Fréttablaðið - 29.09.2007, Page 74
Við gerðum okkur kannski óþarflega erfitt fyrir
1. deild karla í fótbolta
Meistaradeildin í handbolta
Valsmenn verða Íslands-
meistarar í fyrsta sinn í tuttugu ár
vinni þeir HK á heimavelli sínum
á Laugardalsvelli í dag, en það er
annað en að segja það ef marka
má gengi liðsins í Dalnum í sumar.
Valsliðið hefur ekki unnið í
síðustu fjórum heimaleikjum
sínum í deild eða bikar, á sama
tíma og liðið hefur unnið sjö
útileiki í röð. Síðasti heimasigur
Vals var gegn FH 27. júní
síðastliðinn.
Það bjargar kannski
Hlíðarendapiltum að gengi HK á
útivelli er hræðilegt, liðið gerði
markalaust jafntefli í fyrsta
útileiknum en hefur síðan tapað
sjö útileikjum í röð með
markatöluna 3-21 samanlagt.
Unnu síðast
heima í júní
Valsmaðurinn Kristinn
Hafliðason getur í dag orðið
Íslandsmeistari með sínu þriðja
félagi og um leið jafnað
ársgamalt afrek Sigurvins
Ólafssonar en FH var þriðja
félagið sem hann vann titilinn
með þegar Hafnarfjarðarliðið
varð Íslandsmeistari í fyrra.
Kristinn hefur orðið fjórum
sinnum Íslandsmeistari; 1997 og
1998 með ÍBV og svo 2002 og 2003
með KR. Kristinn hefur þegar
upplifað það tvisvar sinnum að
vinna titilinn í lokaumferðinni, en
hann var í byrjunarliði ÍBV sem
vann KR 2-0 í 18. umferð 1998 og
einnig í byrjunarliði KR sem
tryggði sér titilinn 2002 með 5-0
sigri á Þór í lokaumferðinni.
Kristinn getur því orðið fyrsti
íslenski knattspyrnumaðurinn
sem vinnur titilinn með þremur
félögum í lokaumferðinni.
Kristinn hefur komið inn á sem
varamaður í þremur leikjum í
sumar, skorað eitt mark og átt
eina stoðsendingu.
Getur náð ein-
stökum árangri
Gummersbach vann næsta auðveldan
sigur á Val, 24-33, þegar liðin mættust í fyrstu
umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær-
kvöldi. Þýska stórliðið keyrði yfir Val fyrstu 20 mín-
útur leiksins og lagði grunninn að öruggum sigri.
Gummersbach var númeri of stórt fyrir Val. Leik-
menn liðsins virkuðu stressaðir og óöruggir enda
fáir leikmenn liðsins sem hafa reynslu af svo stór-
um leikjum.
Þegar staðan var 3-3 skoruðu Valsmenn ekki í
fjórtán mínútur og gestirnir náðu tíu marka for-
ystu, 3-13. Snérist leikurinn í kjölfarið um það hvoru
megin við tíu mörkin munurinn á liðunum yrði í
lokin. Valsmenn sýndu karakter að missa lið
Gummersbach ekki enn lengra frá sér og var gaman
að sjá liðið fagna hverju einasta marki þótt
munurinn á liðunum væri mikill.
Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach, sagði
eftir leikinn að hans lið hefði ætlað að nýta sér
slæma byrjun Vals í N1-deildinni. „Það er ljóst á
slæmri byrjun Vals að liðið skortir sjálfstraust og
við ætluðum að nýta okkur það. Hefðum við ekki
byrjað af krafti hefði sjálfstraust Valsmanna aukist
og þá hefði leikurinn orðið erfiður. Valmenn eru
með efnilegt lið sem ég þekki vel en ég hugsa að
riðillinn sé of sterkur til að þeir komist áfram.“
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var
ánægður með síðustu 40 mínútur leiksins og sagði
liðið geta byggt á því í komandi verkefnum. „Við
munum byggja á góðri spilamennsku síðustu 40
mínúturnar. Við verðum betri með hverjum leiknum
og fer þessi leikur í reynslubankann. Það er mjög
gott að vera í svo sterkum riðli. Menn eru í þessu til
að mæta þeim bestu og það mun bara styrkja okkur,”
sagði Óskar Bjarni í leikslok. -
Slæm byrjun varð Val að falli
Lokaumferð Landsbanka-
deildar karla fer fram í dag kl.
14.00 þar sem Íslandsmeistarar
verða krýndir og eitt lið fellur úr
deildinni. Fréttablaðið fékk því
Ásmund Arnarsson, þjálfara
Fjölnis, til þess að spá í spilin fyrir
lokaátökin, en lið Fjölnis vann sér
einmitt á dögunum sæti í efstu
deild að ári.
Keflavík mætir ÍA í leik þar
sem heimaliðið spilar upp á stoltið
og vill væntanlega hefna ófaranna
úr fyrri leik liðanna, en ÍA þarf
hins vegar nauðsynlega á sigri að
halda í baráttunni um þriðja sætið.
„Það áttu sér stað ákveðin atvik í
leiknum upp á Skaga fyrr í sumar
og það verður fróðlegt að sjá
hvernig liðin mæta stemmd í
þennan leik, sem og stuðnings-
menn liðanna. Lið Keflavíkur
hefur verið heillum horfið upp á
síðkastið en Skagaliðið hefur að
öllu að keppa og ég á því von á
Skagasigri, 0-2,“ sagði Ásmundur
og útilokaði ekki að Bjarni Guð-
jónsson myndi skora í leiknum.
KR mætir Fylki í mikilvægum
leik fyrir bæði lið, en KR er í bull-
andi fallbaráttu og Fylkir að berj-
ast um þriðja sætið. „Það er mikið
undir hjá báðum liðum og ég held
að þetta verði hörku baráttuleikur
sem endi með 1-1 jafntefli,“ sagði
Ásmundur.
Breiðablik siglir lygnan sjó um
miðja deild en sama verður ekki
sagt um mótherja þeirra í Fram
sem eru á kafi í fallbaráttunni.
„Blikarnir hafa svo sem ekki að
miklu að keppa en Framarar eru
með bakið upp við vegg og ég
tippa á að þeir nái að sigra í leikn-
um, 0-1, með marki frá Jónasi
Grana,“ sagði Ásmundur, sem
kvaðst þó hrifinn af spilamennsku
Breiðabliks í sumar.
Víkingur vermir botnsætið fyrir
lokaumferðina og þarf nauðsyn-
lega á stigi eða stigum að halda
þegar liðið mætir FH. Hafnar-
fjarðarliðið þarf einnig á sigri að
halda í leiknum og verða að sama
skapi að treysta á að HK vinni eða
geri jafntefli við Val. „Víkingar
eru vitanlega í vondri stöðu og FH
þarf nauðsynlega á sigri að halda,
en í raun hafa bæði liðin verið að
ströggla dálítið upp á síðkastið
þannig að ég held að 0-0 jafntefli
verði niðurstaðan,“ sagði
Ásmundur.
Valsmenn geta tryggt sér
Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir
mæta HK sem er í fallbaráttunni,
en stendur þó best að vígi af kjall-
araliðunum fyrir lokaumferðina.
„Valsmenn eru með sjálfstraustið
í botni og á blússandi siglingu og
ég á ekki von á öðru en að þeir
vinni leikinn öruggt, 3 eða 4-0 og
verði í kjölfarið meistarar,“ sagði
Ásmundur að lokum.
Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram í dag þar sem skorið verður úr
um hvort Valur eða FH verði Íslandsmeistari og hvaða lið endar í fallsætinu.