Fréttablaðið - 29.09.2007, Qupperneq 12
H2 CO2
O2
Eins og sjá mátti á nýaf-
staðinni bílasýningunni
í Frankfurt keppast bíla-
framleiðendur heims nú
við að sýna að þeir séu að
gera sitt bezta til að draga
úr umhverfisáhrifum bíla.
Tvinntæknin virðist fara
sigurgöngu. Hún getur
brúað bilið til rafbíla fram-
tíðarinnar. Þriðja grein af
fjórum.
Eins og að framan er rakið í
þessum greinaflokki er í gangi
mikið kapphlaup að finna orku-
gjafa (eða -bera) sem komið geta í
stað olíu og bensíns til að knýja
bíla og að þróa tækni til að nýta
nýja orkugjafa sem bezt.
Í síðustu grein var þróun nýrra
orkugjafa/-bera lýst og nokkrar
tæknilausnir reifaðar en hér
verður farið nánar út í þær tækni-
legu lausnir sem bílaframleiðend-
ur hafa komið fram með og hafa
þegar sett á markað eða hafa
boðað að verði fljótlega fáanlegar.
Um árabil hafa verið fáanlegir
litlir rafbílar, sem ekki komast
langt á hverri hleðslu og komast
heldur ekki hraðar en sem nemur
innanbæjarumferðarhraða. Nota-
gildi slíkra bíla er takmarkað, en
þeir henta prýðilega til mengunar-
lauss innanbæjarsnatts. Dæmi um
slíka bíla sem fáanlegir eru í dag
er Reva-bíllinn frá Indlandi.
Þróun rafmagnsbíla tók nokk-
urn kipp á níunda og tíunda ára-
tugnum. Róttæk reglusetning
stjórnvalda í Kaliforníu, sem mið-
aði að því að draga mjög úr
mengun frá bílaumferð (gera átti
öllum helztu bílaframleiðendum
að bjóða að minnsta kosti 2 pró-
sent bíla sinna loftmengunar-
lausa), ýttu mjög undir að bíla-
framleiðendur þróuðu slíka bíla.
Þekktasta dæmið um bíla sem
út úr þessu komu var EV1-raf-
magnsbíllinn frá GM. Frumgerð
hans var sýnd árið 1990 en fyrsta
framleiðslugerðin árið 1996. Rúm-
lega 1.000 þessara rennilegu
tveggja sæta bíla komust fram til
ársins 2000 í hendur valinna kúnna
í Kaliforníu og Arizona. Bíllinn
var þó ekki seldur, heldur aðeins
afhentur á kaupleigusamningi án
þess að notandinn hefði kost á að
kaupa bílinn. Árið 2003 – eftir
málaferli bílaframleiðenda gegn
Kaliforníuríki sem enduðu með
því að gildistaka „ZEV-ákvæð-
anna“ (zero-emissions-vehicle)
frestaðist – ákvað GM að innkalla
alla EV1-bílana og þeim var flest-
um eytt. Notendum þeirra var
ekki gefinn kostur á að kaupa þá.
Talsmenn GM sögðu þá að stór
þáttur í ákvörðunni hefði verið að
ekki hefðu náðst þær framfarir í
rafhlöðutækni sem vænzt hafði
verið. Framleiðsla bílsins hefði
heldur aldrei getað staðið undir
sér.
Þar sem risar eins og GM kipptu
að sér höndum tóku lítil frum-
kvöðlafyrirtæki við. Þekktasta
dæmið um slíkt fyrirtæki, sem
þróað hefur öfluga rafmagnsbíla
sem fólk getur keypt, er Tesla í
Kaliforníu. Að baki því standa
menn sem vildu breyta ímynd raf-
magnsbíla og ákváðu því að fyrsti
bíllinn sem þeir byðu til sölu yrði
sportbíll sem stæðist beztu bens-
ínsportbílum snúning. Og það
gerir Tesla Roadster sannarlega,
bæði hvað útlit, hröðun, hámarks-
hraða og drægi varðar. Til að ná
þessum árangri nýttu aðstandend-
ur Tesla Motors sér þróuðustu raf-
hlöðutæknina sem er á markaðn-
um núna – rafhlöðusamstæðan í
Tesla Roadster er samsett úr ótal
liþíum-fartölvurafhlöðum. Bíllinn
er settur saman hjá Lotus í Eng-
landi. Tesla Roadster kostar frá
verksmiðju sem svarar 6,5 millj-
ónum króna, en fyrirtækið hefur
boðað að það muni fljótlega bjóða
fólksbíl sem á að verða helmingi
ódýrari en sportbíllinn.
Svipaða leið og aðstandendur
Tesla hafa fleiri bílaframleiðend-
ur farið, sem á síðustu árum hafa
kynnt til sögunnar tilraunabíla
knúna rafmagni – það er sýnt að
rafmagnsbílar þurfa ekki að vera
ljótir og silalegir heldur geti þeir
verið hraðskreiðir og spennandi.
Dæmi um slíkan tilraunabíl er
Mitsubishi Lancer Evo MIEV, sem
kynntur var árið 2005. Hann fékk
meira að segja tegundarviður-
kenningu svo að Mitsubishi gæti
skráð bílinn í aksturskeppni
umhverfisvænna bíla í Japan, sem
bíllinn vann með yfirburðum.
MIEV stendur fyrir „Mitsubishi
In-whell-motor Electric Vehicle“,
það er rafbíll með rafmótorum í
hverju hjóli. Þessi tækni gefur
bílnum öflugt fjórhjóladrif – hver
mótor skilar 50 kílówöttum en það
samsvarar samtals um 270 hest-
öflum. Þar að auki skila rafmótor-
arnir samtals 518 Nm togi, sem
samsvarar togaflinu í mjög stórri
túrbódíselvél. Enda er hröðun bíls-
ins frá núlli í 100 km hraða 6,9 sek-
úndur.
