Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 23

Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 23
Starfssvið: • Uppgjör og eftirlit vegna erlendra greiðslna í gegnum SWIFT. • Utanumhald vegna greiðslna af innlendri og erlendri lántöku hjá SPRON. • Uppgjör fjármálagerninga (framvirkir samningar, ávöxtunarsamningar o. fl.) sem Fjárstýring SPRON framkvæmir hverju sinni. • Uppbygging verkferla/vinnubragða í samvinnu við aðra starfsmenn Fjárstýringu SPRON. Menntunar- og hæfniskröfur: • Reynsla og góð þekking á SWIFT • Starfsreynsla á sviði erlendra viðskipta • Háskólamenntun á sviði viðskipta eða sambærileg menntun • Góð þekking á upplýsingakerfum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæði og skipulagshæfileikar • Frumkvæði og metnaður í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ósvaldur Knudsen, framkvæmdastjóri Fjárstýringar SPRON, og starfsmannaþjónusta SPRON í síma 550 1200. Umsóknir óskast sendar til starfsmannaþjónustu SPRON, starfsmannathjonusta@spron.is, fyrir 11. nóvember nk. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Erlend viðskipti í Fjárstýringu SPRON byggir samkeppnishæfni sína á ábyrgu og hæfu starfsfólki sem nýtur sjálfstæðis í starfi, ávinnur sér traust viðskiptavina og veitir þeim framúrskarandi lipra og skjóta þjónustu. SPRON óskar eftir að ráða metnaðarfullan starfsmann í uppgjör og eftirlit vegna erlendra viðskipta í Fjárstýringu SPRON. Viðkomandi starfsmaður myndi taka virkan þátt í innleiðingarvinnu á SWIFT-lausnum og öðru sem tengist uppgjöri erlendra viðskipta. Fjárstýring SPRON sinnir daglegri stýringu lausafjáráhættu, vaxtaáhættu og gjaldeyrisáhættu fyrir samstæðu SPRON auk þess að fjármagna rekstur SPRON innanlands sem utan. Gott starfsumhverfi, sem einkennist af góðum starfsanda, jákvæðu viðhorfi og gagnkvæmri virðingu starfsfólks í öllum samskiptum, er keppikefli okkar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.