Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 77

Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 77
Annað stofuspjall vetrarins fer fram á Gljúfrasteini í dag kl. 16. Verk mánaðarins að þessu sinni er Brekkukotsannáll og verður rætt um kvikmyndun og vinnslu sjónvarpsmyndarútgáfu sögunnar. Sveinn Einarsson leikstjóri og Björn G. Björnsson og Jón Þórisson leikmyndahönnuðir rifja upp ævintýrið um gerð kvikmyndarinnar. Árið 1972 var ráðist í að kvikmynda Brekkukots- annál sem kom út á bók 1957. Það var sjónvarpsstöðin NDR í Hamborg sem hafði frumkvæði að því að kvikmynda söguna í samvinnu við allar sjónvarps- stöðvar Norðurlandanna. Var þetta stærsta kvikmynd sem ráðist hafði verið í hér á landi og fengu ýmsir af okkar fremstu listamönnum dýrmæta skólun í kvikmyndagerð með þátttöku í verkinu. Myndin var sýnd í tveimur hlutum í ríkissjónvarpinu á sínum tíma og var síðar sýnd í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og víðar en hefur ekki verið gefin út fyrir almenning. Að venju er aðgangur að stofuspjallinu ókeypis og allir velkomnir. Kvikmyndun Brekkukotsannáls Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.