Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 12
Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, hefur kynnt breytt deiliskipulag á svonefndum Alþingisreit, þar sem áætlanir eru um að koma allri starfsemi Alþing- is fyrir. Sátt ríkir nú loks um málið og framundan er frekari greining á verkefninu, að sögn Sturlu. Enn sem komið er liggur hvorki fyrir kostnaðaráætlun né tímaáætlun fyrir framkvæmdina. „Ég vil hrósa forseta Alþingis fyrir að hafa haft frumkvæði að viðræðum við hagsmunaaðila. Ég tel að um stórsigur í skipulagsmál- um í Reykjavíkurborg sé að ræða,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykja- víkurborgar, á kynningarfundi á dögunum. Rætt var við hagsmunaaðila í málinu vegna athugasemda sem komu fram við auglýsta tillögu fyrr á árinu og segir Sturla að í meginatriðum verði komið til móts við athugasemdirnar. Flestar lutu að niðurrifi hússins Skjaldbreiðar og tilfærslu Vonarstrætis 12 á horn Tjarnargötu og Kirkjustrætis. Í nýju skipulagstillögunni leggur Alþingi til að Vonarstræti 12 standi þannig við Kirkjustræti að megin- framhlið þess verði í línu við eldri hús í götunni. Þá mun Skjaldbreið verða endurbyggð í upprunalegri mynd og hluti nýbyggingar verði lægri en áður var áformað. Nýbyggingin, sem áformað er að reisa bak við húsin við Kirkju- stræti og meðfram Tjarnargötu og Vonarstræti, verður 7.100 fermetr- ar á stærð. Húsin á reitnum verða tengd með glerbrú á annarri hæð húsanna. Þá verður gerður 1.900 fermetra bílakjallari undir nýbygg- ingunni fyrir 75 bifreiðar. Fram- kvæmdin mun gera Alþingi mögu- legt að losa rúmlega 4.000 fermetra leiguhúsnæði við Austurstræti, en Alþingi greiðir árlega um átta milljónir króna í húsaleigu, og selja húsið Þórshamar við Templara- sund. Tillögurnar voru unnar í samráði við Reykjavíkurborg og bíða þær nú afgreiðslu borgarinnar. Við tekur hönnun nýbyggingarinnar, viðgerðir og flutningur gömlu hús- anna og fornleifaathugun á bygg- ingarreitnum. Alþingi á sama reit Færa á alla starfsemi Alþingis á svonefndan Alþingisreit. Efnt var til samkeppni um nýbyggingu á svæðinu árið 1985 og bar Sigurður Helgason sigur úr býtum. 22 árum síðar kynnti forseti Alþingis nýja tillögu að deiliskipulagi reitsins. „Þetta er tími sögulegs tækifæris fyrir Búrma,“ sagði Ibrahim Gambari, sendifulltrúi Samein- uðu þjóðanna í Búrma, þegar hann greindi öryggisráði SÞ frá fjögurra daga heimsókn sinni til Búrma í vikunni vegna harðra aðgerða stjórnvalda við að berja niður friðsöm mótmæli gegn herforingjastjórninni. Gambari sagðist tiltölulega bjartsýnn á að leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Búrma, Than Shwe hershöfðingi, væri reiðubúinn til viðræðna við stjórnarandstöðuleiðtogann og stofufangann Aung San Suu Kyi með ákveðnum skilyrðum. Kallaði hann eftir „hámarks sveigjanleika“ til að koma viðræðunum á sem fyrst. Gambari sagðist þó ekki hafa fengið að hitta nein flokkssystkini Suu Kyi né fulltrúa munka og nemenda sem fóru fyrir mótmælunum sem voru þau mestu gegn herforingjastjórninni í Búrma frá árinu 1988. Herforingjastjórnin lýsti í gær yfir að 500 munkar hefðu verið handteknir og að búið væri að sleppa öllum nema 109. Sagði einnig að leit stæði yfir að fjórum munkum sem leiddu mótmælin. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, ítrekaði í gær að „valdbeiting gegn friðsömum mótmælendum er viðurstyggileg og óásættanleg“. Sænsk stjórnvöld ætla að senda fimm tonn af kjarnorkuúrgangi til eyðingar í Sellafield endurvinnslustöð- inni í Englandi. Þórunn Sveinbjarnardótt- ir umhverfisráð- herra hefur sent sænskum starfsbróður sínum bréf og lýst yfir áhyggj- um vegna ákvörðunarinnar. Í bréfi Þórunnar segir að íslensk stjórnvöld óttist að þessar aðgerðir grafi undan kröfu Íslendinga og fleiri þjóða um að endurvinnslustöðinni verði lokað, auki hættu á mengunarslysi og sendi röng skilaboð um með- höndlun á kjarnorkuúrgangi. Heppilegra væri að úrgangurinn yrði grafinn í Svíþjóð. Úrgangur Svía til Sellafield „Það er hver höndin uppi á móti annarri þarna, enda átti ég aldrei von á að menn gætu gengið í takt með bæði Jón Magnússon og Kristin H. innanborðs.“ Þetta segir Margrét Sverris- dóttir, fyrrum framkvæmda- stjóri Frjálslynda flokksins. Nokkuð hefur gengið á innan flokksins eftir að Sigurjón Þórðarson var ekki ráðinn framkvæmdastjóri flokksins. Margrét minnir á ummæli flokksformannsins um tilraunir hans til að koma í veg fyrir að flokkurinn legði upp laupana, en óvíst væri hvort þær gengju upp. Þau ummæli segi sína sögu. Undrast ekki erjur í flokknum Há örorkutíðni undanfarin ár hefur orðið til þess að Íslendingum á vinnumarkaði fjölgar lítið. Frá þessu er greint í nýrri samantekt Samtaka atvinnulífsins. Örorkulífeyrisþegar voru 13.200 í lok árs 2006, um átta prósent vinnuafls. Segir í samantektinni að fjöldi nýrra örorkumatsúrskurða hafi veruleg fjárhagsleg áhrif á gjöld og skuldbindingar ríkissjóðs og lífeyrissjóða og að þörf fyrir erlent vinnuafl skýrist meðal annars af fjölgun öryrkja. - Fjölgun öryrkja hefur mikil áhrif á vinnumarkað Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna (SKB) barst nýlega peningagjöf að upphæð 9.850 krónur. Þrjár stúlur höfðu safnað peningum á tombólu fyrir utan verslunina 10-11 í Hafnarfirði. Stúlkurnar heita Birgitta, Ísabella og Bergþóra og eru félagsmenn í SKB þeim afar þakklátir fyrir stuðninginn að því er kemur fram í tilkynningu. Gáfu SKB tæp- ar tíu þúsund Vinnueftirlitið óskar eftir ábendingum um fyrirmyndar-fyrirtæki í tengslum við Vinnuverndarvikuna 2007, Hæfilegt álag er heilsu best. Fyrirhugað er að veita þeim viðurkenningu sem standa sig vel í að skapa góðar vinnuaðstæður þar sem álag við vinnu er heppi- legt og breytilegt. Horfa skal til áhættumats varðandi álag á hreyfi- og stoðkerfið með þátttöku starfs- manna, áætlun um forvarnir og heilsuvernd, fræðslu og þjálfun í góðri líkamsbeitingu og vinnu- tækni og notkun hjálpartækja svo dæmi séu nefnd. Ábendingar má senda á gudmundur@ver.is fyrir 15. október. Fyrirmyndar- fyrirtækja leitað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.