Það sem er spennandi við þessa
tækni er að mikið pláss sparast
þar sem í hefðbundnum sprengi-
hreyfilsbíl er vél og drifbúnaður. Í
tilraunabílnum nægði að setja raf-
hlöður í plássið sem drifbúnaður-
inn annars tók til að bíllinn kæm-
ist 240 km á einni hleðslu.
Aðalgallinn er sá að ófjöðruð
þyngd eykst – rafmótorar eru
þungir – og að hafa þennan við-
kvæma rafbúnað úti í hjólunum
kann að verða vandamál til dæmis
í vetrarsnjóslabbi eða á vondum
vegum.
Hvað sem þessum vandamálum
líður hefur Mitsubishi boðað að
það muni setja MIEV-bíla á mark-
að innan fárra ára. Sennilegast er
þó að áður en hreinræktaður raf-
magns-sportbíll eins og Lancer
Evoinn verður fáanlegur komi
„næstu kynslóðar“-tvinnbíls-
útgáfa af MIEV-tækninni á mark-
að. Það verði bíll með minni raf-
mótora í hjólunum en jafnframt
búinn lítilli bensínvél sem hleður
rafgeymana og tryggir bílnum
nokkur hundruð kílómetra drægi.
Volvo kynnti einnig nýlega
tengiltvinn-tilraunabíl með raf-
mótora í hjólunum. Hann er búinn
lítilli etanól-tvíorkuvél auk raf-
mótoranna, og rafhlöðuna er hægt
að hlaða úr innstungunni heima.
Brennsluvélin fer ekki í gang fyrr
en 70 prósent orkunnar í rafhlöð-
unni hefur verið notuð.
Þá má nefna hina svonefndu E-
Flex-tvinnbílatækni frá General
Motors, sem meðal annars var
kynnt í Opel Flextreme-sýningar-
bílnum á Frankfurt-sýningunni
nú í september. Hann er búinn 1,3
lítra díselvél, 53 kW rafal og 16
kílówattstunda líþíum-rafhlöðu
sem er endurhlaðanleg úr inn-
stungu. E-Flex-tæknin var fyrst
kynnt í Chevy Volt-bílnum á
Detroit-sýningunni í vor. Í þeirri
útfærslu var hún búin 1,0-lítra
þriggja strokka bensín/etanólvél.
Þegar bíllinn var sýndur á bíla-
sýningu í Kína var bensínvélinni
skipt út fyrir vetnis-efnarafal.
Aðalhugmyndin að baki E-Flex-
undirvagninum er að rafmagns-
drifshlutinn sé eins í öllum
útfærslum en brennsluvélin sem
við hann er tengdur fari eftir því
hvers konar eldsneyti er hag-
kvæmast á hverju markaðssvæði.
Með þessu geti GM boðið upp á
samkeppnishæfa tvinnbíla í
útgáfum sem lagaðar eru að
hverju markaðssvæði.
Ford hefur einnig sett á hjólin
vetnis-efnarafals-tengiltvinnbíl.
Verið er að prófa þá tækni í Ford
Edge-jeppa vestra. Kostirnir við
þá tækni segja talsmenn Ford
vera að efnarafallinn geti verið
miklu minni, léttari, einfaldari,
ódýrari og langlífari en í bíl sem
eingöngu er knúinn efnarafal.
Engu að síður er þessi tækni mjög
dýr og útlit fyrir að langt sé í að
hún verði samkeppnisfær við
tvinnbíla með hefðbundnum
brennsluvélum, ef hún verður
það nokkurn tímann.
Þessi vetnis-tengiltvinntækni
er hins vegar aðeins á algjöru til-
raunastigi enn sem komið er.
Aftur á móti veitir Ford nú þegar
Toyota harða samkeppni á mark-
aðnum fyrir tvinnbíla í Banda-
ríkjunum með Escape Hybrid-
jepplingnum. Hann er þó ekki enn
til sölu í tengiltvinnútgáfu, eins
og Toyota hefur boðað að Prius-
inn, mest seldi tvinnbíllinn, verði
innan skamms. Brimborg, umboðs-
aðili Ford, hefur unnið að því að
fá að flytja Escape tvinnbílinn
hingað til lands, en fram til þessa
hefur Ford haft þá stefnu að selja
tvinnútgáfuna ekki utan Banda-
ríkjanna. Það kann þó að breyt-
ast.
Þótt nú sé útlit fyrir sigurgöngu
tengiltvinntækninnnar – þar sem
hún býður upp á óskert notagildi
en stóraukinn hlut rafmagns í að
knýja bíla – er vert að hafa í huga
að sú tækni felur alltaf í sér þann
galla að bíllinn er búinn tvöföldu
drifkerfi, sem þýðir að þegar hann
er drifinn rafmagni burðast hann
um með þunga brennsluvél og
eldsneytistank sem „dauða
þyngd“. Og öfugt. Framtíðin
hlýtur því að liggja í hreinræktuð-
um rafmagnsbílum, en forsenda
fyrir því er að rafhlöðutæknin taki
allstórstígum framförum. Þangað
til að því kemur brúar tengiltvinn-
tæknin bilið.
Rafbíllinn fær uppreisn æru
H
im
in
n
o
g
h
af
/S
ÍA
Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
Rýmum fyrir
2008 línunni
AFSL
ÁTTU
R AL
LT AÐ
600.
000
KR.
Nú er tækifæri til að kaupa draumahjólhýsið á gjafverði.
Við bjóðum 2007 árgerðina með 200–600 þúsund kr. afslætti
og geymum hýsið til vors, þér að kostnaðarlausu.