Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 11

Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 11
[Hlutabréf] Ivan Gašparovic, forseti Slóvakíu, og Ján Kubiš, utanrík- isráðherra landsins, áttu óopinberan fund með stjórnend- um Marel Food Systems í Bláa lóninu er þeir áttu stutta viðdvöl hér á landi á laugardag. Marel Food Systems starfrækir matvælavinnsluvéla- framleiðslu í Slóvakíu og vinna um 100 manns hjá fyrirtækinu þar í landi. Mikil stækkun stendur þar nú fyrir dyrum en Marel Food Systems vinnur að því að reisa þar nýja verksmiðju sem verður þrisvar sinnum stærri. Áætlað er að opna verksmiðjuna í byrjun næsta árs og verða starfsmenn 300 talsins. Óvæntur fund- ur í Bláa lóninu . Vöruskiptahalli í ágúst nam 12 milljörðum króna samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Fluttar voru út vörur fyrir 17,8 milljarða og inn fyrir 28,9 milljarða. Í ágúst í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 14 milljarða. Vöruskiptahalli fyrstu átta mánuði ársins er hins vegar um þriðjungi minni en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi. Hallinn nú er 66,5 milljarðar, en var áður 103,8 milljarðar. Greiningardeild Glitnis bendir á að útflutningur hafi aukist um ríflega 11 prósent milli ára á föstu gengi, en dragist nú hins vegar saman milli mánaða. Samdrátturinn er rakinn til minni útflutnings sjávarafurða í ágúst en í júlí. „Ein skýring þessa kann að vera sú að ýmsir útgerðar- menn kusu að færa hluta þorsk- kvóta á milli ára til að mýkja áhrifin af kvótaskerðingu á nýhöfnu fiskveiðiári,“ segja þeir hjá Glitni. Vöruskiptahalli minni en í fyrra Fjármálaeftirlitið (FME) athuga- semdir við óbeint eignarhald Nasdaq Stock Market á OMX Nordic Exchange á Íslandi og Verðbréfaskráningu Íslands. Í frétt FME kemur fram að á grundvelli laga um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðs- markaða hafi Nasdaq látið vita af kaupum þess á virkum eignarhlut í OMX AB en OMX Nordic Exchange er í fullri eigu OMX AB. FME gerði Nasdaq grein fyrir niðurstöðu sinni í gær, sama dag og sænska fjármálaeftirlitið tilkynnti að það teldi Nasdaq hæfan aðila til þess að fara með virkan eignarhlut í OMX AB. Engar athuga- semdir frá FME Atorka hefur eignast um 20 prósenta hlut í Shanghai Century Acquisition Corp (SHA) sem skráð er á AMEX-markaðnum í New York í Bandaríkjunum. Heildarverð kaupanna er um tveir milljarðar króna og hafa kaupin átt sér stað á undanförnum vikum, að því er fram kemur í tilkynningu Atorku til Kauphallar í gær. Kaupin fjármagnar félagið með handbæru fé. SHA er sagt félag sem stofn- að er sérstaklega í þeim til- gangi að sameinast öðru félagi (svokallað SPAC- félag) og hefur það samið um kaup á kínverska lyfja- fyrirtækinu Sichu- an Kelun Pharma- ceutical (Kelun) með fyrirvara um samþykki sam- keppnisyfirvalda í Kína. Atorka segir það ferli í hefð- bundnum farvegi. Kelun er sagt leið- andi fyrirtæki í framleiðslu og dreifingu á vökva í æð í Kína. „Fyrir- tækið rekur 13 verksmiðjur í Kína, starf- rækir þar 53 söluskrifstof- ur og er með um 6.800 starfsmenn. Kelun fram- leiðir um 90 tegundir af vökva og er heildar- framleiðslugeta félagsins um 1,4 milljarðar skammta á ári. Félagið er einnig í framleiðslu á stungulyfjum og lausasölulyfjum (OTC),“ segir í til- kynningunni og bætt er við að fyrir- séður sé mikill vöxtur í heilbrigðis- geiranum í Kína á næstu árum. Þá segist Atorka á undanförn- um mánuðum hafa keypt kauprétti Kelun sem nýtan- legir séu þegar kaupin eru gengin í gegn. Keyptu fyrir tvo milljarða Síðumúli 8 – Sími 568 8410Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 Krókháls 5 – Sími 517 8050 Veidimadurinn.is - Sportbudin.is - Veidihornid.is Munið vinsælu gjafabréfin okkar Öll kasthjól – 40% afsláttur Kaststangir 20-50% afsláttur Fluguhjól 15-50% afsláttur Flugustangir 15-50% afsláttur Öndunarvöðlur frá 9.995 Veiðivesti frá 1.995 10 stk. spúnar aðeins 1.990 Lítið notaðar leiguvöðlur aðeins 5.000 Sjókayakar 15-30% afsláttur Þurrbúningar og vesti 15-50% afsláttur Valdar haglabyssur 20-30% afsláttur Felufatnaður 15-50% afsláttur Útsalan hefst í dag og lýkur 7. október Vinsælustu vörurnar seljast alltaf upp fyrst Sjókayakar, fatnaður og búnaður aðeins í Sportbúðinni Krókhálsi 5. Skotvopn og felugallar aðeins í Veiðihorninu Síðumúla 8 og Sportbúðinni Krókhálsi 5. Leiguvöðlur aðeins í Veiðihorninu Síðumúla) ÚTSALAN ER BYRJUÐ BARA Í FÁEINA DAGA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.