Fréttablaðið - 28.10.2007, Page 2

Fréttablaðið - 28.10.2007, Page 2
Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld „Það er verið að selja þessa lóð til að fjármagna kaup á orgeli,“ segir Þórður Þórðarson, kirkjuvörður í Háteigskirkju. Söfnuðurinn í Háteigskirkju hefur óskað eftir leyfi borgaryfirvalda til að skipuleggja lóð fyrir sex íbúða hús í norðvesturhorni kirkjulóðarinnar. Á sínum tíma var þar gert ráð fyrir prestsbústað sem aldrei var byggður. Þórður segir að stefnt sé að því að kaupa orgel fyrir Háteigskirkju. Slíkt hljóðfæri kosti sennilegast um 50 milljónir króna. „Þetta er ekkert venjulegt kirkjuorgel heldur barokkorgel. Það sem kemst næst því er orgelið í Hallgrímskirkju,“ útskýrir Þórður. Borgin hefur enn ekki gefið grænt ljós á nýju lóðina sem sóknarnefndin bindur vonir við að færi söfnuðnum svo mikið í aðra hönd að peningarnir slagi hátt upp í kostnaðinn við orgelið. „Við erum búin að vera í um fimm ár að safna í orgelsjóð og það gengur alveg rosalega hægt,“ segir Þórður. Fjörutíu börn fengu ferðastyrk frá Vildarbörnum Icelandair í gær. Styrkirnir eiga að gera börnunum kleift að komast í draumaferðina sína ásamt fjölskyldu og aðstoðar- fólki. Áttatíu börn hafa þá hlotið slíkan styrk á árinu, en hann er veittur tvisvar á ári. Athöfnin fór fram í Víkingasal Hótel Loftleiða. Vildarbörn Icelandair er ferðasjóður fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Sjóðurinn var stofnað- ur af Icelandair sumardaginn fyrsta árið 2003, og er verndari hans frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Ferðastyrkir til fjörutíu barna Íslenskt innflutn- ingsfyrirtæki hefur áhuga á því að flytja danskt svínakjöt til Færeyja, vinna úr því skinku þar og flytja skinkuna svo inn til Íslands og hefur þetta verið kannað hjá Landbúnaðarstofnun. Útilokað er að slíkur innflutning- ur geti átt sér stað. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir að þær kjötvörur sem Íslendingar megi flytja inn skuli samkvæmt reglugerð koma úr afurðastöðvum sem séu viðurkenndar af Evrópusamband- inu eða bandarískum yfirvöldum. „Það er engin viðurkennd afurðastöð í Færeyjum sem hefur svona leyfi. Þar af leiðandi getum við ekki heimilað innflutning til Íslands með þessari millileið. Málið er einfalt, reglugerðin heimilar ekki innflutning á kjöti með þessari viðkomu,“ segir hann. Má ekki vinna svínakjötið í Færeyjum Fimm þurftu að fara á sjúkrahús í gærmorgun eftir að tvítugur maður réðst að þeim með eldhúshníf að vopni í samkvæmi á Akureyri. Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning klukkan hálf sjö í gær- morgun um að maður hefði verið stunginn með hníf í heimahúsi. Þegar hún kom á staðinn voru þar tveir með stungusár á öxl og þrír minna sárir. Þeir höfðu meiðst í átökum við manninn. Mennirnir voru á aldrinum 17 til 23 ára. Þeir fóru allir á Sjúkrahús Akureyrar til aðhlynningar. Fjórir fengu að fara eftir skoðun en einn gekkst undir aðgerð í gær. Lögregla fékk lýsingu á árásar- manninum, handtók hann skömmu síðar og yfirheyrði í gær. Maður- inn, sem hefur komið við sögu lög- reglu áður, gekkst við verknaðin- um. Aðdragandi árásarinnar er ekki ljós, en svo virðist sem deilur hafi sprottið upp milli samkvæm- isgesta sem lyktaði með því að einn þeirra sótti hníf inn í eldhús og lagði til hinna. Gunnar Jóhannsson rannsóknar- lögreglumaður segir hnífinn ekki hafa verið ýkja stóran. „En það er nú oft tilviljun sem ræður því hvernig áverkar hljót- ast af. Það þarf ekki endilega stór- an hníf til að valda miklum skaða.