Fréttablaðið - 29.09.2007, Síða 22
Í morgun mættu tveir heiðurs-
menn frá Símanum og stungu
breiðbandinu aftur í samband.
Bilunin var hjá Símanum niðri í
gamla Landssímahúsi. Kostaði
mig fimm daga sjónvarpsleysi og
6.200 kr. fyrir að kalla út rafeinda-
virkja til að leita að biluninni.
Símamennirnir skoðuðu breið-
bandsinntakið og hurfu síðan á
braut. Svo hringdu
þeir og sögðu mér
að kveikja á sjón-
varpinu – sem svín-
virkaði. Ég spurði hvar
bilunin hefði verið. Þá
kom dáldil þögn. Bilunin var
nefnilega ekki á mínum enda
heldur hjá Símanum, niðri í
gamla Landssímahúsinu. Alla
vega er ég feginn að þetta er
komið í lag og viðgerðarmennirnir
voru ekkert nema þægilegheitin.
Fann skemmtilega hugmynd á
netinu, bookcrossing.com.
Bookcrossing virðast vera samtök
fólks sem vill frelsa bækur. Bækur
frelsar maður með því að taka
skruddur sem maður
er búinn að lesa
og
skilja þær eftir einhvers staðar,
innan- húss eða innpakk-
aðar á víðavangi með
kveðju til
finn-
and- ans
og
áskor-
un um að taka
þátt í að frelsa
fleiri bækur og gera alla veröldina
að ókeypis bókasafni.
Ég hef stundum skilið eftir
bækur á kaffihúsum í von um að
gleðja einhvern óþekktan finn-
anda svo að mér finnst skemmti-
legt til þess að vita að upp skuli
vera risin alþjóðleg hreyfing fólks
sem hefur ánægju af að dreifa
bókum ókeypis.
Það er vitanlega hægt að frelsa
fleiri hluti en bækur. Til dæmis
gætu milljarðamæringarnir okkar
skemmt sér við að frelsa peninga
sem komast ekki fyrir í bókhald-
inu með góðu móti eða skartgripi
sem þeir eru orðnir leiðir á eða
bíla sem eru ekki lengur nýjasta
árgerð. En bækur eru samt verð-
mætastar.
Laugardagurinn fór í undirbúning
og í dag var haldin bylmings
afmælisveisla til heiðurs litlu Sól.
Þetta var góður gleðskapur. Össur
frændi rak inn skeggjaðan haus-
inn fyrri part dagsins og var vel
fagnað en hið formlega samkvæmi
hófst klukkan þrjú.
Ég bakaði 63 mini-pizzur eða
örbökur og er stoltur af því að
börnin voru ennþá gráðugri í þær
en í sætabrauðið og terturnar.
Hveiti er að vísu fíkniefni eins og
sykur en einhver smá hollusta
hlýtur þó að leynast í tómatsósu
sem er búin til úr ferskum rauðald-
inum, geirlauk og meyjarútgáfu
af ólífuolíu. Svo notaði ég líka
spelt en ekki hveiti en í augnablik-
inu er það talið hollara. Reyndar
þykja mér marengskökurnar sem
systir mín bakar bragðbetri en
speltbrauð og ég held að óhollusta
í hófi sé holl fyrir bæði börn og
fullorðna.
Einu sinni fyrir langa löngu
reyndu Jesúítar að kenna mér
heimspeki. Það var í kaþólska
háskólanum í Dublin. Ekki höfðu
blessaðir prestarnir erindi sem
erfiði því að mér þóttu þessi fræði
bæði þurr og þungmelt og undar-
lega langt frá slagæð lífsins. Engu
að síður náðu þeir að leiða mér
fyrir sjónir að margir heimspek-
ingar hafa verið prýðilega greindir
og hugsað margt af skynsamlegu
viti. Ekki sýndist mér þó að mikil
gifta fylgdi heimspekinni því að
margir helstu spekingar sögunnar
voru þunglyndir bölsýnismenn og
skrifuðu knúsaðan texta.
Til að mynda verður Schopen-
hauer seint flokkaður sem brand-
arakarl en engu að síður
leynir hann á sér. Kímni-
gáfu hlýtur sá maður að
hafa sem segir –„Lífið er
hráslagalegt fyrirbæri. Ég
ætla að eyða því í að pæla í
því.“
Það var þó ekki almennur
skortur heimspekinga á kímni-
gáfu sem olli því að ég átti erfitt
með að festa hugann við heim-
spekinámið heldur sú staðreynd
að ég gat ekki með nokkru móti
komið auga á að þessi
þungbúna
fræði-
grein
gæti
komið
nokkrum lif-
andi manni
að notum.
