Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2007, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 29.09.2007, Qupperneq 18
F áum dögum fyrir opnun yfirlitssýn- ingar á Kjarvals- stöðum var haldinn blaðamannafundur í Landsbankanum í Austurstræti þar sem uppi voru stór málverk Eggerts Péturssonar sem bankinn átti. Þar kom að eitt þeirra var tekið niður og Hafþór Yngvason, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, og Halldór Kristjánsson bankastjóri innsigl- uðu samstarf sitt um sýningu Eggerts með handabandi og ljósmyndarar smelltu af. Þegar þeir áttuðu sig á að listamaður- inn stóð meðal áhorfenda var Eggert til kallaður og beðinn að vera með á mynd. Viðstaddir sáu hann ganga inn í þennan ramma tilknúinn, tilneyddan, því ef eitthvað er Eggerti Péturssyni ólíkt þá er það tilhneigingin að trana sér fram. Eggert er maður vikunnar, raunar mánaðarins, en aðsókn hefur verið góð að yfirlitssýn- ingu hans á Kjarvals- stöðum og við opnun á smámyndasýningu hans í Galleríi i8 seldust öll verkin upp, sumpart vegna þess að eftirspurn er slík eftir verkum hans og margir raunar orðnir óþolinmóðir að fá eftir hann mynd, að biðlisti hefur myndast. Þann dag hafa því bæði galleríið með sín fjörutíu prósent og listamaðurinn fengið laun fyrir sinn hlut. Biðlistinn er til fyrir þá sök að vinnu- aðferð Eggerts er tímafrek: hann er lengi að vinna verk sín sem eru í stærri kantinum, þau heimta mikla yfirlegu í smágerðu myndefni sínu enda er það sá eiginleiki, hinn innri heimur verkanna í miklum fjölbreyti- leika, sem hefur heillað aðdáendur málarans. Athygli blaðamanna á snarpri sölu verka í Gallerí i8 minnti á áhuga fyrri tíma þegar bæði Sverrir Haraldsson og áður Jóhannes Kjarval seldu öll verk á sýningum á opnunardegi. Minni athygli vakti sú staðreynd að blómamyndir málaðar með olíu, sem hafa um langan aldur verið heldur forsmáð efni í listsköpun, fengu í sölunni síðbúna uppreisn. Og njóta þegar allt kemur til alls vinsælda hjá þeim hluta listáhugamanna sem kaupir myndverk. Eggert dregur enga dul á að hann hafi snemma haft áhuga á blómum, safnað þeim í pressu sem barn. Sú árátta að hafa auga fyrir formum og litum blóma og gróðurs hefur fylgt honum á unglingsár: hann tók að sækja námskeið í myndlist og lenti á tímabili í námi í tveimur skólum, menntaskóla og myndlistarskóla, svo mikið álit höfðu menn á teiknigáfum hans. Hann endaði um síðir í nýlista- deild og tók sinn þroska út undir handleiðslu Magnúsar Pálssonar með konseft-listina sem tísku dagsins. Áhrif konseftsins eru rík á vinnu Eggerts og eru rakin á sannfærandi hátt í nýútkomnu riti Listasafnsins um feril hans. Þar kemur fram að hann var einn þeirra sem stóðu að Suðurgötu 7 frá 1977-1981, var einn þeirra sem stóðu að listtímarit- inu Teningi og átti einnig hlut að tímaritinu Svörtu á hvítu. Hann var semsagt í miðju þeirra átaka sem umskópu nútímalistina hér á landi eftir tíma súmmaranna. Verk Eggerts ríma aftur heldur illa við þann heim. Hann menntaðist aftur í Hollandi og viðurkennir að hafa lagt sig eftir bæði teikningu og pensiltækni þar í verkum endur- reisnarmálaranna hollensku. Hann dvaldi um langt skeið í Leeds þar sem kona hans var við framhaldsnám og vann á þeim tíma fá en mikilvæg verk sem eru nánast ómannleg í inn- byggðri kröfu um tækni og þolgæði. Þau eru bæði á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Eggert er hlédrægur maður, sumir myndu kalla hann feiminn. Hann er seintekinn segja vinir hans en er góður félagi, glaður í sínum hópi, ákafa- maður um áhugamál sín, sökkvir sér í efni sem hann vill sinna. Slíkt skapferli þarf til að ná árangri, eins og sjá má í verkum hans. Eggert hefur kennt, en um langan tíma hefur hann lifað af list sinni. Verk hans eru í svo miklu áliti og eru keypt jafnharðan. Sýningar hans í Reykjavík draga fram að ferill hans er fjarri því að vera eintóna, þvert á móti eru þessi næstum þrjátíu ár til marks um stöðuga viðleitni, þolgóða ástundun á vettvangi afmarkaðra viðfangsefna, þar sem lykilverk frá hverju tímabili sýna stökk í stíl, og eins og hann segir sjálfur um smá og stór efnisatriði í verkum sínum: „Það er úthugsað.“ Byltingarmaður blómamyndanna 4 E N N E M M / S ÍA Taktu Lottó í áskrift! 580 2530 Sölusta›ir lotto.is Fjórfaldur pottur stefnir í 20 milljónir. Er komi› a› flér? Ná›u flér í Lottómi›a fyrir kl. 18.40 á laugardag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.