Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 7. október 2007 — 272. tölublað — 7. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Bæklingur fylgir með inni í blaðinu í dag. HÚSAVÍK „Ég er með fjóra unglinga á heimilinu og þeir sitja núna saman við eldhúsborðið og spjalla. Ég man bara ekki eftir að það hafi gerst áður,“ segir María Guðmundsóttir í Heimabakaríinu á Húsavík. Rafmagnslaust varð á Húsavík og í nágrenni frá tíu í gærmorgun og fram eftir degi. Raflínum sló saman í slydduhríð og norðanátt. „Við vorum sem betur fer nýbúin að baka. Það var samt ýmislegt eftir, til dæmis átti eftir að fletja marsípan á þrjár kökur og þeyta svolítið af rjóma,“ segir María sem dró fram gömul tæki á borð við handþeytara og kökukefli. „Svo kveiktum við bara á kertum og skrifuðum hjá viðskiptavinum sem ætluðu að greiða með kortum,“ segir hún. „Ég sagði svo unglingunum að gráta ekki þótt þeir gætu ekki hlaðið símana sína. Nú hefðu þeir tækifæri til að kynnast því hvernig lífið var þegar ég var unglingur,“ segir María. „Sem betur fer var bræla á miðunum,“ segir Héðinn Jónasson, verkstjóri Fiskmarkaðarins á Húsavík, en í betri tíð hefði aflinn að líkindum orðið ónýtur í rafmagnsleysinu. - kdk Húsvíkingar og nærsveitungar hurfu til fyrri hátta í rafmagnsleysinu í gær: Brauðið selt við kertaljós BJARTVIÐRI - Í dag verða suðvestan 5-8 m/s norðvestan til, annars hæg breytileg átt. Skýjað með köflum á landinu norðvestanverðu, annars bjartviðri. Hiti 0-8 stig, svalast til landsins en mildast við ströndina. VEÐUR 4      NATO-ÞING Meðal ræðumanna á öðrum degi ársfundar Þingmannasam- bands Atlants- hafsbandalagsins í Laugardalshöll í gær voru rússneskur hershöfðingi og þrír ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra minnti í sinni ræðu á að öryggi alls NATO- svæðisins ætti að vera jafn vel tryggt. Þótt friðvænlegt væri nú á norðurjaðrinum mætti bandalagið ekki trassa að fylgjast með honum heldur ætti að vera fært um að mæta nýjum ógnum sem þar kunna að koma upp. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra talaði á fundi þeirrar nefndar sem hefur með borgara- legt öryggi að gera og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra á fundi vísinda- og tækninefndar þingsins. - aa / sjá síðu 6 Ársfundur NATO-þingsins: NATO trassi ekki norðrið BIKARINN Í FJÖRÐINN FH lagði Fjölni að velli í framlengdum bikarúrslitaleik í knattspyrnu í gær með tveimur mörkum gegn einu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu FH sem liðið verður bikarmeistari. Matthías Guðmundsson skoraði bæði mörk FH-inga en Gunnar Már Guðmundsson gerði mark Fjölnis. Á myndinni sést Daði Lárusson fyrirliði FH hampa bikarnum glæsta. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Vilja að Orkuveitan selji hlut sinn í REI Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að Orkuveitan dragi sig út úr Reykjavík Energy Invest og hyggjast ræða málið á fundi sínum á morgun. Hætt hefur verið við að bjóða völdum starfsmönnum REI og OR sérkjör á hlutabréfakaupum. HK komst áfram Handknattleikslið HK komst áfram í EHF- bikarnum í gær eftir sigur á Conversa- no. Markvörður Conversano hrækti á áhorfendur. ÍÞRÓTTIR 27 Guðni Ágústsson: Flokksmenn reiðir Birni Inga Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, segist hafa orðið var við mikla óánægju innan flokks síns með framgöngu Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa flokks- ins, við samruna REI og Geys- is Green Energy. „Fólk reiddist yfir þessum miklu kaupréttarsamning- um sem er nú sem betur fer búið að draga til baka,“ segir hann. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að hitta okkar sveitarstjórn- armenn á suðvesturhorninu strax eftir helgina og fara yfir þessi mál,“ segir Guðni. Hann reifar jafnframt þá hug- mynd að almenningur í þeim sveitarfélögum sem eiga Orkuveit- una ætti mögulega að fá sama rétt á kaupum í félaginu og starfsmenn REI og OR. STJÓRNMÁL Á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á morgun verður rædd tillaga um að Orkuveita Reykjavíkur (OR) selji hlut sinn í Reykjavík Energy Invest (REI). Borgarfulltrúarnir telja að opinbert fyrirtæki á borð við Orkuveituna eigi ekki að standa í gróðastarfsemi á samkeppnis - markaði og munu leita eftir samkomulagi við borgarstjóra um málið. Bjarni Ármannsson, stjórnar- formaður REI, segir áhuga á fyrir- tækinu mikinn og efast ekki um að kaupendur væru fyrir hlut Orkuveitunnar, færi svo að hún drægi sig úr verkefninu. Á fundinum á morgun verður líka rædd tillaga um að einhver þeirra taki sæti Hauks Leóssonar, í stjórn Orkuveitunnar. Haukur er núverandi formaður stjórnar Orkuveitunnar og situr þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúarnir vilja skipta honum út til að fyrirbyggja að upplýsingabrestur af því tagi sem þeir telja hafa orðið í aðdraganda þessa máls endurtaki sig. Þess ber að geta að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son situr nú þegar í stjórn Orku- veitunnar. Stjórn REI hefur rift gerðum samningum um kaup starfsmanna fyrirtækisins og valinna starfs - manna Orkuveitunnar á hlutum í REI og býðst þeim öllum að kaupa á sömu kjörum. - sh / sjá síðu 4 INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR „LISTIN ER VISST MÓTVÆGI VIÐ STÓRIÐJUNA.“ Ríkharður Valtingojer opnar nýtt listasetur á Stöðvarfirði. 16 Eiki blóðálfur Eiríkur Hauksson þykir sláandi líkur fígúrum í vinsælum tölvuleik á netinu. FÓLK 30 Fékk hjálp frá pabba Guðmundur Jónsson naut aðstoðar föður síns, hins 75 ára Jóns Helgasonar, á nýrri sólóplötu sinni. FÓLK 22 Á leiði Jónasar Fáklæddar yngismeyjar á leiði Jónasar Hallgríms- sonar prýða nýtt plötu- umslag Megasar. FÓLK 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.