Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 16
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab-
ladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Í fyrsta sinn í níutíu ára sögu Læknafé-
lags Íslands situr kona í formannsstóln-
um. Birna Jónsdóttir er þó ekki ókunn
starfi samtakanna enda hefur hún
starfað þar í sex ár sem gjaldkeri. „Ég
hef alltaf haft áhuga á félagsmálum og
stjórnun,“ segir Birna sem bæði sat í
stjórn í menntaskóla og í stúdentaráði
í háskóla. „Ég hef á síðustu sex árum
séð þau verkefni sem koma inn á borð
hjá stéttarfélagi eins og læknafélag-
inu en þau mál ganga sum hver árum
saman. Því dýpra sem maður sekkur í
málin því athyglisverðari verða þau,“
segir Birna og bætir við að það gleðji
sig mjög að félagar hennar í Lækna-
félaginu treysti henni sem talsmanni
sínum.
Birna er röntgenlæknir og hefur
í fimmtán ár rekið, ásamt fleirum,
fyrirtækið Röntgen Domus Medica.
Hún hefur mjög ákveðnar skoðanir á
því hvernig hægt sé að bæta aðstæður í
heilbrigðiskerfinu. „Það ætti að vera til
annar valkostur við rekstur hins opin-
bera í heilbrigðiskerfinu,“ segir Birna
með áherslu og telur að sérstaklega eftir
að sjúkrahúsin á höfuðborgarsvæðinu
voru sameinuð ætti að vera til sjúkra-
húsrekstur sem sé í höndum annarra
en hins opinbera til mótvægis við opin-
beran rekstur. „Mér finnst mjög slæmt
að hafa einokun í einhverjum rekstri,“
segir Birna. Máli sínu til stuðnings
nefnir hún Háskólann í Reykjavík sem
hafi örvað Háskóla Íslands, þá hafi
Fréttablaðið örvað Morgunblaðið líkt
og Stöð 2 Ríkissjónvarpið.
„Heilbrigðismál eru vandasöm og
flókin og það er bæði betra að vera
sjúklingur sem hefur valkost og starfs-
maður.“
Birna tekur þó skýrt fram að hún vilji
áfram hafa almannatryggingakerfið en
að tryggingarnar eigi að gefa kost á því
að kaupa þjónustu af fleirum en ríkinu.
„Mér finnst afskaplega slæmt þegar
eitt ráðuneyti, eins og heilbrigðisráðu-
neytið, á að ákveða hvaða þjónustu
eigi að veita, framkvæmi hana sjálft
og fylgist svo með sjálfu sér hvernig
gengur,“ segir Birna sem er fullviss
þess að margir aðrir læknar séu á sama
máli og hún sjálf.
Birna hefur ákveðið að gera for-
mannsstarfið að sínu aðalstarfi og mun
því draga úr vinnu hjá Röntgen Domus
Medica. Hún mun þó reyna að sinna
sínum hugðarefnum í frístundum sem
eru hannyrðir og bókalestur en hún
segist forfallinn lestrarhestur. Þetta
þykir henni best að stunda í sumar-
bústaðnum, þá oft umvafin fjölskyldu
sinni sem er æði stór en Birna á fimm
börn og átta barnabörn.
AFMÆLI
„Það er sjaldgæft að allt
gangi að óskum á sama
tíma í lífinu.“
Framtíðarsýn Háskólaseturs Vestfjarða verður kynnt í dag í
Vestra-Húsinu á Ísafirði. Markmiðið er að verða Háskóli hafs-
ins, að sögn Mörthu L. Marthensdóttur, þjónustu- og kennslu-
stjóra, sem segir staðbundið meistaranám verða í boði. Hún
segir einnig að þegar hafi verið mótuð námsleið í haf- og
strandsvæðastjórnun í samvinnu við Háskólann á Akureyri
sem eigi að fara af stað
haustið 2008.
Fleiri slíkar náms-
leiðir séu í undirbún-
ingi og frumgreinanám
hefjist í háskólasetrinu
í janúar 2008.
Kynningin er öllum
opin og hefst klukkan
15.30. Léttar veitingar
verða í boði að henni
lokinni.
Háskóli hafsins
Björgunarskóli Landsbjarg-
ar átti þrítugsafmæli fyrir
skemmstu og hélt upp á það
með því að taka nýtt skrán-
ingakerfi í notkun og kaupa
fjarfundabúnað. Skólinn
hefur haldið uppi öflugu
fræðslustarfi fyrir félaga í
samtökunum og aðra lands-
menn. Á hverju ári eru
haldin um 180 námskeið um
allt land og er fjöldi þátt-
takenda um 3.500 manns ár
hvert.
Björgunarskóli þrítugur
Mönnum rænt á Breiðafirði
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristjana Sigurðardóttir
áður til heimilis að Arahólum 4,
verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju
mánudaginn 8. október nk. kl. 13.00.
Elísabet Kristinsdóttir Guðmundur Sveinsson
Sigríður Sigurðardóttir Jóhann Vilbergsson
Reynir Sigurðsson Sigríður Bragadóttir
Hlín Sigurðardóttir Gísli Jónsson
Júlíana Sigurðardóttir Hannes Pétursson
barnabörn og langömmubörn.
25 ára afmæli
Þorvaldur Heiðar
Guðmundsson
25 ára.
Sæl öll, vinir og vandamenn! Ég á 25 ára
afmæli í dag. Ég ákvað að sleppa veisluhöld-
um þar sem ég er bara fátækur námsmaður
en endilega sláið samt á þráðinn til mín og
kastið á mig kveðju í síma: 695-4267. Plís!!
Útför elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa, langafa, langalangafa,
bróður og mágs,
Sigurðar Jónssonar
Hjallabraut 33, Hafnarfirði
áður Flókagötu 16a, Reykjavík,
verður gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi, miðvikudag-
inn 10. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamleg-
ast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Barnaspítala Hringsins eða Krabbameinsfélagið.
Helga Sigríður Ólafsdóttir
Jón Ólafur Sigurðsson Ragnheiður Þórðardóttir
Guðný Sjöfn Sigurðardóttir
Þórarinn Sigurðsson
Sigurður Þór Jónsson Erla Sigfúsdóttir
Guðni Jónsson Elín Jóhannesdóttir
Bjarki Már Jónsson Birgitta Sif Jónsdóttir
Ingólfur Freyr Þórarinsson
Hannes Berg Þórarinsson
Svanhildur Jónsdóttir Svane Gunnar O. Svane
langafabörn og langalangafabarn.