Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 28

Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 28
Fjögur almenn bifreiðaverk- stæði fengu fyrr í þessum mánuði starfsemi sína gæða- vottaða frá Bílgreinasamband- inu. Þau urðu þar með fyrstu verkstæði landsins til að upp- fylla svokallaðan BGS-staðal um vandaða starfsemi og góða þjónustu. Verkstæðin sem um ræðir eru Bíl- son og Kistufell í Reykjavík og Bílvogur og Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar í Kópavogi. Markmiðið með vottun sem þess- ari er að auka gæði í starfsemi og þjónustu verkstæðanna, svo að bæði verkstæðin og viðskiptavinir þeirra beri hag af. Eigendur verk- stæðanna fengu viðurkenningar- skjal til staðfestingar á vottuninni og merki til að hengja upp til sýnis. Í framtíðinni mun svo BSI á Íslandi fylgjast með starfseminni til að tryggja að gæðastöðlum sé viðhaldið. Það sem felst í vottun sem þess- ari er meðal annars sú ánægjulega staðreynd að viðskiptavinir fá fast tilboð í kostnaðarmat á viðgerð, þjónustan er vel skilgreind og áætlaður tími viðgerða stenst, nema annað komi upp. Það er því augljós hagsbót að slíkri vottun. Vélaverkstæðum, málningar- og réttingarverkstæðum og smur- stöðvum býðst einnig að fá gæða- vottun frá Bílgreinasambandinu og til þess þarf að fara þessa leið: Kaupa bækling með BGS-staðlin- um hjá BSI á Íslandi, sækja nám- skeið hjá BSI á Íslandi, óska eftir fyrstu úttekt ef þörf er á, sækja um að þjónustan verða BGS- vottuð, ákveða dagsetningu fyrir vottunarúttektina, fá staðfestingu á vottun og viðhalda svo gæðum og þjónustustigi með aðstoð BSI á Íslandi. Aukinn hagur allra Burðarmiklir MAN-bílar Kraftur við Vagnhöfða kynnir í dag tvær nýjar týpur Man-vörubíla milli klukkan 12 og 16. Nýju bílarnir heita MAN TGX og Man TGS og eru stærstu og burðar- mestu MAN-bílarnir sem gerðir hafa verið. Boðið er upp á nýtt úrval véla, þar á meðal er ein sú aflmesta fyrir fjöldaframleiddan flutninga- bíl, átta strokka V-vél sem er 680 hestöfl og tog hennar er 3.000 Nm. Auglýsingasími – Mest lesið Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.