Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 6
Sanngjörn laun í boði fyrir rétta aðila Nánari upplýsingar veita: Stefán í símum 5154117 og 8214117 og með tölvupós- ti, stebbi@byko.is Umsóknir berist til Elfu B. Hreinsdóttur, starfsþróunar- stjóra BYKO, á aðalskrif- stofu Skemmuvegi 2, 200 Kópavogi eða með tölvupósti, elfa@byko.is STARFSMAÐUR ÓSKAST Í AFGREIÐSLU OG TILTEKT PANTANA Stundvísi og nákvæm vinnubrögð / Góð hæfni í mannlegum sam- skiptum / Lyftarapróf er kostur en ekki nauðsynlegt skilyrði / Lipurð, gleði og drifkraftur til að ná árangri HÆFNISKRÖFUR: STARFSMAÐUR ÓSKAST Í PLÖTUSÖGUN HÆFNISKRÖFUR: Menntun í tréiðnum er kostur / Þekking á byggingaefnum æskileg / Stundvísi og nákvæm vinnubrögð / Lipurð, gleði og drifkraftur til að ná árangri GÆÐI Á LÆGRA VERÐI TIMBUR- VERSLUN STÖRF Í BOÐI HJÁ BYKO BREIDD „Það var búið að ætla lóðina undir Náttúrufræðistofnun, sem tengist starfsemi Háskólans. Þegar meirihlutinn gaf Listahá- skólanum lóðina í Vatnsmýrinni, var því öllu hent út af borðinu og sett inn í samninginn að Listahá- skólinn mætti framselja lóðina,“ segir Árni Þór Sigurðsson, alþing- ismaður og fyrrverandi borgarfull- trúi Vinstri grænna. Fram hefur komið í Fréttablað- inu að til greina komi að LHÍ skipti á 11.000 fermetra lóð í Vatnsmýri við Samson Properties, félag í eigu Björgólfsfeðga, og fái í staðinn lóð á Frakkastígsreitnum. „Það lá hins vegar fyrir í upphafi að lóðin í Vatnsmýri var ekki óska- lóð Listaháskólans,“ segir Árni Vinstri græn í borgarráði átöldu á sínum tíma að meirihluti borgar- stjórnar úthlutaði Listaháskólan- um Vatnsmýrarlóðinni og sögðu „óviðeigandi að Listaháskólanum sé nánast sett sjálfdæmi um að selja þessa mikilvægu lóð“. Einnig væri „lítilmannlegt“ af borginni að útvega ekki bæði Náttúrufræði- stofnun og Listaháskólanum lóðir. „Þegar þessi setning var sett inn í samninginn, að skólinn megi framselja lóðina öðrum, þá spurð- um við: stendur það til? Og það er að koma á daginn,“ segir Árni. Lóðin átti að vera háskólalóð Röksemdir fyrir og gegn því að hluti hnattræns eldflauga- varnakerfis Bandaríkjamanna yrði settur upp í Evrópu voru ræddar á fundi öryggis- og varnarmála- nefndar NATO-þingsins í Laugar- dalshöll í gær. Deilan um þennan eldflauga- varnaviðbúnað, en hugmyndin er að honum verði komið fyrir í Pól- landi og Tékklandi (sem gengu í NATO árið 1999 en voru á dögum kalda stríðsins leppríki Sovétríkj- anna í Varsjárbandalaginu), stefnir í að spilla mjög alvarlega fyrir tengslum NATO við Rússland. Rússneskir ráðamenn hafa tekið áformunum mjög illa og halda því fram að þau ógni varnarhagsmun- um Rússlands. Þessa afstöðu Rússa tíundaði Vladimír Nikishin hershöfðingi í framsögu á NATO-þingnefndar- fundinum í gær. Nikishin er hátt- settur embættismaður í rússneska varnarmálaráðuneytinu. Röksemd- ir fyrir uppsetningu kerfisins rakti aftur á móti Robert Bell, einn for- stjóra SAIC, sem er bandarísk-fjöl- þjóðlegt fyrirtæki sem NATO hefur falið að sjá um áætlanagerð til upp- byggingar eldflaugavarna fyrir hönd bandalagsins í Evrópu. Bell er jafnframt fyrrverandi aðstoðar- framkvæmdastjóri NATO. Bell lagði áherslu á að það væri fjarri lagi að eldflaugavarnir í Evrópu beindust gegn Rússlandi. Bandaríski búnaðurinn sem til stæði að koma upp í Póllandi og Tékklandi miðaði að því að gera bandaríska kerfinu kleift að skjóta niður langdrægar kjarnorkuflaug- ar sem Íranar kynnu að geta komið sér upp á næstu árum. Bell benti á að Rússar ættu sitt eigið eldflauga- varnakerfi sem þeir hefðu á síðustu árum fest umtalsvert fé í að upp- færa. Erfitt væri því að sjá hvers vegna þeir vildu neita evrópsku NATO-ríkjunum um að koma sér upp sambærilegum vörnum gegn þeirri ógn sem stafað getur frá meðal- og langdrægum eldflaug- um, sem borið geta kjarnorkuvopn, í höndum „skúrkaríkja“. Nikishin sagði Bandaríkjamenn ýkja fram úr hófi getu Írana til að ógna NATO-ríkjum hernaðarlega. Uppsetning eldflaugavarna í Póllandi og Tékklandi myndi hins vegar „gjaldfella fælingargildi rússneska kjarnorkueldflauga- kerfisins“. Deilt um eld- flaugavarnir Rússneskur hershöfðingi tíundaði rök Rússa gegn áformaðri uppsetningu bandarískra eldflaugavarna í Evrópu á NATO-þinginu í Laugardalshöll í gær. Breskur maður hefur verið ákærður fyrir að smita tvær ungar konur af HIV- veirunni. Lögreglan í Svíþjóð hefur greint frá þessu. Christer Merril Agget, 32 ára, stundaði óvarið kynlíf með stúlkunum tveimur vitandi að hann væri með HIV. Á árunum 2001 til 2006 stundaði hann líka óvarið kynlíf með fjórtán konum til viðbótar sem reyndust ekki smitaðar. Agget kynntist konun- um í gegnum netið. Í það minnsta sex kvennanna voru yngri en fimmtán ára þegar þær áttu samræði við manninn. Smitaði sænsk- ar konur af HIV Er rétt að Orkuveita Reykja- víkur taki þátt í fjárfestingum í orkugeiranum erlendis? Hefur þú farið á Alþjóðlega kvik- myndahátíð í Reykjavík?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.