Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 71

Fréttablaðið - 29.09.2007, Side 71
Plötusnúðadúettinn Metro Area frá New York þeytir skífum í vetrarpartíi útvarpsþáttarins Party Zone á Organ í kvöld. Metro Area, sem er skipuð þeim Morgan Geist og Deshran Jesrani, munu flytja sitt eigið efni í bland við annað. Einnig koma fram hljóm- sveitirnar Bloodgroup og Sometime, sem eru báðar að gefa út fyrstu plötur sínar. Tilefni tónleikanna er vetrar- dagskrá Party Zone en þátturinn er sem fyrr á dagskrá Rásar 2 á laugardagskvöldum. Þetta er sautjánda árið sem þátturinn er í loftinu. Metro Area í vetrarpartíi Ford-keppnin 2007 fór fram í Iðnó á fimmtudagskvöldið. Fríða Sóley Hjartardóttir bar sigur úr býtum í glæsilegri keppni, en tíu stúlkur kepptu um titilinn Ford-stúlkan 2007. Fríða verður því fulltrúi Íslands í alþjóðlegri keppni í New York, þar sem verðlaunin eru samstarfssamningur við Ford-skrifstofuna að andvirði 250 þúsund dollara.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.