Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 12
„Mig langaði alltaf að falla í hópinn en krakkarnir viðurkenndu mig aldrei. Þess vegna ákvað ég að einn daginn skyldi ég sýna þeim hvað í mér býr.“ „Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er 10. október næst- komandi. Ár hvert er mismunandi þema og í fyrra var helsta áherslan á varnir gegn sjálfsvígum. Í ár er það aðlög- un menningarheima á Íslandi og áskorunin sem því fylgir,“ segir Einar G. Kvaran, upplýsingafulltrúi Geðhjálpar. Samtökin standa fyrir heilmikilli dagskrá í Perlunni í dag klukkan 15.30. „Við fylgjum þemanu í dagskrárvinnunni og erum í miklu samstarfi við Alþjóðahúsið og þaðan koma þrjú atriði á dagskránni í dag.“ Einar segir alþjóðlegar kannanir sýna að fólk sem tekur sig upp og sest að á nýjum stað eigi oft erfitt með að aðlag- ast og leita sér hjálpar og tjá sig. Þessi hópur á því oft erfitt með að ræða um geðsjúkdóma. „Tölulegar upplýsingar um þetta hérlendis eru ekki til. Enda séríslenskt að fólk á besta aldri geti komið hingað og farið beint í vinnu en þannig hefur það því betri forsendur til aðlögunar. Samt sem áður er það áskorun að leyfa röddum allra að hljóma þannig að öllum líði vel,“ segir Einar og bætir við að þetta sé bæði áskorun fyrir innflytjendur og innfædda. Í tilefni dagsins hefur Geðhjálp látið prenta fyrsta geðorð- ið af geðorðunum tíu á boli sem verður dreift í Perlunni í dag. Í gær fékk síðan Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra 63 boli sem hann mun dreifa til þingmanna Al- þingis. „Hugmyndin er að láta prenta eitt geðorð á boli á ári. Þannig vekjum við áhuga á deginum og kynnum hann. Svo eru ákveðin mál sem eru helstu baráttumálin varðandi geð- heilbrigði á landinu sem við ætlum að leggja áherslu á í kjöl- farið,“ segir Einar og tekur dæmi: „Það er að vinna gegn for- dómum, bæta aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem það er af skornum skammti, og í þriðja lagi að auka forvarnir gagnvart geðsjúkdómum, sem felst í fræðslu og kynningu.“ Einar hvetur alla til að mæta á skemmtidagskrána í Perl- unni í dag „Það eru margir sem hafa átt við þessi veikindi að stríða þannig að ég held að flestir þekki einhvern sem hefur glímt við þetta ef ekki þeir sjálfir. Síðan er geðheilbrigði eitthvað sem skiptir alla máli,“ segir Einar og tekur fram að þetta sé geðheilbrigðisdagur en ekki geðveikisdagur. Ásamt dagskránni í Perlunni verður geðhlaup klukkan 11 og í framhaldi af því er geðsund í Nauthólsvík og kostar skráningin þúsund krónur. „Á miðvikudaginn verður síðan ráðstefna sem byrjar klukkan 14 þar sem farið verður faglega yfir geðheilbrigð- ismál en um kvöldið klukkan 20 verður minningarguðsþjón- usta í Hallgrímskirkju fyrir fórnarlömb sjálfsvíga og þeirra sem hafa átt um sárt að binda vegna þeirra. Í kjölfarið á því verður gengið niður að tjörn þar sem kertum verður fleytt í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi,“ bætir Einar við og vonast eftir að sjá sem flesta á viðburðunum sem tengjast geðheilbrigðisdeginum. Arnold nær kjöriElskuleg móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, Kristjana Sigurðardóttir áður til heimilis að Arahólum 4, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 8. október nk. kl. 13.00. Elísabet Kristinsdóttir Guðmundur Sveinsson Sigríður Sigurðardóttir Jóhann Vilbergsson Reynir Sigurðsson Sigríður Bragadóttir Hlín Sigurðardóttir Gísli Jónsson Júlíana Sigurðardóttir Hannes Pétursson barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnlaugur Arnórsson fyrrverandi aðalendurskoðandi Seðlabanka Íslands, Bakkavör 11, Seltjarnarnesi, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 26. septem- ber. