Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 16
Þ
á verður líka sett upp úrval
mynda úr gjöf fjölskyldu
Markúsar Ívarssonar járn-
smiðs sem myndaði á sínum
tíma stofninn í Listasafninu,
Úrvalið sýnir aðeins lítinn hlut
af gjöf Markúsar. Hún deilir húsakynnum
með stórri yfirlitssýningu á verkum Kristj-
áns Davíðssonar frá síðustu sautján árum.
Halldór Björn Runólfsson safnstjóri leið-
ir okkur til kaffistofu starfsfólks og mun á
næstu stundarfjórðungum ræða þessa sýn-
ingu og Listasafnið almennt. Hann er búinn
að vera í starfi í nokkra mánuði; tók við af
Ólafi Kvaran. Sýningarstefna safnsins er
nú undir honum komin og þeim fáu starfs-
mönnum sem hann ræður yfir.
Kristján varð níræður í sumar. Hann er
enn að þrátt fyrir háan aldur og hefur átt
lengstan feril þeirra sem brutust úr örbirgð
til mennta á stríðsárunum og skópu Íslandi
nýja mynd, nýja sjálfsmynd. Kristján er að
vestan. Hann var í hópi þeirra sem sóttu
menntun vestur til Bandaríkjanna á stríðs-
árunum þegar forysta í myndsköpun var að
hverfa frá Parísarskólanum yfir til New
York. Hann fór ekki einn. Til Ameríku sótti
vestur um haf fjöldi Íslendinga: tónskáld
eins og Jón Þórarinsson, Jórunn Viðar og
Magnús Blöndal, rithöfundar á borð við
Jónas Árnason og Ólaf Jóhann Sigurðsson,
tónlistarmenn, KK og Svavar Gests, aðrir
listamenn eins og Guðmundur Jónsson
söngvari, Sigríður Ármann dansari. Nýi
heimurinn og sá gamli tókust um langan
tíma á í íslensku listalífi og átök þessara
tveggja heima hafa enn ekki verið könnuð
til fulls í íslenskri listasögu.
Nú er það nokkuð einstakt í íslenskri mynd-
list að haldin sé yfirlitssýning málara sem
kominn er yfir nírætt og einungis litið til
síðasta tímabilsins á ferli hans: verka sem
eru máluð eftir sjötugsaldurinn. En Kristj-
án hefur alltaf verið einstaklega afkasta-
mikill málari og í miklum metum meðal
þeirra sem hófu afstraktið til vegs og virð-
ingar hér á landi um miðja síðustu öld. Verk
hans voru enda þegar eftir Septem-sýning-
arnar, sem hann tók þátt í, eftirsótt og er
leið að sjöunda áratug síðustu aldar, seldi
hann einkar vel. Ný stétt menntafólks og
verslunar- og viðskiptamanna tók honum
fagnandi: heildsalamálarinn var hann kall-
aður. Kraftur verka hans, uppbrot á strang-
formastefnunni sem hafði þá ríkt um hríð í
afstraktinu, ef frá er talinn Svavar Guðna-
son, rímaði við list- og lífssýn þessa stóra
hóps sem varð þungamiðjan í íslensku sam-
félagi á viðreisnarárunum og þaðan í frá.
Og þá er líka til þess að líta að ameríski
afstrakt-expressjónisminn var orðinn
heimsþekktur, daufara var yfir strangflat-
armálverkinu í Evrópu og breytingar í
aðsigi í myndlist gamla heimsins.
„Við höldum okkur ekki stíft við þessi sautj-
án ár,“ segir Halldór. „Inn í blandast eldri
verk sem eru til hér í safninu sem gefa
örlítið tóninn um það sem áður var komið,
og þá sérstaklega þessar skemmtilegu
karikatúr-mannamyndir hans. Sumar
þeirra verða til fyrr en þó er hann að mála
verk sem eru hér á sýningunni alveg frá
1979 til 1999. En þetta er að meginhluta
sautján síðustu ár.“
Hvernig gengur að skilja feril Kristjáns
Davíðssonar þegar við nú í upphafi nýrrar
aldar viljum skoða samhengið í ferli hans.
