Fréttablaðið - 29.09.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 29.09.2007, Síða 42
hús&heimili Fagrir munir úr tré finnast í Tjarnarsal Ráð- hússins þangað til síðdegis á morgun. Sumir þeirra eru bæði skraut- og nytjahlutir, eins og skálar, vasar og lampar, aðrir flokkast sem listmunir bæði á borð og veggi. Allir eiga þeir sameiginlegt að vera handverk meðlima í Félagi rennismiða á Íslandi sem sýnir nú í þriðja sinn í Ráðhúsinu. Einn þeirra sem á muni á sýningunni heitir Úlfar Sveinbjörnsson. Hann kveðst hafa byrjað að bauka við rennismíðina í bíl- skúrnum sínum árið 1999, þá 59 ára en þar áður hefði hann rennt síðast þegar hann var í tólf ára bekk í Laugarnesskólanum í Reykjavík. „Það leið ansi langt á milli. Alltof langt. En áhuginn var alltaf fyrir hendi,“ segir hann. Úlfar kveðst helst ekkert nota nema ís- lenskt efni og nefnir birki, gullregn og reyni. „Það er gaman að leyfa kvistunum og hinum náttúrulegum vindum efnisins að njóta sín. gun@frettabladid.is Lampi úr birki, mahóni- og sedru- sviði eftir Úlfar Sveinbjörnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Lampi með sam- settum skermi úr ýmsum viðar- tegundum eftir Inga B. Guð- jónsson. Regnhlíf- astandur eða stór vasi eftir Trausta B. Óskarsson. Vasi úr birki eftir Jóhann Sigurjónsson. Skrautmunir úr skóginum Skjöldur eftir Jóhann Sigurjónsson 29. SEPTEMBER 2007 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.