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. október kl. 13. Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minn- ast hins látna er bent á líknarfélög. Sofía Thorarensen Eiður Th. Gunnlaugsson Örn Gunnlaugsson Heiðrún Bjarnadóttir Sunna Gunnlaugsdóttir Scott McLemore barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Gíslason, fyrrv. bóndi Geirshlíð, Dalabyggð, Dalseli 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum hinn 3. október. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 12. október kl. 13.00. Guðný Jónasdóttir Geir Guðmundsson Margrét Guðmundsdóttir Gísli Guðmundsson Sara Vilbergsdóttir Sigurdís Guðmundsdóttir Eyjólfur Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug, styrk og stuðning við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, dóttur, systur ,mágkonu, tengda- dóttur og barnabarns, Ingerar TÖRU Löve Ómarsdóttur Hjallahlíð 29, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir sendum við stjórnendum EJS og Leikskólanum Huldubergi, Mosfellsbæ. Vignir Steindórsson Gréta Guðný Snorradóttir Vignir Ómar Vignisson Ómar Másson Þóra Löve Sigrún Helga Löve Rud Svein Erik Rud Þórhildur Löve Guðlaug Elíasdóttir Sigurjón H. Valdimarsson Steindór Gunnarsson Þorbjörg Gísladóttir Helga Guðbrandsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa, langafa og vinar, Guðbjarts Guðmundssonar Árskógum 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahlynn- ingar Landspítala og líknardeildar Landspítala á Landakoti fyrir kærleiksríka ummönnun. Linda Guðbjartsdóttir Magnús Ársælsson Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir Erlendur Magnússon Pétur Guðbjartsson Birna Margrét Guðjónsdóttir Jónína Guðbjartsdóttir Kolbeinn Ágústsson barnabörn og barnabarnabörn. Anna Kristín Linnet. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar, systur, mágkonu og barnabarns, Eddu Sigrúnar Jónsdóttur Álftamýri 8, Rvk. Sérstakar þakkir til starfsfólks og fyrrum samnemenda í Kvennaskólanum í Reykjavík, einnig til starfsfólks leikskólans Hofs fyrir ómetanlega aðstoð sem vart á sér hliðstæðu. Anna Reynisdóttir Jón Baldvin Sveinsson Halldór Jónsson Helena H. Júlíusdóttir Guðbjörg R. Jónsdóttir Brynjar Ingason Sigurður R. Jónsson Svala Hilmarsdóttir Kristinn S. Jónsson Hólmfríður E. Gunnarsdóttir Kjartan V. Jónsson Olga B. Bjarnadóttir Svandís E. Jónsdóttir Ólafur Þráinsson Hrefna V. Jónsdóttir Tómas Rúnarsson Anna Sigurjónsdóttir Kristján Ólafsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erla Kristjánsdóttir hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður til heimilis að Einholti 7, Reykjavík, sem lést 1. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Skógarbæjar. Guðrún Gunnarsdóttir Eyvör Gunnarsdóttir Björgvin R. Leifsson Hreinn Gunnarsson Benjamín Gunnarsson Dagbjört Þórhallsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, sonur, bróðir, mágur og barnabarn, Guðjón Björgvin Guðmundsson, Vesturhólum 17, Reykjavík lést sunnudaginn 23. september. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krýsuvíkursamtökin, banki 545 26 991 og kt. 560991 1189 Eva Lind Guðjónsdóttir Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir Guðmundur Guðjónsson Ásthildur Guðmundsdóttir Stephan Huber Brynjar Karl Guðmundsson Bryndís Guðmundsdóttir Guðjón Björgvin Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.