Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 2
Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur óskiljanlegt að Orkuveita Reykjavíkur standi í útrás í gegnum fyrirtækið Reykjavik Energy Invest, REI. Félagið hvetur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að selja hlut Orkuveitunnar í REI. „Það er ekki Sjálfstæðisflokknum sæmandi að fulltrúar hans leiði opinber fyrirtæki út í fjárfest- ingarstarfsemi út um víða veröld,“ segir í ályktun frá stjórn Heimdallar. Ekki sæmandi að leiða útrás Alls bárust 82 tillögur í samkeppni um skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar frá 42 aðilum. Skipuð hefur verið nefnd um val á byggðamerkinu og er gert ráð fyrir að hún hittist á morgun og fari yfir tillögurnar með listfræðingi. Í viðtali við vestfirska fjölmiðil- inn Bæjarins besta segir Kristín Völundardóttir, formaður nefndar- innar, þó óvíst hvort hægt verði að skera úr um úrslitin þá. Óskað var eftir því að merkið hefði augljósa skírskotun til eins eða fleiri af eftirtöldum atriðum í tengslum við svæðið: landslags, sögu, menn- ingar, dýralífs, flóru og atvinnulífs. Á níunda tug tillagna bárust Ellý, þarf einhverja galdraþulu í þetta starf? Skemmtibáturinn Harpa, sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi í september 2005, verður ekki boðinn upp á næsta laugardag þrátt fyrir auglýsingu þess efnis í dagblöðum í gær. Þetta fullyrðir Jóhannes Rúnar Jóhanns- son lögmaður aðstandenda þeirra sem létust í slysinu. „Það er alveg á hreinu,“ segir hann. Jónas seldi bátinn úr landi í fyrra og er hann ekki enn kominn í leitirnar. Jónas hefur verið kærður fyrir skilasvik fyrir að selja bátinn og rannsakar lögregla nú málið. Hörð- ur Jóhannesson aðstoðarlögreglu- stjóri segir bátsins leitað. Að sögn Jóhannesar er hann talinn vera í Noregi. Hörpu leitað en auglýst á upp- boð á laugardag „Það er hópur með í skoðun hvort byrja eigi að bólusetja við veirunni sem veldur leghálskrabbameini,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir. Hann segir niðurstaðna að vænta á næstunni. Veiran, sem kölluð er HPV, veldur kynfæravörtum, einum algengasta kynsjúkdóma heims. Tilfellum veirusýkingarinnar hefur fjölgað mikið á undanförnum árum, sérstaklega meðal 15 til 19 ára ungmenna og er talið að um helmingur íslenskra kvenna smit- ist af veirunni fyrir 25 ára aldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur vakið athygli á þörf fyrir bólusetningu gegn veirunni, ríki í Banda- ríkjunum hafa þegar gert þær lögbundnar og í gær greindi danska blaðið Politiken frá því að heil- brigðisyfirvöld þar í landi hefðu tekið ákvörðun um að tólf ára stúlkur yrðu framvegis bólusettar gegn veirunni. Frumubreytingar í leghálsi og leghálskrabbamein geta komið fyrst fram mörgum áratugum eftir smit. Eftir að skipulögð leit var hafin að leghálskrabbameini fyrir fjörutíu árum hefur dauðsföllum vegna þessa krabbameins fækkað mjög. Þórólfur segir kosti og galla þessara bólusetninga í vandlegri skoðun. Taka verði tillit til þess að bóluefnin sem nú eru í boði vinna aðeins gegn um 70 prósentum veira sem valda sýkingunni og því yrði starf Leitarstöðvarinnar enn nauðsynlegt þótt bólusetning yrði hafin. Kostir nýrrar bólusetningar kannaðir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ætlar að kalla forsvarsmenn lífeyrissjóðanna á sinn fund í vikunni og fara yfir stöðu öryrkja gagnvart sjóðunum. „Ég lít þessi mál alvarlegum augum og tel brýnt að fá niður- stöðu,“ segir Jóhanna. Í ræðu á aðalfundi Öryrkja- bandalagsins í gær sagði Jóhanna að þótt hún gerði sér grein fyrir því að staða ýmissa lífeyrissjóða sem boðuðu skerðingu væri erfið vegna mikilla örorkugreiðslna, væri nauðsynlegt að leysa málið með öðrum hætti en að skerða líf- eyrisgreiðslur um það bil 1.700 öryrkja um allt að 70 þúsund krón- ur á mánuði. Öryrkjabandalagið hefur falið lögmanni