Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 8
Þrír ráðherranna taka ekki frá fastan tíma í mánuðinum til að veita viðtöl. Þeir eru formenn flokkanna, þau Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ásamt samgönguráðherra, Kristjáni Möller. Kristján er þó sagður afar dug- legur að veita viðtöl og hefur komið fyrir að hann helgi heilum degi til þessa. Hann hringir til að mynda gjarnan í fólk sem hefur pantað viðtal og býr á landsbyggð- inni og reynir að spara þeim sporin gegnum símann. Samgönguráðherra reynir að koma öðrum viðtölum fyrir einu sinni í mánuði, og þá á miðviku- dagsmorgnum. Ekki er mikið um að almenning- ur panti viðtal við Geir H. Haarde forsætisráðherra, en það gerir fjöldinn allur af sveitarstjórnar- mönnum og hagsmunaaðilum, ásamt fólki úr stjórnkerfinu. Þá ganga almennir ráðherrar fyrir. Þá veitir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra viðtöl „eftir þörfum“, samkvæmt upp- lýsingum frá aðstoðarmanni. Allir aðrir ráðherrar veita viðtöl fyrir hádegi á miðvikudögum, en svo er að skilja á riturum þeirra og aðstoðarmönnum að starfið gangi meira og minna út á ýmis viðtöl og spyr þá enginn hvaða dagur er. Elstu menn í heilbrigðisráðu- neytinu muna ekki eftir annarri eins ásókn í viðtöl og við núver- andi heilbrigðisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson. Hann hefur í sumar svarað allt að 300 erindum í eigin persónu og náð að stytta biðlistann mikið. Við- tals við Guðlaug bíða þó enn tæp- lega 100 einstaklingar og samtök. Einnig virðist mikil eftirspurn eftir viðtali við menntamálaráð- herra. Hann fær viðtalsbeiðnir oft á dag og bíða „þónokkrir“ viðtals við hann, en ekki fengust nákvæm- ari upplýsingar um hversu margir það eru. Þrír ráðherrar ekki með fasta viðtalstíma Allir ráðherrar nema þrír eru með fasta viðtalstíma fyrir hádegi á miðvikudög- um. Biðtími eftir viðtali gæti verið um vika en ætti ekki að vera lengri en einn mánuður. Elstu menn í heilbrigðisráðuneytinu muna ekki eftir viðlíka ásókn. Stjórnarmeirihluti Romanos Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, stendur veikum fótum eftir viku markaða áföllum þar sem ráðherrar hótuðu að sprengja ríkisstjórn- arsamstarfið og sjö atkvæðagreiðslur töpuðust í þinginu. Prodi sá sig loks knúinn á fimmtu- dagskvöld til að skora opinberlega á uppreisnar- gjarna samstarfsfélaga sína að segja til hvort þeir vildu í raun styðja ríkisstjórnina. Prodi leiðir eins sætis meiri- hluta í efri deild þingsins og hefur samstarfið verið stormasamt allt frá myndun þess í apríl 2006. Vika áfalla fyrir meirihluta Prodi Eimskip hefur samið um sölu meirihluta hlutafjár Air Atl- anta. Félaginu hefur verið skipt upp í tvær einingar. Annars vegar flugfélagið Air Atlanta og hins vegar flugvélaeignarhaldsfélagið Northern Lights Leasing (NLL). Verðmæti heildarhlutafjár Air Atl- anta er um 3,9 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu. Virði hvors félags um sig fæst ekki gefið upp. Söluverð er því á huldu. Félag í eigu stjórnenda Atlanta, Hannesar Hilmarssonar forstjóra og Geirs Vals Ágústssonar fjár- málastjóra, kaupir allt hlutafé flug- félagsins Air Atlanta. Hannes segir að stefnt sé að því að fá utanaðkomandi fjárfesta að félaginu. „Við ætlum að nota næstu vikur vel og skoða öll tækifæri. Við ætlum að byggja upp öflugt félag á rótgrónum grunni sem Air Atlanta stendur á.“ Arctic Partners kaupa 51 pró- sents hlut í NLL. Félagið á fyrir flugvélamiðlunina Avion Aircraft Trading. Arctic Partners er í eigu Hafþórs Hafsteinssonar, Arngríms Jóhannssonar og smærri innlendra og erlendra fjárfesta. Að sögn Hafþórs hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort félögin verða sameinuð þegar fram líða stundir. Það gæti allt eins verið. Eimskip heldur eftir 49 prósenta hlut í NLL. Til stendur að selja þann hluta þegar fram líða stundir. Með sölunni á Atlanta hefur Eim- skip selt sig að fullu út úr flug- rekstri. Framvegis mun félagið ein- beita sér að meginstarfsemi sinni, flutningum og rekstri á kæli- og frystigeymslum. Eimskip selur hluta Atlanta Íslensk skip mega veiða 183.697 tonn úr norsk- íslenska síldarstofninum sam- kvæmt samkomulagi sem samþykkt var á fundi strandríkja um stjórnun síldveiða fyrir árið 2008. Á fundinum, sem lauk í Lundúnum á fimmtudag, náðist samkomulag um að heildarafla- mark yrði 1.266.000 tonn árið 2008. Norðmenn fá eins og áður mest í sinn hlut eða rúm 770 þúsund tonn. Niðurstaðan er í samræmi við vísindaráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknaráðsins (ICES) og stjórnunaráætlun um sjálfbæra nýtingu stofnsins til lengri tíma. Niðurstaða vísindamanna er að stofninn sé í góðu ásigkomulagi og lítil breyting er á leyfilegum heildarafla milli ára, eða 1,09 prósent. 183 þúsund tonn til Íslendinga Hvaða rokkari hélt risa- tónleika í Laugardalshöll á laugardagskvöld? Hvaða fyrirtæki hyggst bjóða starfsmönnum sínum upp á að fá laun sín greidd í evrum? Hver hefur tekið við stöðu knattspyrnustjóra hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham? Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Austurlands. Hann kýldi 34 ára mann fyrir utan skemmtistaðinn Svarthvítu hetjuna í Fellahreppi í september í fyrra, þannig að tennur brotnuðu og nef bólgnaði. Ekki þótti sannað að hann hefði slegið manninn með glasi, eins og kom fram í ákæru. Árásarmaðurinn sagðist hafa kýlt frá sér þegar fórnarlambið veittist að honum og tuskaði hann til. Auk skilorðsins var hann látinn greiða fórnarlambinu 366 þúsund krónur í skaðabætur. Kýldi mann en ekki með glasi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.