Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 6
Einar Kristjánsson, sölumaður hjá RV RV U N IQ U E 10 07 02 Með réttu úti - og innimottunum - getur þú stoppað 80% af óhreinindunum við innganginn Á tilboði í októberog nóvember 2007Úti- og innimottur af ýmsum gerðum og stærðum Wayfarer grá með kanti, 120x180cm Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is H im in n o g h af / S ÍA - 9 0 7 1 1 7 3 Frá því árið 2001 – þegar hryðjuverkaárásirnar á Bandarík- in voru gerðar – hefur hlutverk Atlantshafsbandalagsins þrengst niður í að vera fyrst og fremst stofnun sem leggur fram herlið til að framfylgja markmiðum aðal- lega langt utan landamæra Evrópu. Þetta fengu meðlimir öryggis- og varnarmálanefndar Þingmannasambands NATO að heyra á þriðja degi ársfundar þess í Laugardalshöll í gær, í framsögu- erindi breska öryggismálasér- fræðingsins Alyson J.K. Bailes sem nú starfar sem gestakennari við Háskóla Íslands. Bailes sagðist eiga erfitt með að koma auga á þá hlið hins nýja NATO sem framfylgdi „mýkri“ stefnumiðum – sem krefðust pólit- ískra aðgerða frekar en hernaðar- legra – eða stuðlaði að umbótum til að mynda í nýfrjálsum ríkjum. Á sama tíma hefði nýtt „hnattrænt bardagahlutverk“ bandalagsins orðið æ meira áberandi, ásamt hinni stanslausu baráttu gegn nýjum óvinum á borð við hryðju- verkaöfl og ólöglegri sölu vopna- búnaðar milli landa. Reyndar segir Bailes að þar sem ógnir nútímans séu að svo mörgu leyti þess eðlis að þau kalla frekar á borgaralegan viðbúnað fari hlut- verk Evrópusambandsins í örygg- ismálum vaxandi, sem aftur geri tengsl ESB og NATO mjög mikil- væg. Gott dæmi um það hversu mjög starf NATO takmarkist nú orðið við að bregðast við þróun sem bandalagið hefði sjálft ekki átt neitt frumkvæði að sé hvernig það hafi þurft að bregðast við við- brögðum Rússa við því sem var í raun tvíhliða ákvörðun milli vissra aðildarríkja bandalagsins varð- andi uppsetningu eldflaugavarna- stöðva í austanverðri Mið-Evrópu. Vísaði Bailes þar til beiðni Banda- ríkjastjórnar um að fá að setja upp skotstöð fyrir gagneldflaugar í Póllandi og ratsjárstöð fyrir sama kerfi í Tékklandi. Ýjaði Bailes þannig að því að Banda- ríkjastjórn græfi undan vægi Atl- antshafsbandalagsins sem stofn- unar með því að fara sínu fram í tvíhliða samskiptum við valin aðildarríki í stað þess að ræða málin fyrst á vettvangi bandalags- ins sjálfs. Um horfurnar á þróun sam- starfsins yfir Atlantshafið á næstu árum segir Bailes að ástæða sé bæði til bjartsýni og áhyggna. Þörf á samstöðu bandalagsþjóð- anna yrði áfram rík og því myndi NATO lifa sem stofnun. Spurning- in væri hins vegar hvort tengslin yfir hafið yrðu góð eða slæm. Þar varaði hún við nokkrum óveðurs- skýjum sem spillt gætu fyrir; nefndi hún þar fyrst hugsanlega hernaðarárás Bandaríkjanna á Íran, þá upplausn íraska ríkisins sem Bandaríkjamönnum yrði kennt um, og loks ef Bandaríkja- menn grípa til meiri háttar aðgerða gegn Rússum eða gera við þá tvíhliða samkomulag alveg framhjá evrópskum NATO-banda- mönnum sínum. Hlutverk NATO hef- ur þrengst síðan 2001 Á þriðja degi NATO-þingsins var þróun hlutverks NATO og framtíð til umræðu. Fengu þingfulltrúar að heyra að hlutverk bandalagsins hefði þrengst til muna á síð- ustu árum. Tengslin yfir Atlantshafið myndu haldast en margt gæti spillt fyrir þeim. Hundruð ungmenna, sem handtekin voru eftir slagsmál við lögreglu á götum Kaup- mannahafnar á laugardag, hafa verið látin laus en margir hinna handteknu eiga ákæru yfir höfði sér vegna ofbeldisins. Frá þessu greindu lögregluyfir- völd í Kaupmannahöfn í gær. Slagsmálin upphófust á laugardag er lögregla aftraði þúsundum ungmenna frá því að ryðjast til inngöngu í tóma byggingu í norðvesturhluta borgarinnar sem unga fólkið vill fá afnot af í stað Ungdómshússins svonefnda sem rifið var á Norðurbrú í vor. Mótmælendurnir kveiktu elda og reyndu að klifra yfir lögreglubíla sem lokuðu götunni. Þá skaut lögreglan táragasi að mótmæl- endum og allt fór í bál og brand. Alls voru 437 manns handteknir á laugardags- kvöld og aðfaranótt sunnudags, að því er Flemming Steen Munch, talsmaður Kaupmannahafnarlögregl- unnar, greindi frá í gær. Enginn meiddist að hans sögn. Flestir hinna handteknu voru Danir en í hópnum voru líka Þjóðverjar, Svíar, Finnar, Norðmenn, Bretar, Spánverjar og fólk af fleiri þjóðernum. Jóna Fanney Frið- riksdóttir, bæjarstjóri á Blöndu- ósi, hefur sagt upp starfi sínu. Hún hyggst söðla um í orðsins fyllstu merkingu og verða fram- kvæmdastjóri Landsmóts hesta- manna, sem haldið verður á Gaddstaðaflötum við Hellu í júlí á næsta ári. „Ég hef verið í hestamennsku í sumarfríunum mínum, farið með ferðamenn yfir Kjöl og haft mjög gaman af. Það verður því ánægju- legt að fást við hestamennskuna af meiri alvöru,“ segir hún. Jóna Fanney hefur verið bæjarstjóri á Blönduósi í fimm og hálft ár. Þótt hún hafi ekki áhuga á bæjarstjórastöðunni lengur kveðst hún ekki ætla að segja alfarið skilið við bæjar- pólitíkina á Blönduósi heldur halda áfram sem bæjarfulltrúi. „Mér bauðst þetta nýja starf og fannst það spennandi. Það er allt- af gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir Jóna sem sér einnig fram á að geta varið meiri tíma með manni og börnum eftir breyting- arnar. „Þetta verður hörkuvinna en það stendur líka alltaf til að eiga meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir hún. Bæjarstjóri söðlar um Unglingspiltur, sem misþyrmt var af unglingagengi í Stokkhólmi á föstudagskvöldið, lést í gær. Hann hefði orðið sautján ára í dag. Pilturinn komst aldrei aftur til meðvitundar eftir að hafa legið í einn og hálfan sólarhring á sjúkrahúsi. Fimm unglingar, sem allir eru fæddir árið 1991, eru grunaðir um að hafa gengið í skrokk á drengnum. Svíar eru slegnir eftir atburðinn, að sögn vefútgáfu Aftonbladet, og hafa sænsk blöð birt myndir af blómum og kertum á gangstéttinni þar sem ódæðið var unnið. Unglingur lést af sárum sínum Hefur þú farið á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík? Á Bjarni Ármannsson að láta kaup sín í REI ganga til baka?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.