Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 76
Það er víst kominn tími til að sætta sig við það að haustið er komið, og vel það. Það hefur varla sést til sólar síðan ein- hvern tímann í ágúst og september hefur aldrei mælst eins úrkomusamur. Og já, áður en lengra er haldið þá veit ég að það er mjög klisjukennt að tala um árstíðirnar og veðrið og að nú er ég steríótýpu- Íslendingur eins og þeir gerast verstir. Það er nú samt bara þannig að þetta veður hefur heilmikil áhrif á allt okkar líf og þess vegna eru umræður um það ósköp eðlilegar. Nú er til dæmis kominn október, sem þýðir að hálf þjóðin leggst í kvef – vegna veðurs. Ég er ein af þeim. Síðasta vetur bjó ég í aðeins hlýrra landi og fékk aldrei svo mikið sem hósta eða hnerra. Svo er ekki einu sinni kominn vetur hérna og maður er samt strax orðinn veikur. Haustið hefur þó líka kosti. Eftir sumarfríið finnst manni yfirleitt ágætt að komast aftur í rútínur, gamlar eða nýjar. Hjá mér, eins og fleirum, fylgir það oft haustinu að gera plön. Oft á tíðum eru það óraun- hæf plön sem ég veit innst inni að ég á aldrei eftir að standa við. En ég held samt alltaf í vonina og þykist ætla að byrja í næstu viku. Í vetur var planið til dæmis að taka daginn snemma og fara í líkamsrækt á morgnana. Nú er kominn október og ég hef ekki enn farið – ég hef ekki einu sinni keypt mér kort til þess að geta farið. Hvað þá að ég hafi vakn- að svo snemma að það væri einu sinni möguleiki í stöðunni. Ég ætlaði líka að eyða peningum í skynsamlegri hluti en að borða úti í hverju hádegi – það skyldi vera smurt nesti! Svo ætlaði ég auðvitað að vera mjög umhverfisvæn (og sparsöm) og hjóla eða taka strætó. Og þetta er bara brot af plönunum mínum, sem bíða þess enn að verða að veruleika. En ég hef fundið lausn. Ég er farin til útlanda til að komast í betra veður og losna við kvefið. Þá verður auðveldara að takast á við kuldann og myrkið sem er fram undan. Svo byrja ég auðvitað á þessu öllu í næstu viku ... Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . V SMS LEIKUR 9. HVER VINNUR! SENDU SMS JA GLF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! Frumsýnd 12. október Dane Cook Jessica Alba Dan Fogler
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.