Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 2
Margir lögðu leið
sína í Perluna í gær á sérstaka
skemmtidagskrá í tilefni af alþjóð-
lega geðheilbrigðisdeginum.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, flutti ávarp
og boðið var upp á margvíslega
skemmtan og fróðleik.
Allir gestir fengu að gjöf
stuttermabol sem á er letrað
fyrsta geðorðið:„hugsaðu jákvætt
það er léttara,“ á átta tungu-
málum.
Sölu Kiwanis-manna á K-
lyklinum lauk í gær en ágóðinn
rennur til geðheilbrigðismála.
Gekk salan vonum framar, að
sögn Bernhards Jóhannessonar,
formanns K-dagsnefndar.
Ekki lá ljóst fyrir í gær hve
mikið safnaðist en greint verður
frá því í dag.
www.lyfja.is
- Lifið heil
Bólusetning
gegn inflúensu
– engin bið
Lyfja Lágmúla: alla daga kl. 15–19
Lyfja Smáralind: alla daga kl. 13–15
Lyfja Laugavegi: föstudaga kl. 13–17ÍSLE
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
L
Y
F
3
93
45
0
9/
07
Belgísk stjórnvöld hafa
sent óvenjuleg fyrirmæli til
sendiráða ríkisins um víða veröld:
Ef einhver spyr hvort flæmsku-
og frönskumælandi hlutar
landsins séu að klofna í sundur þá
ber að svara því afdráttarlaust
neitandi.
Nærri fjórum mánuðum eftir
að þingkosningar fóru fram í
landinu hefur óeining milli
systurflokka í flæmsku- og
frönskumælandi hlutanum valdið
því að þrátt fyrir þingmeirihluta
á belgíska sambandsþinginu
hefur þeim ekki enn tekist að
mynda ríkisstjórn. Meginorsök
ágreiningsins er krafa flæmsku-
mælandi stjórnmálamanna um
aukna sjálfsstjórn til handa
landshlutastjórnunum.
Belgía er enn
óskipt land
Lögreglumenn á
Suðurnesjum beittu táragasi á um
fimmtíu manna hóp sem var með
ólæti fyrir utan skemmtistaðinn
Trix í Reykjanesbæ aðfaranótt
sunnudags.
Ólátabelgirnir voru flestir á
þrítugsaldri og höfðu brotist út
hópslagsmál þeirra á milli. Þeir
veittust svo að lögregluþjónunum
með höggum og spörkum og sá lög-
regla þann kost vænstan að leysa
hópinn upp með táragasi. Engan
sakaði alvarlega en nokkrir leituðu
til læknis vegna minniháttar
áverka. Lögregla segir engan hafa
verið handtekinn en eftir eigi að
taka ákvörðun um framhaldið.
Slagsmál leyst
upp með táragasi
„Ég er ekki strengja-
brúða,“ segir Jóhanna Eiríksdóttir,
sem á föstudag sagði af sér for-
mennsku í Kraftlyftingasambandi
Íslands. Hún segir sér hafa verið
þröngvað út úr stjórninni vegna
þess að hún vildi að kraftlyftinga-
menn sæktust eftir aðild að Íþrótta-
og Ólympíusambandi Íslands. Ekki
hafi verið vilji fyrir því meðal
áhrifamanna í sambandinu vegna
þess að því myndu fylgja regluleg
lyfjapróf.
„Stjórnin fylgdi ekki formannin-
um að málum og þá hefur skip-
stjórinn ekkert að gera í brúnni
lengur,“ segir Jóhanna. „Þeir eru
ekki mikið fyrir breytingar þarna
og í raun eru tveir menn sem
stjórna eiginlega öllu.“ Þar á hún
við þá Auðun Jónsson og Hjalta
Úrsus Árnason, en hvorugur þeirra
situr í stjórn sambandsins.
Jóhanna lagði fram tillögu á
fundinum um að annaðhvort sækt-
ist Kraflyftingasambandið eftir
aðild að ÍSÍ eða þá alþjóðlegu sam-
bandi þar sem lyfjapróf tíðkast alls
ekki. Um þetta gátu menn ekki
sæst en harðar deilur urðu á
fundinum.
Við formannsembættinu tók
Jakob Baldursson, kallaður Skaga-
Kobbi í lyftingaheiminum, en hann
var áður varaformaður. Ekki náð-
ist í Jakob í gær. Tveir lyftinga-
menn úr röðum sambandsins, þeir
Auðunn og Jón „bóndi“ Gunnars-
son, hafa orðið uppvísir að lyfja-
notkun á árinu.
Bergur, er lífið ekki bara betra
án rafmagns?
