Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 40
Ennþá TENNIS Í VETUR Skráning og upplýsingar 17.900 kr. Tennis er skemmtileg hreyfing. Enska úrvalsdeildin Spænska deildin Ítalska deildin Er kominn með mitt eigið stuðningsmannalag Lewis Hamilton hjá McLaren féll úr leik í Kínakapp- akstrinum í gær og missti því af tækifæri til að tryggja sér titilinn. Því munu úrslitin í stigakeppni ökuþóra ekki ráðast fyrr en í loka- keppninni í Brasilíukappakstrin- um 21. október næstkomandi. Kimi Räikkönen hjá Ferrari vann í Kína og er enn með í baráttunni, sem og Fernando Alonso, liðsfélagi Hamilton hjá McLaren, sem varð annar í Kínakappakstrinum. Hamilton leiddi kappaksturinn í Kína en varð að hætta eftir að hafa misst stjórn á bílnum þegar hann var að fara inn á viðgerðarsvæði í lok 31. hrings og menn furðuðu sig á því að hann væri ekki löngu búinn að taka viðgerðarhlé enda dekkin á bíl hans orðin léleg og því fór sem fór hjá honum. „Þetta voru slæm mistök hjá mér, líklega einu alvarlegu mistök mín allt tímabilið,“ sagði Hamilton svekktur. „Mér þykir leiðinlegt að hafa brugðist sjálfum mér og liðs- mönnum mínum, þar sem þeir stóðu sig frábærlega að vanda, en ég verð að jafna mig á því og einbeita mér að síðasta kappakstrinum. Räikkönen, sem var að vinna sinn fimmta kappakstur á tímabil- inu, var eðlilega ánægður með sigurinn en samt ekkert of bjart- sýnn á framhaldið. „Við erum búnir að koma okkur í betri stöðu en þetta er samt mjög erfitt. Við verðum bara að vinna síðasta kappaksturinn og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Raikkönen. Fernando Alonso, sem hefur verið upp á kant við bæði McLar- en og liðsfélaga sinn Hamilton, sagði að hann einbeitti sér bara að sjálfum sér. „Ég var ekkert að spá í hvað væri að gerast hjá Hamilton heldur einbeitti mér bara að því að klára kappaksturinn vel og það tókst,“ sagði Alonso. Klúður hjá Hamilton í Kína Afonso Alves, leikmaður Heerenveen, gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk fyrir lið sitt í 9-0 sigri gegn Heracles Almelo í hollensku deildinni í fótbolta. Alves afrekaði enn fremur að skora fjögur marka sinna á aðeins tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. Alves, sem var markahæstur í hollensku deildinni í fyrra, setti þar með met yfir flest mörk skoruð af leikmanni í einum leik í hollensku deildinni og sló þar meðal annars við stórlöxum á borð við Marco Van Basten og Johann Cruyff sem skoruðu á sínum tíma sex mörk í leik hvor um sig fyrir lið sín. Setti ótrúlegt markamet Íslendingaliðin Djur- gården og Gautaborg berjast um titilinn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Djurgården, sem er undir stjórn Sigurðar Jónssonar og Sölvi Geir Ottesen spilar með, náði að vinna Gefle 2-0 og er því á toppi deildarinnar ásamt Helsing- borg þar sem Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson leika. Liðin eiga ekki eftir að mætast innbyrðis en Helsingborg er með betri markatölu og leiðir því deildina eins og er. Íslendingaliðin jöfn á toppnum Arsenal endurheimti topp- sæti ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið vann nauman 3-2 sigur á Sunderland á heimavelli á meðan Liverpool mátti þakka fyrir að ná jafntefli gegn Tottenham á heimavelli. Chelsea sigraði lán- laust lið Bolton og Manchester City hélt góðu gengi sínu áfram með 3-1 sigri gegn Middlesbrough. Blackburn vann Birmingham 2-1, Newcastle vann Everton 3-2, Íslendingaliðið Reading vann Derby 1-0 og Hermann Hreiðars- son skoraði seinna mark Port- smouth í 2-0 sigri liðs síns gegn Fulham. Allt virtist stefna í slátrun þegar Arsenal var komið í 2-0 gegn Sund- erland eftir stundarfjórðung, með mörkum frá Robin Van Persie og Philippe Senderos, en Sunderland var ekki af baki dottið og jafnaði leikinn með mörkum frá Ross Wall- ace og Kenwyne Jones og allt leit út fyrir að jafntefli yrði niðurstaðan. En Robin Van Persie hafði ekki lokið sér af og skoraði þriðja mark Arsenal eftir sendingu frá vara- manninum Theo Walcott sem kom ferskur inn í leikinn. Arsenal komst í toppsæti deildar- innar á nýjan leik með sigrinum og á jafnframt leik til góða á Englands- meistara Manchester United sem eru í öðru sæti. Liverpool byrjaði leikinn af krafti gegn Tottenham og komst yfir snemma leiks með marki Andreis Voronin. Tottenham jafnaði leikinn hins vegar rétt fyrir lok hálfleiks- ins með marki frá Robbie Keane og hann bætti svo öðru marki við í upp- hafi síðari hálfleiks. Tottenham var því á góðri leið með að tryggja sér kærkominn sigur, en Fernando Torres var á öðru máli og jafnaði leikinn í blálokin fyrir Liverpool og endaði leikurinn 2-2. Manchester City hélt áfram að heilla fótboltaáhugamenn þegar liðið vann sannfærandi 3-1 sigur gegn Middlesbrough þar sem hinn brasilíski Elano skoraði tvö mörk. Mark Salomons Kalou í lok fyrri hálfleiks var nóg til þess að tryggja Chelsea sigur gegn lánlausu liði Bolton, en þetta var jafnframt fyrsti deildarsigur Avrams Grant, ný- ráðins stjóra Chelsea. Hermann Hreiðarsson var eins og áður sagði á meðal markaskor- ara þegar lið hans Portsmouth vann góðan útisigur gegn Fulham 0-2 og er liðið í fimmta sæti. Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson léku báðir allan leikinn með Reading sem vann botnlið Derby 1-0, en mark heima- manna skoraði Kevin Doyle í seinni hálfleik. Átta leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal endurheimti toppsætið og Chelsea vann fyrsta deildarleikinn undir stjórn Avrams Grant. Manchester City hélt áfram á sigurbraut og Hermann skoraði fyrir Portsmouth.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.