sínum, Ragnari Aðalsteinssyni, að höfða mál gegn lífeyrissjóðunum. „Látið verður reyna á réttarstöðu öryrkja sem eru lífeyrisþegar hjá þeim lífeyr- issjóðum sem hafa ákveðið að skerða þann lífeyri sem öryrkj- arnir hafa haft undanfarin ár og áratugi,“ segir Ragnar en áætlað er málið verði þingfest fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur á fimmtu- daginn. Á aðalfundi Öryrkjabandalags- ins í gær fagnaði Sigursteinn Más- son, formaður bandalagsins, yfir- lýstri stefnu stjórnvalda um umbætur í velferðarkerfinu. Lagði hann áherslu á að eitt nýtt almanna- tryggingakerfi yrði skipulagt og hafnaði hugmyndum Alþýðusam- bands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) um sérstakt tryggingakerfi fyrir öryrkja. Jóhanna segir fagnaðarefni að ASÍ og SA komi með svo kröftug- um hætti inn í umræðuna um eflingu starfsendurhæfingar en minnir á að slíkar veigamiklar breytingar verði að ræða á opin- berum vettvangi þar sem raddir allra hagsmunahópa fái að heyr- ast. Nefnd á vegum forsætisráðu- neytisins fjallar nú um málið og eru tillögur ASÍ og SA til athugun- ar þar. Samhliða er í félagsmála- ráðuneytinu hafinn undirbúningur að breytingu á almannatrygginga- löggjöfinni og er von á fyrstu til- lögum verkefnisstjórnar 1. desem- ber. Vonast Jóhanna til að hægt verði að koma þeim í framkvæmd á næsta ári. „Að mínu viti felst í því hrópandi óréttlæti að hluta þess hóps sem sýnir fyrirhyggju á yngri árum og leggur fyrir með frjálsum sparnaði í lífeyrissjóð, sé refsað með skerðingum á lífeyri þegar kemur að því að nýta sparn- aðinn,“ sagði Jóhanna í ræðu sinni. Fulltrúar lífeyrissjóða kallaðir til ráðherra Félagsmálaráðherra ætlar að ræða við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna um fyrir- hugaða skerðingu á lífeyrisgreiðslum öryrkja. Stefnt er að þingfestingu dóms- máls Öryrkjabandalagsins gegn sjóðunum vegna skerðinganna á fimmtudag. Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær rúmlega þrjú hundruð mótmælendur sem reyndu að leggja undir sig hús sem þeir vilja að komi í stað Ungdómshússins sem stóð á Norðurbrú en var rifið í vor. Lögregla áætlar að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum að þessu sinni en mótmæl- endur halda því fram að þeir hafi verið helmingi fleiri. Skemmst er að minnast þeirra miklu óláta sem brutust út í mars þegar ákveðið var að rífa Ung- dómshúsið. Hópur fólks sem kallar sig G-13 stóð fyrir mótmælunum í gær og gerði kröfu um að fá auð hús sem standa við Grøndalsvænge Allé í norðvestur- hluta Kaupmannahafnar. Mótmælin voru auglýst á heimsíðu hópsins með nokkrum fyrirvara og áttu að fara friðsamlega fram. Tólf göngur fóru á stað frá stöðum víðs vegar um borgina í átt að húsnæðinu sem átti að koma í staðinn fyrir Ungdómshúsið. Þegar þangað var komið brutust út átök milli mótmælanda og lög- reglu. Von er á ævisögu Guðna Ágústssonar, formanns framsókn- arflokksins, í næsta mánuði. Í bókinni segir Guðni meðal annars frá samskiptum sínum við Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formann flokksins „og dregur ekkert undan í þeim lýsingum,“ að sögn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, höfundar bókarinnar. Sigmundur segir Guðna hafa leitað til sín með verkefnið. „Ég gat svo ekki sleppt því að skrifa bók um jafn skemmtilegan mann,“ segir Sigmundur. Ýmsar óbirtar heimildir um Guðna verða birtar í bókinni auk þess sem einkalífi þingmannsins verða gerð skil. Opinskátt upp- gjör við Halldór Jón Snædal öldrunarlæknir var í gær kosinn forseti Alþjóða- samtaka lækna á fundi í Kaupmanna- höfn. Jón er 58. forseti samtak- anna og fyrsti Íslendingurinn til að gegna starfinu. Jón hefur verið varaformaður Læknafélags Íslands, formaður norræna læknaráðsins sem og formaður siðanefndar Alþjóða- samtaka lækna. Jón verður for- seti læknanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.