Átta fyrrverandi
starfsmenn Nordic Construction
Line (NCL) hafa fallið frá kröfum
sínum í garð fyrirtækisins. Að
sögn Sverris Albertssonar, fram-
kvæmdastjóra Afls starfsgreina-
félags, létu mennirnir undan
þrýstingi fyrirtækisins og hafa
nú yfirgefið Austurland og eru
taldir á leið úr landi. Mennirnir
störfuðu að verkefnum fyrir GT
verktaka við Hraunárveitu. Lög-
maður Afls hefur kært hótanir
sem taldar eru hafa átt sér stað á
hóteli mannanna í gær.
Í yfirlýsingu frá Afli segir að
fulltrúar NCL hafi mætt á hótel
mannanna og hótað að þeir myndu
aldrei fá vinnu á Íslandi eða í
Lettlandi, að þeir fengju ekki far-
seðla sína en líka reynt að bera á
þá fé og áfengi til að fá þá til að
yfirgefa landið strax. Þannig yrði
komið í veg fyrir að þeir gæfu
frekari skýrslur fyrir dómi eða
lögreglu. Samkvæmt yfirlýsing-
unni hafi átta mannanna látið
undan, fimm ætli hins vegar að
standa við mál sitt og í gær hafi
tíu bæst í hóp þeirra. Afl hefur
farið fram á það við lögreglu að
ferð mannanna átta verði stöðv-
uð þar sem þeir séu „mikilvæg
vitni í kærumáli um skjalafals,
hótanir,“ eins og segir í yfirlýs-
ingunni, en lögreglan hafi hafnað
því.
Lögð var fram beiðni til Hér-
aðsdóms Austurlands um að
mennirnir gæfu skýrslu sem
vitni í einkamálum samstarfs-
manna sinna.
„Frásagnir mannanna eru allar
á eina lund. Þeir voru þvingaðir
með hótunum um brottrekstur til
að kvitta fyrir móttöku mun
hærri launa en þeir fengu greidd.
Í Lettlandi var samið við þá um
135 þúsunda króna mánaðarlaun
fyrir dagvinnu. Meðalvinnutími
var um 310 tímar á mánuði og
tímalaun því að meðaltali 435
krónur,“ segir í yfirlýsingu Afls.
„Tvö lykilvitni í málinu eru
túlkar GT verktaka, sem sáu um
að deila út launum og fá undir-
skriftir á kvittanir. Þeir verða
sendir úr landi á næstu dögum ef
ekki í dag. Við höfum farið fram
á að teknar verði skýrslur af
þeim án tafar. Annar þessara
manna hefur þegar gefið skýrslu
hjá lögreglu þar sem hann viður-
kennir að hafa látið starfsmenn
kvitta undir skjöl þess efnis að
þeir hafi móttekið mun hærri
greiðslur en finna mátti í með-
fylgjandi umslögum.“
Marteinn Másson, lögmaður
GT verktaka, sagði að um „algjör-
lega fráleitar“ staðhæfingar væri
að ræða. „Ég reikna fastlega með
að mínir umbjóðendur leiti réttar
síns fyrir dómstólum. Það er ekki
hægt að búa við svona rangar
sakargiftir.“
Sakaðir um að beita
mútum og hótunum
Átta Lettar sem hafa talið Nordic Construction Line hlunnfara sig hafa skipt
um skoðun. Afl telur þeim hótað til að fá þá til að yfirgefa landið strax. Fimm
halda áfram að sækja rétt sinn og tíu hafa bæst við.
Rétt sex ár voru í
gær frá því fyrstu bandarísku
sprengjurnar byrjuðu að falla á
Afganistan, innan við mánuði frá
hryðjuverkaárásum al-Kaída á
New York og Washington 11.
september 2001.
Með loftárásunum hófst herför
Bandaríkjamanna, sem síðan naut
stuðnings Breta, Kanadamanna
og fleiri NATO-þjóða, gegn stjórn
talibana í Afganistan, en al-Kaída-
leiðtoginn Osama bin Laden
starfaði í skjóli hennar.
Með stuðningi afganska
Norðurbandalagsins tókst
innrásarliðinu að hrekja talibana
frá völdum á tæpum tveimur
mánuðum. Í byrjun desember
2001 hörfuðu þeir frá höfuðvígi
sínu Kandahar og upp í fjöllin á
landamærunum við Pakistan,
þaðan sem þeir stunda skæru-
hernað enn í dag.
Herför sem
ekki sér fyrir
endann á
Fyrrverandi
gjaldkeri Íþróttabandalags
Akraness hefur verið kærður
fyrir þjófnað í starfi.
Endurskoðunarfyrirtæki mun
yfirfara öll fjármál félagsins.
Í yfirlýsingu frá aðalstjórn ÍA
segir að gjaldkerinn hafi greitt til
baka þá upphæð sem hann er
talinn hafa stolið auk þess sem
áréttað er að traust verði að ríkja í
því sjálfboðastarfi sem unnið er á
vegum íþróttafélaga.
Gjaldkeri kærður
fyrir þjófnað