Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 74
F yrir fimm árum útnefndi Forbes-tímaritið söng- konuna Britney Spears valdamestu manneskj- una í afþreyingariðnað- inum. Og ekki að undra. Fyrstu fjórar sólóskífurnar höfðu rokið út og nafn hennar og andlit voru greypt í öll helstu dagblöð og tíma- rit. Velgengnin var lygileg. Og sú Britney-bylgja sem ungstirnið hratt af stað var af þeirri stærðar- gráðu sem aðeins stjörnur á borð við Madonna, Michael Jackson og Wham höfðu áður ýtt úr vör. Hversu vel sem fólki líkar við tónlist hennar er það óumdeilan- legt að stúlkan er undrabarn. Aðstæður hafa hins vegar hagað því þannig að í dag er nafn hennar ekki tengt yfirburðahæfileikum heldur yfirburðaáföllum, jafnt í einkalífinu sem og með nýjustu frammistöðunni. Hún er þó ekki fyrsta undrabarnið til að „djamma“ frá sér ferilinn því sjálfur Amadeus Mozart lifði um efni fram og málaði sig út í horn. Britney Spears, fædd 2. desember 1982, er smábæjarstelpa. Fjöl- skyldan fluttist úr litlum bæ til annars enn minni, Kentwood, þegar Britney var ung að árum. Helsta stolt bæjarins, fyrir utan Britney að sjálfsögðu, er heilsu- samlegt vatn bæjarins sem og mjólkurvörur þess. Eins og títt er um amerískar stjörnur í dag voru það foreldrar Britney sem eygðu stjörnu í afkvæminu og komu henni í áheyrnarprufu. Þá hafði hún bæði sýnt mikla hæfileika í fimleikum sem og í tónlist og aðeins átta ára gamalli var henni skutlað í áheyrn- arprufu fyrir nýjan sjónvarpsþátt Disney-sjónvarpsstöðvarinnar, The New Mickey Mouse Club. Framleiðendur þáttarins sáu á augabragði að þarna var stjarna á ferð en voru engu að síður með það á hreinu að Britney væri enn of ung. Þremur árum síðar, eftir feril í auglýsingum og skólasöng- leikjum, reyndi hún aftur og fékk inngöngu í þáttinn. Árið 1998 kom Britney sér á heim- skortið og straumhvörf urðu í lífi Britney. Ofursmellurinn ...Baby One More Time tröllreið útvarps- stöðvum og það sem öllu áhrifa- meira var: sjónvarpsstöðvum. Þar birtist söngkonan og var gerð þannig úr garði að vera tælandi en saklaus í senn enda var hún aðeins 16 ára gömul og því urðu ímynd- arsmiðirnir að halda aftur sér við að gera út á kynþokkann. Í kaþ- ólskum skólabúningi varð Britney umsvifalaust helsta fyrirmynd táningsstúlkna og söngkonan lét heimsbyggðina vita að þrátt fyrir tælandi yfirbragð hennar væri meydómur hennar vandlega geymdur, hún hefði í heiðri sið- ferðisleg gildi bandarísks þjóðfé- lags og yrði þegar fram liði trú og trygglynd eiginkona. Togstreitan næstu árin var oft mikil í ljósi þess að um leið og hún ætlaði að viðhalda ímynd sinni sem heiðvirð og góð stúlka var það hennar atvinna að daðra við og stríða heimsbyggðinni sem hálfgerð Lolíta. ...Baby One More Time olli meiri straumhvörfum í popptón- list en marga grunar og er það álitið eitt af 25 bestu popplögum allra tíma hjá tónlistartímaritinu Rolling Stone. Plata með sama nafni rauk rakleiðis í efsta sæti Billboard-listans og seldist hún í yfir tuttugu og fimm milljónum eintaka. Britney, samviskusöm og metn- aðarfull, fylgdi velgengni fyrstu plötunnar vel eftir og herjaði á markaðinn næstu árin af stakri list. Næstu tvær plötur, Oops!... I Did it Again og Britney, seldust síður minna en sú fyrsta og þótt enginn hafi búist við því að fjórða sólóplatan myndi halda áfram að selja tónlistarafurðir söngkonun- ar seldist hún afspyrnuvel og er slíkt afar fátítt – að fjórða plata listamanna nái að halda dampi í sölu. Dægurlagatextar Britney vísuðu í byrjun oft mikið til þess í hvern- ig aðstöðu hún var. Þannig impruðu þeir á því að hún væri að leita að ástinni, væri samt bara stúlka en ekki kona og hygðist geyma meyjarblómið handa hinum útvalda. Sá reyndist vera Justin Timberlake. Britney og