Fréttablaðið - 28.10.2007, Síða 80

Fréttablaðið - 28.10.2007, Síða 80
Bara spark í rassinn til að gera enn betur Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Man Utd, Fulham og Liverpool. 14.–16. DESEMBER W W W. I C E L A N DA I R . I S 52.800 KR. Verð á mann í tvíbýli frá + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir „Þetta var miklu skárra en á föstudag. Ég var að stærstum hluta til ánægður með sóknarleikinn enda spiluðum við okkur í færi en fórum að vísu illa með þau,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari og hann hrósaði nýliðanum úr Haukum, Sigur- bergi Sveinssyni, sérstaklega. „Það var mjög jákvætt að sjá hans frammistöðu hér í dag. Þetta er sterkur maður og einkennilegt að þessi maður hafi nánast ekkert verið með í unglingalandsliðum.“ Alfreð var heilt yfir ánægður með varnarleikinn. „Markvarslan var samt algjörlega í molum og það kom mér á óvart enda strákarnir að standa sig vel á æfingum,“ sagði Alfreð. Nokkra athygli vakti að hann skyldi spila með Hannes Jón Jónsson í vinstra horninu lengstum. „Hannes er mjög stöðugur og gerir lítið af mistökum. Þess vegna er hann þarna.“ Miklu betra Alfreð Gíslason lands- liðsþjálfari var ómyrkur í máli eftir slæmt tap landsliðsins gegn Ungverjum á föstudag og kallaði eftir hugarfarsbreytingu. Dreng- irnir hans brugðust rétt við á Ásvöllum í gær, sýndu miklu betri leik og unnu nauman en sann- gjarnan sigur, 32-31. Alfreð byrjaði með sama lið og á föstudag en spilaði 5/1 vörn frá upphafi að þessu sinni. Þjálfarinn gagnrýndi reynslumeiri leikmenn liðsins harkalega eftir fyrri leik- inn og þeir svöruðu gagnrýni þjálfarans strax í upphafi. Fór þar fremstur í flokki fyrirliðinn Snorri Steinn Guðjónsson sem lék við hvurn sinn fingur. Ísland tók strax frumkvæði í leiknum en Ungverjar unnu sig inn í leikinn eftir að markvarslan datt niður um miðjan hálfleikinn. Hún kom aldrei aftur. Það var jafnt í leikhléi, 15-15, og íslenska liðið hélt frumkvæðinu allan síð- ari hálfleikinn þökk sé góðum sóknarleik. Strákarnir spiluðu sig ítrekað í góð færi og hefðu átt að ganga frá leiknum snemma en létu mark- verði Ungverja verja allt of mikið af skotum úr opnum færum. Varn- arleikurinn var lengstum fínn en markvarslan var nákvæmlega engin og skipti engu hvor mark- varðanna stóð á milli stanganna. Alfreð ákvað að setja Hreiðar inn af bekknum þegar mínúta var eftir. Það reyndist vituleg ákvörð- un. Róbert kom Íslandi í 32-31 og Hreiðar varði lokaskot Ungverj- anna og tryggði Íslandi sigur. Það var aðeins annað skotið sem var varið í hálfleiknum sem er engan veginn ásættanlegt. „Ég held ég hafi spilað minn sla- kasta landsleik frá upphafi á föstu- dag og var mjög ósáttur við mína frammistöðu. Það var því ekkert annað í stöðunni en að svara með góðum leik núna,“ sagði brosmild- ur fyrirliði Íslands, Snorri Steinn Guðjónsson, sem átti frábæran leik eins og áður segir. Það var líka allt annað að sjá Ásgeir Örn og Arnór sem voru ákveðnari í sínum aðgerðum. Alexander var aftur á móti ólíkur sjálfum sér og munar um minna. Sigur þrátt fyrir lélega markvörslu Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að endurnýja ekki samning sinn við Eyjólf Sverris- son, landsliðsþjálfara karla í knatt- spyrnu, en núverandi samningur hans rennur út þann 31. október næstkomandi. Eyjólfur mun því ekki stýra landsliðinu gegn Dönum í síðasta leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Samningur Eyjólfs Sverrissonar við Knattspyrnusamband Íslands rennur út þann 31. október næst- komandi og verður ekki endurnýj- aður, en ákvörðunin var tekin á fundi KSÍ í gær. Geir Þorsteins- son, formaður KSÍ, hafði áður fyrr í vikunni látið hafa eftir sér að Eyj- ólfur myndi að minnsta kosti klára landsleikinn gegn Dönum sem fer fram þann 21. nóvember næstkom- andi. „Persónulega hefði ég viljað að Eyjólfur myndi klára þetta verk- efni, það er að segja undankeppni EM, en eftir að í ljós kom að ákveð- in mistök höfðu átt sér stað hjá okkur við samningsgerð, þá varð þetta niðurstaðan,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær og útskýrði nánar. „Samningurinn við Eyjólf átti náttúrulega að gilda út undan- keppnina en fyrst hann gerði það ekki og sættir um skammtíma- samning náðust ekki, þá voru í raun bara tveir möguleikar eftir í stöðunni. Annars vegar að endur- nýja samninginn við Eyjólf til langs tíma eða endurnýja ekki samninginn og leita að nýjum þjálfara. Seinni kosturinn varð fyrir valinu hjá okkur, þó svo að Eyjólfur hafi viljað halda áfram með liðið til lengri tíma,“ sagði Geir og kvað árangur liðsins undir stjórn Eyjólfs hafa ráðið úrslitum um að þessi ákvörðun var valin. „Það eru ýmsar sögusagnir um agavandamál innan landsliðsins og fleira í þeim dúr og ég ætla ekki að blanda mér í einhver einkasamtöl milli þjálfarans og leikmanna þannig að þetta hefur í raun ekkert komið upp á borð hjá mér. Ákvörð- un stjórnar KSÍ byggir fyrst og fremst á árangri landsliðsins, svo einfalt er það,“ sagði Geir. Stjórn KSÍ þarf nú að ráða sínum ráðum með nýjan landsliðsþjálf- ara og eins og staðan er núna þá er allt óráðið í þeim efnum. „Það er alveg klárt að við þurf- um að finna nýjan þjálfara, en það er ekki búið að taka neina ákvörð- un hvað það varðar og það verður að koma í ljós hvort það gangi fljótt fyrir sig eða hvort við þurf- um að fá einhvern þjálfara til bráðabirgða fyrir Danaleikinn,“ sagði Geir. Stjórn KSÍ tilkynnti í gær að Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari karla í knatt- spyrnu, yrði ekki endurráðinn, en núverandi samningur hans rennur út í lok október. Formaður KSÍ segir Eyjólf hafa verið til í að halda áfram með liðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.