Fréttablaðið - 29.09.2007, Page 61

Fréttablaðið - 29.09.2007, Page 61
lögum hvers árs í stað þess að koma með fjáraukalög til að fá heimildir fyrir óvissuútgjöldum. Við erum að undirbúa þetta núna, það verður ekki hægt að gera það í fjárlögum ársins 2008 en vonandi verður hægt að gera þetta í fjár- lögum ársins 2009,“ segir Árni. Hann segir að aldrei verði hægt að sleppa alveg við að leggja fram fjáraukalög, meðal annars vegna ýmissa reiknaðra stærða sem séu ófyrirsjáanlegar. Undanfarið hafa þess konar útgjöld verið um helm- ingur af fjáraukalögum. „Þetta ætti að kalla á meiri aga þegar menn eiga ekki þann mögu- leika að fá eitthvað út úr fjárauka- lögunum. Það verður búið að áætla fyrir fram og það verður bara að duga,“ segir Árni. Þetta mun þýða talsverðar breytingar á fjárlaga- gerðinni, og í raun þarf allt kerfið að laga sig að þessari breytingu. Með þessu mun aukast enn frek- ar pressan á einstök ráðuneyti að leysa úr vandræðum sem upp koma, til dæmis þegar ákveðnar stofnanir fara ár eftir ár fram úr fjárheimildum, og fá ár eftir ár heimildir á fjáraukalögum. „Það þarf að leysa veikleikana í fjárlögunum sjálfum, og áður en menn geta farið að setja peninga í ný verkefni verða menn að vera búnir að leysa slíka veikleika. Svo er hægt að forgangsraða nýjum verkefnum,“ segir Árni. Takmörkun á fjáraukalögum verður að setja í samhengi við rammaáætlun fjárlaga til nokk- urra ára, segir Árni. Þannig verði ráðherrar að forgangsraða, og ef þeir vilji fara út í ný verkefni verði þeir að sleppa öðrum eða skapa svigrúm með öðrum hætti. Leiðin til þess að stjórnendur axli aukna ábyrgð í sam- ræmi við það frjáls- ræði sem þeir hafa á ekki að þurfa að vera í gegnum einhver svo- leiðis tæki. Það á fyrst og framst að vera í gegnum metnað. DAGUR ÆSKU LÝÐSS TARFS MÁLÞING UM GILDI ÆSKULÝÐSSTARFS, 29. SEPTEMBER KL. 14:00 Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR DRÓTTSKÁTASVEITIN DÍMON GYLFI JÓN GYLFASON SÁLFRÆÐINGUR KRISTÍN RÓS HÁKONARDÓTTIR AFREKSÍÞRÓTTAKONA BJARNI TÖFRAMAÐUR STEFÁN EIRÍKSSON LÖGREGLUSTJÓRI ICESTEP DANSHÓPURINN TORFI TÓMASSON VITNISBURÐIR FRÁ STARFI AÐILDARFÉLAGA KLIFURVEGGUR, KASSAKLIFUR, NÆLUGERÐ, BLÖÐRUR OG MARGT FLEIRA LEIKTÆKI ERU OPIN MILLIKL. 13 OG 17 Bandalag íslenskra skáta

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.