Justin kynntust í Mikka-mús klúbbnum og á tónleikaferðalagi N´Sync þegar hún hitaði upp fyrir sveitina á upphafsárum ferils sín. Britney og Justin elskuðu hvort annað og aðdáendur og fjölmiðlar elskuðu þau. Fréttaflutningur af lífi Britney var á þeim tíma afar jákvæður og virtist svo vera sem fjölmiðlar nærðust á því að draga upp jákvæðar fréttir af henni og gerðu út á þær. Britney fékk þar góða hjálp þeirra við jákvæða ímyndarsköpun sem var svo kúvending á því þegar sambandi hennar og Justins lauk. Það var árið 2002 og hafa fá sambandsslit fengið jafn mikla umfjöllun, að undanskildum kannski Karli og Díönu. Enda var aðdáendum kippt all rækilega úr dagdraumum um draumabrúð- kaupið sem hlaut að verða von bráðar. Justin hefur sjálfur sagt að ástæða þess að sambandinu lauk hafi verið trúnaðarbrestur þar sem Britney á að hafa sængað hjá öðrum. Hvað svo sem gerðist er víst að sú ástarsorg sem Britney lenti í þar varð að öllum líkindum formálinn að þeirri harmsögu sem fólk hefur orðið vitni að und- anfarna daga. Undarlegar ákvarð- anir í einkalífinu og hjónabandið með Jason Alexander í Las Vegas 2004 gaf til kynna að Britney ætl- aði sér ekki lengur að vera til á pappírunum sem saklausa Suður- ríkjamærin og upphófst lífsstíll sem var fjarri þeirri prúðu stúlku sem heimsbyggðin þekkti áður. En Britney hafði lifað í vernduð- um heimi. Að stíga fram í dags- ljósið sem fullvaxta og sjálfstæð kona var ekkert grín og leitaði hún ásjár í örmum dansarans Kevin Federline. Eftir aðeins fjögurra mánaða kynni trúlofuðu þau sig og Britney taldi sig vera að uppfylla sinn æðsta draum; að finna ástina og verða móðir. Aðdáendur höfðu illan bifur á eiginmanninum, fussuðu og svei- uðu á spjallrásum og heimasíðum og vöruðu hana við Federline, sannfærðir um að hann ætlaði að nýta sér frægð hennar til að koma sjálfum sér á framfæri. K-Fed, eins og hann var jafnan kallaður, var líkt við snák í Paradís sem hreiðrað hefði um sig í aldingarð- inum og biði þess eins að opna skoltinn fyrir allsnægtunum. Samband þeirra var skrautlegt í meira lagi og líktu margir þeim við suðurrískt hjólhýsahyski. Fjölmiðlar drógu upp svarta mynd af heimilishaldinu í Bever- ly Hills og ekki skánaði ástandið þegar fluttar voru fréttir af djammlíferni Federline í Las Vegas og víðar á meðan Britney bar barn undir belti. Ávextir sam- bandsins urðu þó tveir heilsu- hraustir drengir. Þrátt fyrir háværar yfirlýsing- ar um að allt væri í himnalagi komu fregnir um skilnað þeirra í nóvember á síðasta ári sennilega fáum á óvart. En hvað framhaldið bar sér í skauti var sennilega eitt- hvað sem enginn gat séð fyrir. Á einu ári tókst henni hið óút- reiknanlega: að leggja feril sinn í rúst, feril sem byggður hafði verið upp á mettíma. Flestir reiknuðu með að fyrst Britney hafði losað sig við sníkju- dýrið Federline myndi hún senn blása lífi í feril sinn á ný. En svo reyndist ekki vera. Pap- arazzi-ljósmyndarar náðu mynd- um af henni í slagtogi við víð- frægar djammdrottningar á borð við Paris Hilton og Lindsay Lohan, oftar en ekki án nær- klæða. Fjölmiðlar drógu athygli almenning að meintri vanhæfni hennar sem móður og ekki skán- aði ástandið þegar sögusagnir fóru á kreik um frjáls- legt viðhorf gagn- vart kynferðis- málum og eiturlyfjaneyslu og vafasamt andlegt ástand. Sög- Sagan af Britney Spears hefur síðustu misserin farið að líkjast ljótri sirkussýningu þar sem almenn- ingur hlær að konunni með skeggið eða manninum með vatnshöfuðið. Á meðan almenningur skemmtir sér yfir falli einnar stærstu núlifandi stjörnu popp- geirans reyna fjölmiðlar að rýna inn í hvað stjarnan er að hugsa. Júlía Margrét Alexandersdóttir fór yfir feril Britney Spears. Sigrar og sorgir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.