Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 39
Hvernig væri heimurinn ef kalda stríðið hefði ekki endað, heldur hitnað upp allsvakalega? Það er spurningin sem World in Conflict, nýi leikur sænska fyrirtækisins Massive, reynir að svara. Árið er 1989 og Sovétríkin riða á barmi falls en í stað þess að hrynja eins og gerðist snúa þau vörn í sókn og hefja skyndisókn á Vestur-Evrópu. Bandaríkin og NATO bregðast við og þriðja heimsstyrjöldin hefst. Herir Bandaríkjanna eru dreifðir út um allan heim að berj- ast við rauðu ógnina og á meðan nota Sovétmenn tækifærið og nýta sér veikleika Bandaríkjanna heima fyrir og ráðast á vesturströnd Bandaríkjanna. Leikurinn er hernaðarkænsku- leikur sem hefur verið strípaður niður í kjarnann, þú þarft ekkert lengur að pæla í að byggja stöðvar, græða peninga og fleira. Það eina sem skiptir máli er herkænska og hugrekki. Með því að einfalda spil- un leiksins niður í það sem raun- verulega skiptir máli hefur Massive dottið niður á snilldarhugmynd. Maður stjórnar hersveitum sínum í leiknum og spannar sögusviðið gervöll Bandaríkin og hluta af Evrópu. Saga leiksins er sögð í gegnum handteiknuð teiknimyndaatriði á milli borða þar sem sýndar eru venjulegar manneskjur sem lenda í innrás Sovétmanna og þurfa að reyna að verja heimaland sitt. Sögumaður leiksins er enginn annar en Alec Baldwin og gefur hann sögunni mannlegan blæ. Það er ótrúlegt hvað góð raddsetning getur hjálpað til að fá mann til að sökkva sér í söguna. Tónlist frá tímabilinu eins og Whitesnake og Tears for Fears er að finna í leiknum ásamt nýrra lagi með Audioslave. Netspilun leiksins er hjarta og sál hans og World in Conflict gerir nýja hluti í þeirri deild. Leikurinn býður upp á að hver sem er getur hoppað inn í leik í miðjum klíðum á milli allt að sextán spilara. Leikur- inn hefur stuðning fyrir klön, nákvæma tölfræði um spilun not- enda og leiðtogaborð þar sem fólk getur fylgst með hverjir eru bestu leikmennirnir á netinu. Leikurinn skartar einni flottustu grafík síðustu ára og þeir sem eru með bestu mögulegu skjákortin og Windows Vista verða ekki sviknir. Ef kalda stríðið stæði enn í dag WWW.N1.IS Komdu með bílinn fyrir 20. október og þú bæði sparar og losnar við alla bið. Hjólbarðaþjónusta N1 er búin fyrsta flokks tækja- kosti og hefur á að skipa reynslumiklu starfsfólki. N1 BÍLAÞJÓNUSTA EKKI BÍÐA EFTIR FYRSTA SNJÓNUM... Vetrarpakki fylgir dekkja- umgangi til 20. október Þeir sem kaupa umgang af dekkjum fyrir 20. október fá sérstakan kaupauka; bílabón, bílasápu, svamp, tjöruhreinsi og sköfu. Mættu tímanlega og vertu klár í veturinn. 15% afsláttur til 20. október Afsláttur af umfelgun, vetrardekkjum og þjón- ustu. 10% afsláttur fyrir Viðskiptakortshafa auk 5% í formi punkta fyrir Safnkortshafa – samtals 15%. Þú getur sótt um kort á staðnum og nýtur þá afsláttarins. -15% Dekkjahótel Notaðu bílskúrinn í eitthvað skemmtilegt og láttu okkur geyma fyrir þig sumardekkin. Tekið er við dekkjum á öllum afgreiðslustöðum hjólbarðaþjónustu N1. Í vor mætirðu einfaldlega á sama verkstæði og sumardekkin bíða tilbúin. Réttarhálsi 2, Reykjavík 587 5588 Fellsmúla 24, Reykjavík 530 5700 Ægisíðu 102, Reykjavík 552 3470 Langatanga 1a, Mosfellsbæ 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði 555 1538 Dalbraut 14, Akranesi 431 1777 Hrafn Gunnlaugsson frumsýndi kvikmyndina Emblu á lokadegi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinn- ar í Reykjavík. Kvikmyndin er endurklipping á myndinni Hvíta víkingnum sem var frumsýnd fyrir fimmtán árum og leikstjór- inn hefur aldrei viljað gangast við. Aðalleikkona kvikmyndarinnar, Marie Bonnevie, var mætt til að sjá nýja útgáfu myndarinnar sem hún lék í aðeins sextán ára gömul og þakkaði Hrafn henni kærlega fyrir að sækja landið heim. Embla frumsýnd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.