Það er nöturleg staðreynd fyrir íslenskt
menningarlíf að ef líta á til Kristjáns sér-
staklega – þetta er maður sem hefur verið
að í meira en fimmtíu ár – þá er ekkert sér-
rit til um hann, sýningarskrár eru orðnar
sjaldgæfar og gefa litla hugmynd um
þróun, þó má nefna bók sem Aðalsteinn
Ingólfsson og Gallerí Nýhöfn/Mál og menn-
ing gáfu út árið 1992. Ef leita á heimilda um
verk hans verður að leita í úrklippusöfn og
þar er einungis að finna fáskrúðug viðtöl.
„Okkur var brugðið þegar við komumst að
þessu,“ segir Halldór, „ en það er ekkert til.
Þetta eru blaðagreinar, smáspaltar. Ég
reyndi að sannfæra bókaútgáfu á níunda
áratugnum að ástæða væri að vinna bók um
feril hans en talaði fyrir daufum eyrum.
Hann hefur legið lengi óbættur hjá garði.“
„Kristján fer til Pennsylvaníu og lærir þar
og var þá búinn að bíða í mörg ár eftir að
komast þar að. Væntanlega út af stríðinu.
Það var ekkert hægt að fara til Evrópu –
hún var í báli. Hann segist sjálfur síðar
ekki hafa orðið uppnuminn af amerískum
málurum. Hann segir Pollock fyrir sér bara
vera áframhald af evrópsku tradisjóninni.
Hann sé í bund og grund evrópskur málari.
Þaðan sé þetta allt sprottið. Hann segir að
það hafi verið erfitt þegar hann er fyrir
vestan að sjá verk þessara manna, eins og
Pollock. Þeir voru dreifðir og verkin þeirra
sáust ekki mikið. Það er seinna sem þessi
hópur verður að þessum stóra straum
ameríska expressjónismans.
Hann er alltaf með hugann við Evrópu.
Þegar hann fær sjens á að fara þangað vet-
urinn 1949 og 1950 til London og Parísar þá
hittir hann mann sem var mikill boðberi
þess sem var að gerast í Evrópu, Michel
Tapié. Hann hafði mikið dálæti á hrálist −
Art Brut − sem er heiti kennt við franska
málarann Jean Dubuffet sem hélt því fram
að fullkominn primitífismi, sköpunarmátt-
ur utangarðsmanna, geðfatlaðra og sérsinna
fólks, væri miklu meira ekta en annar sköp-
unarkraftur.“
„Michel var bara stuttan tíma boðberi Art
Brut, síðan hélt hann fram tachisma, slettu-
listinni, og óformlegri list − Art Informal.
Þessi maður merkilegt nokk var mikill
framtíðarspámaður því hann endaði uppi í
Torino sem varð seinna hreiður Arte Pov-
era-hreyfingarinnar, nokkurs konar nýlista-
hreyfingar. Michel hittir Kristján 1949,
kaupir af honum verk og býður honum að
halda sýningu í galleríi sínu. Hvað olli því
að Kristján þekktist ekki það boð má kenna
aðstæðum hér á landi. Kristján segir svo
frá að það hafi verið óskaplegt slys að hann
skyldi ekki þekkjast það boð.“
Halldór hikar ekki við að setja verk
Kristjáns á þessum tíma í alþjóðlegt sam-
hengi. Íslensk myndlist hefur löngum verið
talin menning eyjarskeggja af leikmönn-
um. Líklegast vegna fyrirferðar sérís-
lensks myndefnis. Enn í dag er verið að
kaupa dýrum dómum landslagsmálverk
svokallaðra eldri meistara hér á landi. Að
vísu segja menn í myndabransanum að vel
stæðir kaupendur hafi síðustu misserin
sýnt vaxandi áhuga á fimmtíu ára gamalli
myndlist. Íhaldssemi og varúð einkenna
markaðinn. Hvernig þætti mönnum ef eng-
inn keypti bíla eða föt nema þau væru helst
fimmtíu ára. Sá kaupendahópur sem fagn-
aði verkum Kristjáns fyrir mörgum ára-
tugum var annars sinnis: hann kepptist við
að kaupa það sem var nýjast – allt þar til
SÚM kom til og viðfangefni myndlistar á
Íslandi og víðar í vesturálfu hurfu frá óhlut-
bundna málverkinu þótt Kristján héldi
sínum hlut áfram á markaði.