“ Hnífamaður særði fimm Tengdadóttir og sonur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, hafa stefnt útvarpsstjóra og Kastljósi fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Þau Lucia Celeste Molina Sierra og Birnir Orri Pétursson vilja þrjár og hálfa milljón króna í bætur, eftir því sem kom fram í fréttatíma RÚV í gær. Í stefnunni segir að látið hafi verið að því liggja í umfjöllun RÚV að umsókn Luciu um ríkisborgararétt hafi fengið sérmeðferð vegna tengsla við ráðherrann. Það hafi verið sérstaklega meiðandi fyrir hana og Birni. Kastljós hafi einnig brotið gegn friðhelgi hennar með því að birta umsókn hennar. Telja RÚV hafa meitt æru sína „Við verðum að vinna hraðar en við ætluðum okkur að því að koma Háskóla Íslands í fremstu röð háskóla. Þetta kann að hljóma djarft, en ég tel þetta brýnt. Ég er líka sannfærð um að til þess að þetta gangi eftir þurf- um við að gera háskólann hratt að alþjóðlegri stofnun,“ sagði Krist- ín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, við brautskráningar- athöfn í gær. Kristín rifjaði upp að fyrir tæpum tveimur árum hefði hún sett fram markmið um að koma Háskóla Íslands í hóp hundrað bestu háskóla í heiminum. Gerður hefði verið afkastatengdur samn- ingur um viðbótarfé frá ríkinu. Á einu ári hefði vísindagreinum í alþjóðlegum vísindatímaritum fjölgað um átján prósent, doktors- nemar væru fleiri og skólinn hefði gert samstarfssamninga við marga af bestu háskólum í heimi. Mikilvægar skipulagsbreytingar hefðu verið gerðar og leitað væri til kennara skólans frá virtustu háskólum heims. Kristín taldi brýnt að fá hingað til starfa framúrskarandi erlenda vísindamenn. „Við þurfum líka að nýta enn betur þann ótrúlega styrk og þá möguleika sem felast í getu skól- ans til að ganga í vísindalegt bandalag með bestu háskólum í heimi,“ sagði hún og benti á nauð- syn þess að auka samvinnu íslenskra háskóla. 397 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í gær og 70 kandídatar frá Kennaraháskóla Íslands. Í ræðu sinni gerði Ólafur Proppé rektor KHÍ sameiningu skólanna að umtalsefni. „Í sam- einuðum háskóla verður væntan- lega unnt að virkja enn betur en nú er gert sérfræðiþekkingu í báðum háskólum til að efla kenn- aramenntun fyrir öll skólastig.“ Háskólinn færist fyrr í fremstu röð Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor telur að vinna þurfi hraðar að því að koma Háskóla Íslands í fremstu röð, gera þurfi skólann að alþjóðlegri stofnun, fá framúrskarandi erlenda vísindamenn og efla samstarf íslensku háskólanna. Tveir nýir stjórnar- menn voru kjörnir í stjórn Ásatrúar- félagsins í gær. Óttar Óttarsson, fyrrverandi lögsögumaður, tók þar sæti, ásamt Öldu Völu Ásdísarsdóttur. Tveir nýir varamenn voru jafnframt kjörnir í stjórnina; Lára Jóna Þorsteinsdóttir og Ólafur Sigurðsson. Kosning fór fram á árlegu Allsherjarþingi og var það haldið á Hótel Sögu. Farið var yfir skýrslu stjórnar og nefnda, reikninga og fleira. Um kvöldið var blótað vættum vetrarins og þær blíðkaðar, í tilefni fyrsta dags hans. Tveir nýir voru kjörnir í stjórn Hljóðfæraleikarar og flestir áheyrenda á hljómleikum Sinfóníunnar í gær klæddust náttfötum. Þar með var hugmynd átta ára aðdáanda sveitarinnar hrint í framkvæmd. Þorgeir Tryggvason kynningar- fulltrúi sagði að tónleikarnir hefðu tekist vel og efnisskráin einkennst af draumkenndri, spennandi og svæfandi tónlist, í hæfilegum hlutföllum. Á náttfötunum Hugi, var þetta prison-breikið ykkar?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.