Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 19
fasteignir 8. OKTÓBER 2007 Fallegt endaraðhús að Brekku- tanga 26 í Mosfellsbæ er til sölu hjá fasteignasölunni Kletti. H úsið er byggt 1977. Það er á tveimur hæðum ásamt kjallara sem í er sérstök íbúð. Bílskúr fylgir, byggður 1979. Alls er stærð eignar 254,1 fm og þar af er bílskúrinn 26 fm. Mögu- leiki er að gera sérinngang í kjall- ara og loka á milli hæða. Á neðri hæð eru forstofa, gesta- salerni, hol, stofa, borðstofa og eldhús og á efri hæðinni fjög- ur góð svefnherbergi og baðher- bergi. Í kjallara er hol, eldhús og búr. Einnig stofa og stórt svefn- herbergi sem hægt er að skipta í tvö. Undir bílskúrnum er glugga- laus geymsla þar sem gert var ráð fyrir gryfju. Í dag er hún lokuð. Svo innviðum og útliti sé lýst þá eru stofa og borðstofa með park- eti á gólfum, sömuleiðis eldhús- ið. Gengið er úr stofunni niður á pall og út í garð. Upp á efri hæð- ina liggur fallegur viðarstigi og stór gluggi nær á milli hæða. Í herbergjunum á efri hæð eru skápar úr hnotu. Tvö þeirra eru parketlögð og tvö með dúk á gólf- um. Úr hjónaherbergi er gengið út á svalir. Baðherbergi er með inn- réttingu, baðkari og sturtuklefa. Dúkur er á gólfi og veggjum. Frá holinu á neðri hæð er geng- ið í þvottahús og einnig út á sval- ir yfir bílskúrnum sem að hluta til eru undir þaki. Þaðan er útsýni til Esju og Úlfarsfells. Umhverfis húsið er gróinn garður með skjól- vegg og litlum kofa sem er notað- ur sem geymsla. Bílaplan er stórt og hellulagt og tröppur utanhúss eru flísalagðar. Útsýni til Esju og Úlfarsfells Stórt hellulagt bílaplan er við Brekkutanga 26. HRINGDU NÚNA 699 6165 Bóas Sölufulltrúi 699 6165 boas@remax.is Gunnar Sölufulltrúi 899 0800 go@remax.is Stefán Páll Löggiltur Fasteignasali ATHVIÐ SELJUM ALLA DAGA ! Þjónusta ofar öllu Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. F í t o n / S Í A SAMANBURÐUR Á LÁNUM MYNTKÖRFULÁN *** BLANDAÐ LÁN ** ÍBÚÐARLÁN LÁNSUPPHÆÐ 20.000.000 20.000.000 20.000.000 VEXTIR 3,9% * 4,9% * 5,95% GREIÐSLUBYRÐI**** 64.700 106.600 109.500 * M.v. 1. mánaða Libor vexti 24.07.2007. ** 50% íbúðarlán/50% erlent lán í CHF og JPY. *** Vextir á erlendri myntkörfu ráðast af veðsetningu og myntsamsetningu og eru á bilinu 3,2% til 4,3% m.v. myntkörfu 4. **** Mánaðarlegar afborganir fyrsta árið, lánstími 40 ár, einungis greiddir vextir af myntkörfuláninu fyrstu þrjú árin, án verðbóta eða gengisbreytinga. Reiknaðu út hvernig greiðslubyrði þín lækkar á www.frjalsi.is eða hafðu samband í síma 540 5000.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.