafa tjáð sig um evrumál síðustu daga, til að mynda Pétri Blöndal formanni efnahagsnefndar Alþing- is, og Sambandi ungra sjálfstæðismanna, sem hafa hvatt til umræðu um stöðu krónunnar. ASÍ hefur ekki markað sér afdráttarlausa afstöðu til upptöku evru eða aðildar að Evrópusamband- inu, en innan félagsins hefur þó mikið verið rætt um þessi mál. „Það verður ekkert flanað að svona afdrifaríkri ákvörðun,“ segir Grétar. Í Morgunkorni Glitnis í gær kom fram að íslensk heimili skuldi æ meira í erlendum myntum. „Þau velja þannig fremur að taka þá áhættu sem teng- ist gengissveiflum en að þola háa íslenska vexti,“ segir þar. Vill fá niðurstöðu um evruna Nokkuð hefðbundið ríkisrekið kínverskt kaffihús hefur verið opnað þar sem áður var Starbucks- kaffihús í Forboðnu borginni í hjarta Peking. Frá þessu var skýrt á vefsíðum BBC-fréttastofunnar. Bandaríska Starbucks-kaffi- húsinu var lokað í júlí síðastliðnum vegna harðra mótmæla, sem stanslaust bárust alveg frá því það var opnað árið 2000. Mótmælin héldu áfram að berast þótt hinu dæmigerða bandaríska útliti Starbucks hafi fyrir tveimur árum verið fórnað fyrir látlausara yfirbragð. Ríkiskaffi kom í stað Starbucks Við teljum mjög mikilvægt að það verði enn frekari og afdráttarlausari umræða um evruna, hér og nú.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.