Fréttablaðið - 28.10.2007, Page 1

Fréttablaðið - 28.10.2007, Page 1
Sunnudagar *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 46% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 71% 100 myndir á 2500 krónur í október Mary Luz Suárez Ortiz hefur verið á flótta í þrettán ár. Hún segir sögu sína í einkaviðtali við Fréttablaðið. Yfirvöld í París kunna að hafa fundið leið til að koma í veg fyrir að karlmenn kasti af sér vatni á almannafæri. Þróaður hefur verið veggur sem gefur lítillega eftir við minnsta þrýsting og varpar þvaginu aftur á sóðann sem losaði það. Dagblaðið London Telegraph greinir frá þessu. Prufuútgáfa hefur verið sett upp á fjölförnum stöðum í París og reynst vel. Borgarstjóri Parísar hefur verið í herferð gegn þvagláti á almannafæri síðan heimsmeist- aramótið í ruðningi var haldið í borginni á dögunum og fjöldi manna sást míga á vegg ráð- hússins. Þvagi varpað aftur á sóðana Tæplega fjögur hundruð starfsmenn Marel á Íslandi eiga kost á því að fá hluta launa sinna greiddan í evrum eða öðrum gjaldmiðli eftir tvo til þrjá mánuði. Guðmundur S. Guð- mundsson, aðaltrúnaðarmaður hjá Marel, segir að samningur liggi fyrir en eftir sé að setja þak á það hversu stór hluti það getur verið og ganga frá tæknilegri útfærslu. „Þetta er gert alfarið að frum- kvæði trúnaðarráðs Marel og var orðað fyrst fyrir tveimur árum. Á þeim tímapunkti þótti þetta ekki æskilegt en hefur nú verið í undir- búningi í eitt ár og við erum komn- ir vel áleiðis. Ég geri ráð fyrir því að við getum komið þessu á kopp- inn á næstu tveimur til þremur mánuðum og að menn geti þá fengið hluta af launum sínum greiddan í erlendri mynt eða evrum,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að starfs- mennirnir hafi notið aðstoðar stéttarfélagsins VM og verið í samráði við starfsmenn ASÍ. „Eftir er tæknileg útfærsla á því hvernig launin verða reiknuð. Þetta er það stór hópur að það er ekki hægt að handreikna svona. Það þarf að vera til forrit sem getur gert þetta og við erum að vinna í því.“ Ekki hefur verið kannað hversu stór hluti starfsmanna Marel hefur áhuga á að nýta sér þetta. Guðmundur segir að ekki viti margir af þessu en nú sé það farið að leka út og starfsmennirnir séu mjög hlynntir þessu. „Áhuginn er mjög mikill,“ segir hann og tekur fram að þetta verði kynnt vand- lega fyrir starfsmönnum. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að áhugi á evrum fari vaxandi. „Við heyrum þetta víðar en áður og félagar okkar hafa setið á fundum með forsvarsmönnum fyrirtækja til að skoða þetta. Nú erum við að fara inn í kjarasamn- inga og það kann vel að vera að þetta komi upp þar. Þetta er stöðugt að verða ágengara og ágengara.“ - Marel greiðir þeim sem vilja laun í evrum Um eða eftir áramót geta starfsmenn Marel fengið hluta launa sinna í evrum. Forseti ASÍ segir áhuga á evru vaxandi og útilokar ekki að launagreiðslur í evrum verði til umræðu í komandi kjaraviðræðum. Stjórn Knattspyrnusam- bandsins ákvað í gær að endur- nýja ekki samning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara karlalands- liðsins. Samningur hans rennur út um mánaðamót en liðið leikur síð- asta leik sinn í undankeppni Evr- ópumótsins í nóvember. Eyjólfur vildi sjálfur halda áfram með liðið en stjórn Knatt- spyrnusambandsins hafði ekki áhuga á að njóta starfskrafta hans til langtíma. Geir Þorsteinsson formaður kveðst hafa viljað að Eyjólfur stýrði liðinu í lokaleik undankeppninnar en um það náð- ist ekki samkomulag. Óvíst er hver tekur við landsliðinu sem og hver stýrir því í nóvemberleikn- um. Landsliðið lék fyrsta leik sinn undir stjórn Eyjólfs í febrúarlok á síðasta ári og beið lægri hlut. Alls stýrði hann liðinu í fjórtán leikj- um. Átta töpuðust, tveir unnust og fjórum lauk með jafntefli. Eyjólfur vildi halda áfram Byggðin ljómaði eins og jólatré Sumarhúsagestir í Úthlíð þurftu að láta sér nægja ljóstíru frá kertum í gærkvöldi þegar rafmagn fór af uppsveit- um í Árnessýslu, meðal annars í Ölfusi og Bláskógabyggð. „Byggðin ljómar eins og gamalt jólatré,“ sagði Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð. „Það eiga nefnilega margir býsna miklar birgðir af þessum litlu ljósum í málmhylkjunum.“ Sjálfur lenti Björn í stökustu vandræðum þegar kom að því að tendra ljós í myrkrinu. „Það er enginn reykingamaður á mínum bæ og ég ætlaði aldrei að geta fundið neitt til að kveikja á kertinu.“ Hann segir þetta áminningu til fólks að vera ávallt viðbúið. „Því fljótt getur sól brugðið sumri, eins og Guð segir.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.