Fréttablaðið - 29.09.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 29.09.2007, Síða 10
Skemmtileg verkefni! Nánari upplýsingar um starfið má finna á vefsíðu sviðsins, Skipulagsverkefni hjá Reykjavíkurborg www.skipbygg.is. Ef þú hefur menntun og reynslu á sviði skipulags og vilt vinna að fjölbreyttum, skemmtilegum og ögrandi verkefnum sem gefa tækifæri til þess að læra og bæta við starfshæfnina þá erum við hjá skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar að leita að frjóum og skemmtilegum starfsfélaga sem hefur gaman af að vinna í góðum hópi fagmanna. Bíll valt á Laugarnesvegi við Sæbraut á hádegi í gær. Ökumaður og farþegi meiddust lítillega á höndum en bíllinn skemmdist tölu- vert. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni varð slysið þegar bílnum, gömlum Suzuki-jeppa, var ekið upp á vegkant við götuna. Ökumaðurinn steig óvart á bensíngjöf í stað bremsu, sem varð til þess að bíllinn endaði á hvolfi á nálægri umferðar- eyju. Bíllinn var fluttur í burtu með kranabíl. Steig óvart á bensíngjöfina Umhverfisráðherra hefur í fyrsta skipti úthlutað heim- ildum til losunar gróðurhúsaloft- tegunda til stóriðju í landinu. Fimm fyrirtæki fengu heimild til að losa alls 8.633.105 tonn af gróðurhúsalofttegundum. Haldið var eftir 1,9 milljónum tonna, en Ísland hefur heimildir til að losa alls 10,5 milljón tonn. Þessi fimm fyrirtæki eru því með tæp 82 prósent alls mengun- arkvótans. „En það er mat mitt að það séu ekki forsendur til að úthluta til þeirra umsækjenda sem ekki hafa hafið störf,“ sagði Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra þegar hún kynnti ákvörðunina í gær. Þórunn vísar þar með til þeirra fjögurra fyrirtækja sem ekki fengu úthlutað heimildum. „Það er nokkur óvissa um stöðu þeirra verkefna,“ sagði ráðherra en ítrekaði að þeim hefði ekki beinlínis verið hafnað, heldur umsóknin sett í biðstöðu. Ekki var heldur úthlutað með hliðsjón af hugsanlegum stækkunum starf- andi fyrirtækja, en úthlutanirnar verða endurskoðaðar árlega. Sementsverksmiðjan á Akra- nesi fékk heimild til að losa 666.875 tonn af gróðurhúsalofttegundum, Járnblendifélagið 1,9 milljón tonn, Alcan Straumsvík 1,3 milljón tonn, Norðurál 2,1 milljón tonn og Alcoa Reyðarfirði 2,5 milljón tonn. Fyrirhuguð stóriðja, sem sótti um en ekki fékk úthlutað heimild- um, var Alcoa á Bakka við Húsa- vík, Norðurál í Helguvík, Alcan Þorlákshöfn og kísilverksmiðja Tomahawk í Þorlákshöfn. Öllum fyrirtækjum, sem menga meira en sem nemur 30.000 tonnum, er nú skylt að sækja um þessar heimildir og greiða umsýslugjald fyrir, um 250.000 krónur. Að öðru leyti eru heimildirnar gjaldfrjálsar. Ráðherra er þeirrar skoðunar að taka skuli gjald fyrir þessar heimildir í framtíðinni, enda séu þær afar verðmætar. Stóriðja má losa rúm 8,6 milljón tonn Umhverfisráðherra hefur úthlutað losunarheimild- um gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt Kyoto-bókun- inni. Fimm fyrirtæki fengu 82 prósent mengunar- kvótans og greiða fyrir 250.000 krónur hvert. Hæstiréttur í Pakistan úrskurðaði í gær að Pervez Musharraf, forseti lands- ins og yfirmaður hersins, mætti sækjast eftir öðru kjörtímabili í komandi forsetakosningum. Andstæðingar Musharrafs höfðu sagt hann óhæfan til að bjóða sig fram meðan hann væri einnig yfirmaður hersins og óskað eftir úrskurði hæstaréttar. Musharraf komst til valda árið 1999 en síðustu mánuði hefur andstaða við hann farið vaxandi eftir að hann reyndi að koma hátt- settum dómara úr embætti. Musharraf má bjóða sig fram

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.