Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 56
Ég hef aldrei gert eins og Amer- íkanarnir og hugsað til enda ein- hvern ákveðinn markhóp meðal áhorfenda. Eins er með Emblu; ég er í rauninni bara að gera hana fyrir þá sem tóku þátt í að gera hana og urðu fyrir vonbrigðum á sínum tíma, sérstaklega mig og Maríu Bonnevie. Ég veit að María trúði alltaf að þarna væri stór og mikil saga um þessa stúlku. Leikur hennar var afburða góður og núna finnst mér vera að rætast það sem var lagt af stað með í upphafi.“ Hrafn kveðst alltaf hafa verið anarkisti í eðli sínu sem hefur hug- fast að hugmyndir okkar um sann- leikann séu á flökti. „Ég held að það sé nauðsynlegt að endurskoða þetta reglulega því hugmyndir okkar um sannleikann eru mælikvarði á hvern tíma.“ Besti mælikvarðinn segir Hrafn vera hvaða siðferðishugmyndir eru ríkjandi og hver sé ramminn. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa ramma, en við lifum nánast rammalausum tíma núna. Ekki endi- lega þannig að allt sé leyfilegt held- ur finnst manni eins og allt sé lagt að jöfnu. Það skiptir engu hvort það sé lögð mikil ástríða og sköpunar- þörf í það sem maður gerir; hvort sem það er alvöru ljóðlist eða veik- asta gerð af dægurlagatexta, þá er nánast allt lagt að jöfnu. Það er dálít- ið mikið í okkar tíma að færa hlut- ina inn í fyrirfram gefnar staðal- myndir, það er ekki byrjað á því að mála myndina heldur búa til ramm- ann, sem myndin er svo sett inn í. En þetta er svo sem eins og hver önnur tískubylgja sem kemur og fer.“ Annað tímanna tákn segir Hrafn vera stórasannleik sem ríður reglu- lega yfir heiminn í gegnum fjöl- miðla. „Einn daginn var ósónlagið að fara og var rætt mjög mikið. Næst kom fuglaflensa, 400 manns dánir úr henni, en fleiri milljónir úr venju- legri flensu. Við lifum á tíma þar sem sannleikurinn verður til í fjöl- miðlum og kannski hefur enginn gert pólitíkusum meiri greiða en sá sem fann upp hlýnun jarðar. Það er hægt að ræða þetta vandamál til- tölulega afstætt og engin leið er að sanna eða afsanna eða komast að endanlegri niðurstöðu. Á meðan þarf ekki að ræða trúar- ofstækið í heiminum, kúgun kvenna, fáfræðina, ofbeldi, einræði, fátækt- ina og þá miklu eymd sem steðjar að Afríku og víða í Suður-Ameríku, því það kemst ekkert annað en þetta stórbrotna vandamál um loftslags- hlýnun. Ég var dálítið að fjalla um mál af sama meiði í kvikmyndinni Ísland í öðru ljósi og Reykjavík í öðru ljósi. Ég hef hins vegar aldrei litið á mig sem krossfara, eða boð- bera mikils sannleika. Þau verk sem ég hef gert velta upp ákveðnum spurningum, hvort eitt- hvað gæti ekki verið svona frekar en hins- egin án þess að ég sé með einhverja patent- lausn.“ Hrafn segist vera búinn að segja flestar þær sögur sem honum liggi á hjarta. Hann segist þó geta hugsað sér að gera kannski tvær myndir sem honum finnst hann eiga ókláraðar inni í sér, þótt ekki sé víst að sér endist heilsa og aldur til. „Mér finnst ég allt- af eiga eftir að gera unglingamynd og er með handritið tilbúið í kollinum á mér. Mig hefur líka alltaf dreymt um að gera mynd sem gerist á Íslandi um vetur. Um þetta landslag sem engin fyrir- gefning er í þegar veður eru verst; þennan mikla blota og svell sem ekki er hægt að standa á og ekkert skjól. Skafrenninginn, sinustráin. Ég þreifaði mig aðeins áfram með þetta í Myrkrahöfðingjanum en ég sé fyrir mér að þessi mynd gerist öll utandyra og maður þarf að vera við hestaheilsu ef maður ræðst í eitthvað svona lagað. Hrafn- inn flýgur er til dæmis að mestu leyti tekinn í veðri sem ekki var talið tökufært í. Ég fæ ennþá hroll þegar ég hugsa um þetta sumar sem við tókum hana en það skilaði sér í afar sérstakri áferð.