Fréttablaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.10.2007, Blaðsíða 6
 Atvinnuveiðum á hrefnu er lokið árið 2007. Félag hrefnuveiðimanna fékk framleng- ingu á kvóta til atvinnuveiða til 1. nóvember næstkomandi og á eftir af honum 23 dýr. Veður hefur ekki boðið upp á veiðar að undanförnu og bátar hrefnuveiði- manna nýttir til annarra veiða. Tímabilið hefur gengið vel að mati hrefnuveiðimanna og sala á hrefnukjöti ekki verið meiri síðan hrefnuveiðar hófust aftur árið 2003. Allt það kjöt sem kom af þeim 45 dýrum sem veidd voru 2007 er selt. Hrefnuveiði- vertíðinni lokið Brotist var inn í fataverslun við Laugaveg 29 snemma á föstudagsmorgun. Stuttu síðar var karlmaður handtekinn á Skólavörðustíg við annað innbrot, þá inn á kaffihús. Innbrotin eru talin tengjast. Þegar maðurinn fannst var hann blóðugur á höndum, líklega eftir rúðurnar sem hann braut, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Þjófurinn var í annarlegu ástandi en reyndist ekki hafa gripið mikið góss. Var hann færður í fangageymslu þar sem hann svaf úr sér vímuna áður en hann var yfirheyrður. Blóðugar hend- ur eftir innbrot Stjórn BSRB skorar á borgaryfirvöld að ógilda samninga um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Þá er þess krafist að hætt verði við áform um hlutafélagsvæðingu Orkuveitu Reykjavíkur og kallað eftir lagabreytingu sem komi í veg fyrir að einkaaðilar eignist náttúruauðlindir. Stjórnin varar við að „sú framvinda mála, sem orðið hefur innan OR og þær hræringar sem af henni hafa leitt á sviði stjórnmála, verði til þess að skyndiákvörðun verði tekin gegn útrásarmöguleik- um dótturfyrirtækja í eigu OR. Er bent á að Sameinuðu þjóðirnar hvetja til samstarfs opinberra veitufyrirtækja.“ Samruni ógiltur Félag ungra frjáls- lyndra vill setja árskvóta á fjölda nýbúa sem flytjast til Íslands. Árskvótinn skuli miðast við getu og vilja þjóðarinnar til mannfjölg- unar, segir í ályktun félagsins. Viðar Helgi Guðjohnsen formað- ur segir óhindrað flæði innflytj- enda ekki gott fyrir jafn fámenna þjóð og Ísland. „Það þýðir ekki að reyna að slá á þenslu með því að flytja inn vinnuafl, og meðan allt er opið getur það endað með ósköpum,“ segir hann. „Stórfyrir- tækin virðast stýra þessu en ekki stjórnmálamennirnir, og það er leiðinlegt að sjá.“ Vilja setja kvóta á fjölda nýbúa Fyrsta síld haustsins kom til Vestmannaeyja í gær með Sighvati Bjarnasyni VE-81. Skipið kom með rúm níu hundruð tonn sem fengust í þremur köstum á föstudaginn. Sighvatur fiskaði við Grundarfjörð. Jón Norðfjörð skipstjóri segir ferðina frá Grundar- firði til Eyja yfirleitt vera um fjórtán tíma stím. Sökum leiðindaveðurs hafi þeir hins vegar mátt sigla í sólarhring. „En ég held það sé nú allt í lagi með fiskinn og við erum að taka hann upp núna. Hann segir undarlegt að sjá fiskinn langt inni í Grundarfirði, hann hafi veitt í mörg ár en ekki þarna. „Þetta er ekkert venjulegt, ég hef aldrei séð hann áður svona inni í firðinum. Ég veit ekki til þess að menn hafi verið að veiða þarna fyrr en í fyrravetur. Þetta er einhver alveg ný staða,“ segir hann. Jón vill ekki giska á hverju sæti að síldin sé á þessum slóðum, en dettur helst í hug að hitastig sjávar hafi rekið hana þangað. „En hún er svo skrýtin þessi síld, hún fer sínar eigin leiðir og tekur alls kyns útúrdúra!“ Afli helgarinnar er, að mati Jóns, „prýðisgóð millisíld. Hún er nú ekki stórsíld eins og sú norska, en þetta er svona 250 til 300 gramma síld.“ Á Sighvati Bjarnasyni eru þrettán menn í áhöfn og verða þeir í landi fram á mánudag, þegar búið verður að landa. „Já, við löndum og förum svo aftur að leita að síld. Ég veit ekki hvort við förum aftur til Grundarfjarðar en það er búið að spá góðu veðri þannig að við leitum líklega eitthvað í kringum Vestmannaeyjar líka.“ Nokkur loðnu- og kolmunnaskip hafi verið að veiðum í Grundarfirði í gær og þokkalegt veður þar. Fyrsta síld haustsins kom til Eyja í gær Sighvatur Bjarnason VE-81 veiddi um 900 tonn af síld inni í Grundarfirði á föstudaginn og byrjaði að landa henni í gær í Vestmannaeyjum. Skipstjórinn segir óvenjulegt að sjá síldina á þessum slóðum. Aflinn sé „prýðisgóð millisíld“. Nýr einkennisbún- ingur lögreglunnar verður form- lega tekinn í notkun 1. nóvember. Embætti ríkislögreglustjóra hefur unnið að breytingum á búningum lögreglunnar í um tvö ár, með þátt- töku og í samstarfi við fjölmarga aðila. Markmiðið með breytingun- um er öruggari og þægilegri vinnu- fatnaður sem mætir þörfum lög- reglunnar. Upphaflega stóð til að nýr ein- kennisfatnaður lögreglu yrði tek- inn í notkun í upphafi árs 2007, en vegna ýmissa ytri aðstæðna hefur verið verulegur dráttur á afhend- ingu frá birgjum, eins og Frétta- blaðið hefur greint frá. Þær tafir leiddu til þess að eldri búningur er ófáanlegur og einhverjir lögreglu- menn hafa því þurft að taka nýja búninginn í notkun fyrir mánaða- mót. Þeim er það heimilt þar sem aðrir kostir eru ekki fyrir hendi, samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti ríkislögreglustjóra. Öryggi lögreglumanna var haft að leiðarljósi við efnisval búning- anna. Sem dæmi má nefna að hluti vinnufatnaðarins er úr eldtefjandi NOMEX-efni. Þá eiga hanskar að veita viðnám gagnvart stungum af sprautunálum. Búningur að breskri fyrirmynd Finnst þér orðið negri neikvætt? Átt þú hlutabréf?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.