Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 29.09.2007, Blaðsíða 78
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Hilmar Snorrason Strákafélagið Styrmir datt út úr heimsmeistaramóti samkyn- hneigðra í fótbolta í Argentínu á fimmtudaginn. „Á þriðjudeginum spiluðum við á móti liði frá San Francisco og unnum leikinn fimm eitt. Þar með vorum við öruggir áfram í sextán liða úrslitin og í fyrstu deildina,“ útskýrði Haf- steinn Þórólfsson, þjálfari liðsins, í samtali við Fréttablaðið. Í sex- tán liða úrslitunum lék Styrmir á móti öðru liði frá San Francisco, og datt þar með úr keppni. „Þetta er samt bara frábær árangur, miðað við hvað liðið er ungt. Að komast í fyrstu deildina er frá- bært,“ sagði Hafsteinn ánægður. Hann segir liðið hafa myndað tengsl við önnur lið, og að Styrmir hafi fengið boð um að keppa á mótum í New York og Boston. „Svo hafa mörg lið lýst áhuga á að koma til Íslands ef við höldum mót, sem gæti vel orðið,“ sagði Hafsteinn. Liðsmenn ætla flestallir að dveljast í Argentínu í nokkra daga til viðbótar, og tínast svo heim hver af öðrum. „Sumir fara beint aftur, aðrir ætla til New York í nokkra daga og nokkrir okkar ætla að halda áfram til Perú og Bólivíu. Þetta er búið að vera mjög mikið ævintýri, sem er bara rétt að byrja hjá sumum,“ sagði Hafsteinn. Strákarnir í Styrmi úr leik Ekki verður annað sagt en að lífið leiki við söngkonuna Birgittu Haukdal. Á myndum sem teknar voru fyrir væntanlega sólóplötu söngkonunnar skartar hún glæsilegum trúlofunarhring á hægri hendi en hún og unnusti hennar, Benedikt Einarsson, trúlofuðu sig fyrir nokkru. Birgitta vildi hins vegar lítið tjá sig um dýrgripinn góða í samtali við Fréttablaðið en sagðist á hinn bóginn vera með fiðring í magan- um yfir plötunni. „Ég er kannski ekki dauðskelkuð en ákaflega spennt,“ segir Birgitta. Hún semur mestmegnis af lögunum og textunum sjálf eða í samstarfi við upptökustjórann og góðvin sinn, Vigni Snæ Vigfússon. Fyrsta smáskífan er þegar farin að óma á öldum ljósvakans en það er gamli Scorpions-smellurinn Winds of Change sem Birgitta hefur snarað upp á íslensku. Lagið hefur þegar vakið þó nokkra athygli og hafa menn velt því fyrir sér af hverju hún hafi valið einmitt þetta lag. „Ég man eftir þessu lagi frá því að ég var lítil stelpa og það kveikti alltaf í mér þá. Svo heyrði ég það aftur fyrir þremur árum og ákvað að skrifa nafnið niður. Þegar við Vignir fórum síðan að vinna að plötunni kom lagið upp úr kafinu og við ákváðum að gera smá tilraun með það,“ segir Birgitta en platan er væntanleg í búðir í byrjun nóvember. Birgitta með glæsilegan trúlofunarhring „Einar hafði samband við mig í vor og var með hugmynd að bók,“ segir tónlistarblaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen en hann er ásamt Einari Bárðarsyni að ljúka við bók þessa dagana um Einar sjálfan og hans störf sem hlotið hefur nafnið Öll trixin í bók- inni. Bókin verður gefin út fyrir jólin á vegum JPV. „Einar og Kristján B. Jónasson höfðu lengi gengið með þessa bók í maganum og Kristján stakk upp á því að Einar bæði mig að skrifa bókina. Við Einar fórum að ræða saman og þetta small bara, en bæði efni og efnistök breyttust töluvert eftir því sem á leið.“ Í bókinni segir Einar frá því sem á daga hans hefur drifið á ferlinum. Arnar Eggert leggur þó áherslu á að ekki sé um ævisögu að ræða. „Þetta er ekki ævisaga, enda er maðurinn ekki nema 35 ára gamall. Einar er öllu heldur að miðla af reynslu sinni í þessum umboðsmanna- og tónlistarbransa, því sem hann hefur verið að vinna að í gegnum tíðina. Það hefur ekki alltaf gengið vel og í bókinni eru öll spilin lögð á borðið,“ segir Arnar Eggert. Af nógu er að taka í bók sem þessari enda hefur Einar komið víða við. Hann tíndi flöskur eftir söngskemmtanir Sumargleðinnar sem ungur maður, samdi síðar lagið „Farin“ fyrir hljómsveitina Skítamóral og rekur í dag umboðs- skrifstofu í hjarta Lundúnaborgar, Mother Management, þar sem hann er með listamenn á borð við Garðar Thor Cortes og Nylon á sínum snærum. Af ójöfnum á leið Einars má nefna Eldborgarhátíð- ina á aldamótaárinu og sömuleiðis bindindishátíðina í Galtalæk en Einar viðurkenndi að mikill taprekstur á þeirri hátíð hefði komið illa niður á fyrirtæki hans Concert. Arnar Eggert segir ástæðuna einfalda fyrir því að bókin þróað- ist yfir í að verða bók um Einar og hans störf. „Þetta er auðvitað bara magnaður maður, það er nokkuð ljóst. Einar Bárðarson er nokkurs konar nútíma Einar Ben. Allt sem þessi maður hefur snert á undan- farið verður að gulli, þar með talið þessi bók.“ V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.