Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 10
B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is - www.bmw.is Velgengni í mismunandi myndum. Þitt er valið. BMW 318 Advantage kr. 3.810.000 BMW 320 Exclusive kr. 4.290.000 BMW 325xi xDrive Prestige Edition kr. 5.900.000 Advantage, Exclusive og Prestige edition eru aukahlutapakkar sem gerir glæsilega BMW 3 línu enn glæsilegri. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum í síma 575 1210. Ertu að leita þér að sportlegum lúxusbíl fyrir þig og vinnuna? Viltu færast nær sólinni, veginum og frelsinu - með blæjuna niðri og vindinn einan að förunaut. Vantar þig meira rými svo að áhugamálin komist fyrir í bílnum. Eða langar þig til að upplifa ósvikna akstursánægju eins og hún gerist best. BMW 3 línan stendur undir væntingum í ótal myndum og rúmlega það. Komdu í reynsluakstur og upplifðu alla kosti BMW 3 línunnar af eigin raun. Flugþreyta hamstra á stinningarlyfjum, sprengja sem gerir hermenn samkynhneigða og botnlaus súpuskál eru meðal vísindalegra rannsóknarefna sem hlutu hin vafasömu Ig-nóbels- verðlaun í ár sem eru veitt fyrir „afrek sem koma fólki til að hlæja í fyrstu en síðan til að hugsa“. Verðlaunahafar hinna eigin- legu nóbelsverðlauna sáu um að afhenda Ig-nóbelsverðlaun sem voru veitt í tíu flokkum. Ekki eru peningaverðlaun í boði heldur handgerður verð- launagripur, viðurkenning og heiður. Á afhendingarathöfninni í Harvard-háskóla á fimmtudags- kvöld hélt aðalræðumaður kvölds- ins tveggja mínútna ræðu þar sem einungis orðið „kjúklingur“ kom fyrir. Ákveðið var að verðlauna vís- indamenn við argentískan háskóla sem fundu út að hamstrar á stinn- ingarlyfjum voru helmingi fljót- ari að jafna sig á sex klukku- stunda tímamun eftir að hafa ferðast milli tímabelta. Ig-nóbelsverðlaunin í næringar- fræði hlaut prófessor við Corn- ell-háskóla sem sýndi fram á að fólk borðaði 73 prósentum meira úr súpuskál sem var fyllt jafn- óðum með slöngum sem lágu í hana. Friðarverðlaun Ig-nóbelsins hlaut Bandaríkjaher fyrir tillögu um að þróa „hýra sprengju“ efna- vopn sem myndi láta óvini vilja njóta ásta hver með öðrum frekar en að ráðast á aðra. Enginn fékkst þó til að veita þeim verðlaunum viðtöku. Grín-nóbelsverðlaunin afhent Skipulagsstofnun telur að fyrirhugað álver Norðuráls Helguvík sf. muni ekki valda verulega neikvæðum eða óafturkræfum áhrifum á umhverfi eða samfélag á Suðurnesjum. Þetta er mat stofnunarinnar á umhverfisáhrifum 250.000 tonna álvers í Helguvík, með fyrirvara um umhverfisáhrif tengdra framkvæmda. Skipulagsstofnun bendir á að þeir virkjunarkostir sem Hitaveita Suðurnesja hyggst nýta vegna fyrsta áfanga álversins eiga eftir að fara í umfjöllun samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum og suma á einnig eftir að fjalla um samkvæmt skipulags- og byggingar- lögum. Sveitarfélögin þurfi að huga vel að þessari stöðu þegar kemur að leyfisveitingum. Skipulagsstofnun telur að vegna óvissu um flutningsleiðir raforku þurfi sveitarfélögin að huga að því hvort bíða eigi með leyfisveitingar fyrir byggingu álversins þar til niðurstaða liggur fyrir. Fyrirhugaður rekstur í Helguvík er háður lögum um losun gróður- húsalofttegunda og telur Skipulagsstofnun að áður en Norðuráli Helguvík sf. verður veitt framkvæmda- og byggingarleyfi þurfi að liggja fyrir hvort fyrirtækið fær þá losunarheimild sem það þarf eða það hafi sýnt fram á hvernig losun gróðurhúsalofttegunda verði mætt. Hefur ekki óafturkræf áhrifFinnski saksóknarinn Simo Kolehmainen hefur ákveðið að fara í dómsmál gegn Susan Kuronen, fyrrverandi unnustu finnska forsætisráðherrans Matti Vanhanens, útgáfufyrirtækinu Etukeno og eiganda þess, Kari Ojala, að sögn finnska dagblaðs- ins Hufvudstadsbladet. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um friðhelgi einkalífsins með útgáfu bókarinnar Unnusta forsætisráðherrans sem Kuronen skrifaði. Í henni segir Kuronen frá sambandi sínu við Vanhanen en bókin kom út í fyrra og vakti mikla athygli. Útgefandinn Ojala telur ákæruna ógn við tjáningarfrelsið og segir að verði þau dæmd verði ekki lengur hægt að gefa út ævisögur í Finnlandi. Talin brot á frið- helgi einkalífs

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.