„Það er rétt að hann eignast snemma hóp af
kaupendum, en það vill gleymast að hann
er óhemju heimspekilega sinnaður. Af þess-
um fátæklegu gögnum sem hefur tekist að
grafa upp má ráða að hann er ekki á eftir
Dubuffet að átta sig á mikilvægi frum-
stæðrar listar. það gerist nokkurn veginn
samtímis. Ýmsar yfirlýsingar hans sem eru
í flökti við hrálistina gefur Kristján út áður
en Dubuffet fer að halda Art Brut fram og
er þá oftast vísað til fyrirlesturs sem
Dubuffet hélt í Chicago 1951. Kristján segir
snemma í viðtali að listamenn sýni fólk
með sorgum sínum. Hann tekur sem dæmi
konu með brunasár sem geti verið mjög
falleg: Það er ekki lýti heldur gerir það fólk
stærra og fallegra. Þetta er mjög merkilegt
hjá manni í upphafi sjötta áratugarins.“
Kristján hefur verið afkastamikill málari.
Engin heildarskrá er til yfir verk hans;
hann tók ekki að skrá verk sín og hvar þau
væru niðurkomin fyrr en seint á ferli
sínum, ekki frekar en margir aðrir sinnar
kynslóðar. Söfnun upplýsinga um verk í
einkaeign eftir málara eins og hann er ekki
aðeins mikilvæg til að hindra skipulagðar
falsanir eins og brögð hafa verið að, heldur
er slík skrá nauðsyn til að hægt sé að skanna
feril manns á borð við Kristján.
Hvað veldur því að íslensk söfn annast
ekki slíka yfirlitsvinnu? „Söfnin eru svo
fáliðuð. Listasafn Íslands hefur ekki bol-
magn til að setja manneskju í svona vinnu.
Við vitum af mörgum verkum. En þegar við
fórum af stað fyrir þessa sýningu virtust
verkin vera endalaus. Afköstin eru slík. Og
það dregur ekkert úr.“ Halldór segir söfn-
un gagna um verk Kristjáns standa nokkuð
vel og þessi sýning sé innlegg í þá vinnu en
það sé borin von að Listasafnið geti staðið
að slíkri skráningu án sérstaks liðsinnis,
hvað þá útgáfu á heildarskrám um verk
málara á borð við Svavar og Kristján.
Við erum komnir inn á nýtt svæði: hvað
hefur Listasafnið úr miklum fjármunum að
spila til listaverkakaupa? „Um sautján
milljónum og hækkar upp í tuttugu milljón-
ir á næsta ári. Við getum ekki annað en
keypt bara innlend verk. Ef um verulega
dýr verk er að ræða get ég leitað kostenda,“
segir Halldór. Listasafn Íslands er eina
safnið í landinu sem má þiggja gjafir sem
eru frádráttarbærar til skatts. Það sem
Alþingi gat hugsað sér að gera fyrir það
mátti ekki gera fyrir önnur söfn. Fáum end-
urskoðendum eða stórfyrirtækjum virðist
þetta ljóst. Safnið hefur notið tilstyrks
Samson og er því opið án inngangseyris.
Aðsókn að því hefur verið afbragðsgóð síð-
ustu misseri.
Að lokum spyrjum við Halldór hvort
hann vilji flytja safnið af Fríkirkjuvegin-
um og hann svarar neitandi: „ Það er svo að
við eigum forkaupsrétt frá fornu fari að
flestum húseignum hér í kring og ég vil að
menn hugsi um að stækka safnið hér frekar
en að huga því stað annars staðar. Það á
heima hér í gömlu miðborginni.“ Á hann
von á því að það hópist þúsundir að sjá sýn-
ingu Kristjáns Davíðssonar sem verður
opnuð í næstu viku? „Þetta verður blokk-
böster.“
Vanmetinn meistari sýnir
Í þröngu anddyri Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg eru kassar af ýmsum stærðum og gerðum
úr ljósum viði, rammnegldir og merktir. Það er verið að pakka niður Ó-náttúrusýningunni sem
kláraðist um síðustu helgi. Brátt víkur þessi frumlega innsetning úr anddyrinu og nýir hrauk-
ar færast í átt að sölunum. Páll Baldvin Baldvinsson ræddi við Halldór Björn Runólfsson um
yfirlitssýningu á verkum Kristjáns Davíðssonar sem verður opnuð í vikunni.