Þetta segir
auðvitað meira
um andlegan
þroska minn
á þessum
tíma en
heimspek-
ina.
Í síðustu
viku var ég að
snuðra í Eymunds-
son og keypti af rælni
lítið kver frá Mörgæsa-
útgáfunni bresku sem heitir
„The Consolations of Philo-
sophy“ og er eftir Alain de
Botton. „Consolation“ þýðir
jú huggun og mér þótti titill-
inn forvitnilegur. Alain þessi
er fæddur í Sviss en mennt-
aður og búsettur í Bretlandi og
hefur sett sér það takmark að
fjalla þannig um heimspeki að les-
andanum finnist þessi fræði eiga
erindi við sig.
Það er skemmst frá því að segja
að Alain de Botton opnar upp á
gátt fyrir manni dyr þar sem enga
glufu var áður að sjá og leiðir
mann að dúkuðu borði frjórrar
hugsunar. Bókina um hugsvölun í
heimspekinni gleypir maður í sig
eins og reyfara og saknar þess að
hafa ekki áður sóst eftir meiri
félagsskap við karla eins og
Sókrates (sem sættir mann við
óvinsældir), Epíkúrus (sem sættir
mann við að vera alltaf blankur),
Seneca (sem sættir mann við
vonbrigðin), Montaigne (sem
sættir mann við að vera
svona takmarkaður),
Schopenhauer (sem sættir
mann við vonbrigði í ástum)
og Nietzsche (sem sættir
mann við erfið-
leika).
Þetta er frábær bók sem bæði
huggar og gleður. Ég er feginn að
ég skyldi ramba á hana hjá
Eymundsson. Þegar ég er búinn að
lesa hana aftur ætla ég að frelsa
hana með því að skilja hana eftir á
förnum vegi handa öðrum lesanda
sem þarf á huggun heimspekinnar
að halda.
Það var mál til komið að ég fyndi
einhverja huggun því að satt að
segja verð ég stundum voðalega
niðurdreginn af því að mér finnst
að allt umhverfi mitt hafi upplit-
ast í risavöxnum heilaþvotti og
hringsnúist um peninga og aftur
peninga. Ef ekki krónur þá evrur.
Ef ekki evrur þá dollara. Ef ekki
peninga þá hlutabréf.
Það er endalaust framboð
á upplýsingum en ekki
visku, gulli en ekki verð-
mætum, hávaða en
ekki kyrrð, vinnu en
ekki tómstundum,
streitu en ekki
hvíld, samkeppni
en ekki sam-
kennd.
Bókin kostaði
1.495 kr. Inni-
haldið er á við
nýbónaðan
Porsche-
jeppa, lax-
veiðijörð,
Rolex-úr, og
pönnukökur
með rjóma
og sultutaui.
Ódýr bók en
mikils
virði.
Mikið
vildi ég fá að lifa
þann dag sem peningar verða loks-
ins aflagðir sem mælikvarði á eitt
eða neitt nema í hæsta lagi gang-
verð á sveskjusteinum.
Ég veit ekki hvort ég er einn um
það, en í svona rigningarsudda
dag eftir dag á ég mjög erfitt með
að vakna á morgnana. Mér finnst
ég eiginlega vera hálfsofandi allan
guðslangan daginn.
Það gerir reyndar ekkert til því
að ég þarf ekki að sinna neinum
áríðandi verkefnum í augnablik-
inu. Ég er frjáls frá lyklaborðinu í
bili.
Til jóla ætla ég að fást við það
sem mér finnst skemmtilegast en
það er að mála.
Svo ætla ég líka að frelsa
nokkrar bækur.
Gangverð á sveskjusteinum
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er skýrt frá því hvernig farið er að því að frelsa bækur. Einnig er vikið að heilbrigði og hæfilegri
óhollustu, heimspeki, Schopenhauer sem húmorista og lítilli bók sem er á við tvær laxveiðijarðir og rjómapönnukökur.
Kraftmiklar ryksugur
fyrir öll heimili
Verð frá kr.:
15.990
Miele
ryksugur
– litlar og liprar.