Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 34
Að sjá flísina í auga náunga síns en ekki bjálkann í sínu eigin hefur reynst mörgum og ef ekki flestum auð- veldara heldur en hitt. Þessi margumrædda flís getur oft á tíðum verið svo áberandi í okkar augum að það ætti ekki að vera neitt til- tökumál hjá félaganum þegar við gerum okkur líkleg til að draga hana út með töng. Sjálf snúumst við hins vegar við á punktinum þegar einhver gerir sig kláran með kúbein og vill fá að aðstoða okkur við tré-drumbinn sem stendur á áberandi hátt út úr augntóftinni. Mannfólkinu þykir fátt jafn nota- legt og að geta sest í dómarasætið sem staðsett er uppi í háum fíla- beinsturni. Bent á manninn sem stendur við hliðina á okkur og alla þá skelfilegu galla sem hann hljóti að búa yfir. Sjálf jöðrum við nátt- úrlega við fullkomnun og teljum að þannig ætti að vera komið fram við okkur. Og eigum erfitt með að gera okkur það í hugarlund að einhver gæti verið svo illkvittinn að vilja bendla okkur við lygar, sviksemi eða aðra lesti sem mannfólkið hefur haft í heiðri síðan það lærði að standa á tveimur jafnfljótum. Þegar sagan um Adam og Evu gekk manna á milli taldi maðurinn að hjónakornin hefðu goldið fyrir syndir sínar þegar þau voru rekin út úr Paradís forðum daga. En varla hafði almættið blikkað augunum en sköpunarverkið var farið að brjóta af sér á ný. Sama hversu mörgum borgum var eytt, hversu mikil flóð eða plágur herjuðu á mannfólkið, alltaf reis það upp reiðubúið til að syndga. Og það sem verra var, reiðubúið til að taka dómaraflautuna af dómaran- um og sýna að einhver væri nú mun meiri óþokki en það sjálft. Einhver inná vellinum ætti skilið harða refsingu. Maðurinn er dómhörð skepna sem leyfir engin mistök hjá öðrum en telur þau vera hluta af þroska- ferli sínum ef hann gerir þau sjálfur. Fyrsta verkefni dagsins er því að finna stóran hamar og reyna að kroppa eitthvað úr trénu sem byrgir mér sýn. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 ARIADNE eftir Richard Strauss Næsta sýning 10. október kl. 20 örfá sæti laus Kynning Árna Heimis Ingólfssonar í boði VÍÓ kl. 19.15 4. sýn: Föstudaginn 12. október örfá sæti laus 5. sýn: Sunnudaginn 14. október örfá sæti laus Lokasýning: Föstudaginn 19. október örfá sæti laus Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . V SMS LEIKUR 9. HVER VINNUR! SENDU SMS JA GLF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! Frumsýnd 12. október Dane Cook Jessica Alba Dan Fogler Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.