“ Spurður hvað það sé við hið óblíða sem heillar hann segist Hrafn eiga erfitt með að festa fing- ur á það. „En hvað er það sem okkur finnst í frásögur færandi? Menn segja ekki miklar sögur af því þegar allt leikur í lyndi. Þetta er líka eins og að klífa fjöll, maður leitar alltaf að hærri og hærri tindi eða hrikalegri til að klífa, kannski er það sem kitlar mann.“ Hrafn kveðst vera harður húsbóndi á tökustað. „Ég held að ég sé mjög harður. Og alltof harður við sjálfan mig því ég lofa mér því alltaf að koma ekki nálægt þessu meir í hvert skipti sem ég lýk við mynd. Ég er þá líka kominn með hálfgert ofnæmi fyrir vinnuferlinu, það er svo langt og krefst geysilega mikils úthalds. Ætli maður að setja mark sitt á myndina verður maður kafa í alla eðlisþætti hennar, tónlist, kvik- myndatöku, förðunina, leikmynd- ina, lýsinguna, handritið og svo framvegis. Þorri mynda er þannig að klippti maður burt titlana í upp- hafi, gætu þær allar verið eftir sama leikstjóra.“ Hrafn er líka tortrygginn gagnvart því að kenna til dæmis handritsskrif. „Ég held að ef maður hefur eitthvað að segja, er sög- umaður, þá kemur sagan. Hafi maður sögu með upphaf, miðju og endi er ekkert mál að skrifa hand- rit. Það er búið að bregða yfir kvik- myndagerðina einhverju upphöfnu ljósi um að það þurfi að læra svo mikið. En þannig er í rauninni verið að færa allt í sama farveg svo útkoman verður alltaf eins. Það er hættan við allt listnám. Það sem kemur ungum listamönnum best er ákveðið uppsafnað magn af reynslu- leysi og fífldirfsku. Þannig hafa bestu listaverkin orðið til.“ Hrafn segist ekki hafa fylgst mikið með íslenskri kvikmyndagerð und- anfarin ár, þó vissulega hafi komið fram góð verk. „Ég held að það sé ung og kraftmikil kynslóð að koma til sögunnar. En það er aftur á móti að ganga yfir sá tími þar sem menn eru svo uppteknir af forminu, ekki sögunni; eins og menn séu að leita að einhverjum heppilegum litterat- úr upp í bókahillu til að filma. Fyrir mér er þetta ekki kvikmyndalist held- ur kvikmyndaiðnað- ur. Það er kannski erfitt að draga skil þar á milli, nánast öll kvikmyndagerð er iðnaður en svo koma listaverk á milli.“ Hrafn ferðast mikið um heiminn. Hann málar sér til dægradvalar en það lærði hann á sínum tíma í Víetnam. Þegar hann hefur tíma til nýtur hann þess að dytta að heimili sínu Laugarnesi. „Ég kann vel við að dunda við það, þetta er hálf- gerð höggmynd. Þegar manni leiðist þá dúllar maður sér í því að breyta húsinu.“ Spurður hvað taki nú við segist Hrafn hafa ýmislegt í pípunum. „Ég gæti hugsað mér að gera mynd í framhaldi af Íslandi og Reykjavík í öðru ljósi sem ætti að heita Íslend- ingar í öðru ljósi. Mig langar að skoða samsetningu þessarar þjóðar, sjá hver hún er. Sennilega voru dönsku einokunarkaupmennirnir gyðingar, því í Danmörku voru lögin þannig að gyðingum var bann- að að versla nema á Grænlandi, Færeyjum og Íslandi. Það hefur lík- lega komið mikið gyðingablóði hingað, eins og má jafnvel greina í mörgum mikilmennum. Já, það væri á margan hátt áhugavert að kvikmynda þjóðina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.