Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 68

Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 68
Kvikmyndir og tíska hafa alltaf tengst órjúfanlegum böndum og hvíta tjaldið hefur haft ótrúlega mikil áhrif á tískuhönnuði í gegnum tíðina. Tugir kvikmynda hafa sett mark sitt á sögu tískunnar. Klippingar, förðun, fylgihlutir og föt úr kvikmyndum endurspeglast alltaf á tískupöllunum. Svo að ég taki nokkrar sem dæmi þá dettur mér fyrst í hug hin klassíska „Breakfast at Tiffany‘s“ þar sem hin fagra Audrey Hepburn klæddist einföldum svörtum kjól, sólgleraugum og perluhálsfesti. Brigitte Bardot skaut svo upp á stjörnuhimininn í Roger Vadim- myndinni „ Et Dieu Crea la Femme“. Túberað, sítt hárið, þröngt hnésítt pils og íturvaxnar kúrfur í bikiní fengu bæði karlmenn og konur til að falla í stafi. Í „Blow-up“ frá meistaranum Antonioni gengu fyrirsæt- an Veruschka og leikkonan Vanessa Redgrave í stuttum kjólum frá Mary Quant og háum lakkstígvél- um og tískuhönnuðir hafa sótt innblástur til myndar- innar allar götur síðan. Öll tískufrík verða svo að leigja sér kvikmyndina „ Belle de Jour“ eftir spænska leikstjórann Luis Bunuel. Þar klæddi Yves St. Laurent stjörnuna Catherine Deneuve í dásamlega dömulega kjóla sem eru reglulega endurskapaðir í hringrás tískunnar. Nær samtímanum kom „Pulp Fiction“ með Umu Thurman með kleópötruhár, í svörtum buxum og hvítri skyrtu og „Marie Antoinette“ eftir Sofiu Coppola en í kjölfarið kom korseletta og blúndubylgja frá John Galliano. Það er stórsniðugt að leigja sér klassísk kvikmyndameistaraverk, bæði til að gleðja augu og anda en líka til þess að fá innblástur fyrir fataskápinn í vetur. Tíska og áhrif hennar á hvíta tjaldinu Nú stendur Alþjóðleg kvikmynda- hátíð yfir í Reykjavík en meðal þeirra merku leikstjóra sem þar eru í kastljósinu er Rainer Werner Fassbinder. Þessi þýski leikstjóri þykir einn sá mikilvægasti í þýsku nýbylgjunni ásamt Werner Herzog og Wim Wenders. Verk hans á átt- unda áratugnum fjölluðu um pen- inga, völd, kynlíf og sambönd: full- komlega fallegt fólk í hræðilegum aðstæðum. Fatahönnuðir hafa lengi sótt sér innblástur í stíliseraðar myndir Fassbinders en þar voru konur ávallt fallegar, hvort sem þær voru vændiskonur eða ríkar eiginkonur. Sorg- mæddar gamlar konur eru klæddar í háhæluð stígvél, terroristinn í „Móðir Kust- er fer til himna“ er klædd í svartan og hvítan kjól og æpandi bleika sokka, og í „Bitur Tár Petru von Kant“ eru tvær leikkonur í hlut- verkum sem lesbískt par í undarlegum sálar- og kyn- lífsleikjum íklæddar silfruðum kjólum, pels- um, hundaólum og brjál- æðislegum hárkollum. Fassbinder, sem var sam- kynhneigður, vildi að allar leikkonurnar sínar litu út eins og Monroe, Dietrich eða Hayworth – alltaf elegant, alltaf stíliseraðar. Í haust og vetrartískunni eru tveir hönnuðir sem eru sérstakir áhugamenn Fassbind- ers, þeir Marc Jacobs og Svíinn Paolo Melim Andersson sem er nýbyrjaður hjá tískuhúsinu Chloé. Andersson sótti innblástur í mynd- ina „Kínversk rúlletta“ frá 1976 - blanda af síðum pilsum, pelsum, lakkskóm og veskjum. Jacobs sýndi settleg hnésíð pils ásamt munúðarfullum mjúkum peysum með belti í mittið og alpahúfur á höfðum í anda „Hjónaband Maríu Braun“ og „Veronika Voss“.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.