Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 30

Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 30
Ný bretti eru komin til sögunnar. Þau eru nokk- urs konar blanda af hjólabrettum, snjóbrettum og brimbrettum og börn eru fljót að ná tökum á þeim. „Brettin sameina góða líkamsrækt og skemmtun,“ segir Lára Sigrúnardóttir sem kynntist nýrri gerð bretta nú í sumar. „Sonur minn Arnar Bragi kom með svona bretti frá Svíþjóð. Pabbi hans býr þar. Mér fannst þetta svo sniðugt því drengurinn var svo mikið í tölvunni að þetta var eins og himnasending. Þarna fær hann góða hreyf- ingu og fer allra sinna ferða á brettinu núna,“ segir Lára. Brettin eru með tveimur hjólum, að framan og aftan og eru notuð á vissan hátt. „Þetta eru ekki eins og venju- leg hjólabretti þar sem menn ýta sér áfram heldur þarf að sveigja til mjaðmirnar til að komast úr sporunum. Því er þetta góð æfing fyrir maga, læri og mjaðmir,“ lýsir Lára. „Þetta er sambland af hjólabrettum, snjó- brettum og brimbrettum en kosturinn við þau er að ekki þarf neina sérstaka kunnáttu í meðferð þeirra heldur tekur aðeins fáeinar mínútur að læra á þau.“ Lára kveðst hafa flutt inn nokkur bretti og er byrjuð að kynna þau í skólum á Suðurnesjum. Fleiri kynningar eru á dagskrá bæði í 88 húsinu í Reykjanesbæ í dag og á morgun og eins í skólum á höfuðborgarsvæðinu. „Brettin hafa notið vinsælda í skólum erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð. Þar er sá háttur hafður á að skólarnir fá bretti lánuð í vissan tíma hver og leyfa krökkunum að prófa. Við höfum fengið góðar viðtökur því kennarar telja brettin styrkj- andi og æfa vel jafnvægisskynið hjá krökkunum.“ Lára segir tvær stærðir til af brettunum, annars vegar fyrir börn frá sex til tólf ára og frá tólf og upp úr. Spurð hvort börnin geti ekki dottið og slasað sig á þess- um nýju farartækjum svarar hún. „Það er auðvitað æskilegt að vera með hnjáhlífar og hjálma þó svo að brettin fari ekki á neinum flughraða.“ Lærist á fáeinum mínútum 30. september 2007 WORLD HEART FEDERATION® A H E A R T F O R L I F E Co-sponsored by: Heilbrigt hjarta með samvinnu Þema Alþjóðlega hjartadagsins í ár heilbrigt hjarta með samvinnu hvetur fólk til að vinna saman að því að skapa heilbrigt samfélag án hjartasjúkdóma. Hornsteinar samfélagsins svo sem fjölskyldan, skólarnir, vinnustaðirnir og félagasamtök stuðli að reyklausu umhverfi, reglubundinni hreyfingu og bættu mataræði. Stöndum saman og tökum þátt í Alþjóðlega hjartadeginum þann 30. september. W o r ld He ar tF e d er a t io n. © Lo i s Gr ee nf ie l d Supported globally by: Supported locally by: Alþjóðlegi hjartadagurinn Hjarta dagurinn Kópavogur Dagskrá Hálsatorgi Kópavogi. kl. 10.50 Hjartadagshlaup 3 km hlaup hefst 10.50, en 5 og 10 km kl 11.00 . kl. 11.15 Hjartaganga frá Hálsatorgi um Kópavog undir leiðsögn Björns Þorsteinssonar. kl. 11.30 Hjartahreysti Þrautabraut í anda Skólahreystis fyrir unglinga og hoppikastalar fyrir yngstu börnin. kl. 13.00 Skemmtidagskrá Sveppi kynnir. Persónur úr söngleiknum Gretti mæta. Verðlaun veitt fyrir Hjartadagshlaupið og Hjartahreysti. Söngkonan Kristjana Skúladóttir syngur fyrir börnin lög af Obbosí. Hara systur koma fram. silico l ER MAGINN VANDAMÁL? Silicol hjálpar! Fæst í öllum apótekum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.