Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 34
Þetta eru lokin á syrpu pistla um orkumál á líðandi stund.
Hér verður rætt um umdeilda
þætti: eignarhald á orkufyrirtækj-
um og auðlindum.
Lengi hefur verið deilt um það
hvort auðlindir í og á jörðu skuli
vera í almannaeigu eða einkaeigu.
Á vissan hátt var tekið af skarið
með tveimur lagasetningum á
seinustu árum. Annars vegar var
lögfest að jarðeigendur skyldu
eiga öll réttindi til orkunýtingar á
og undir sínum landareignum, en
með gömlum vatnalögum var búið
að segja það sama um orku vatns-
falla. Á hinn bóginn var tekið á því
með þjóðlendulögunum að auð-
lindir utan jarða og eignarlanda
skyldu vera í eigu íslenska ríkis-
ins. Þá ber að hafa í huga að ríki og
sveitarfélög eiga líka talsverðar
landareignir og þar með auðlindir
þeirra.
Ekki hefur verið kortlagt hve
mikið af orkulindunum er saman-
lagt í opinberri eigu og hve mikið í
einkaeigu, en ætla má að talsverður
meirihluti sé í eigu hins opinbera
með einum eða öðrum hætti. Nú
hafa ráðherrar kynnt þá stefnu að
ekki verði gengið á eign hins opin-
bera á orkulindum og að þær verði
ekki seldar, enda þótt ekki sé ætl-
unin að hrófla við núverandi einka-
eigu í þessum efnum. Hliðstæð
umræða er í gangi í Noregi, þar
sem hið opinbera hefur í reynd
umráð yfir megninu af hinum
gífurlegu orkulindum Norðmanna.
Vegna tiltekins dóms EFTA-dóm-
stólsins varðandi hluta af vatns-
réttindunum hefur norska ríkis-
stjórnin áréttað þann vilja sinn að
kvika ekki frá opinberri forsjá á
vatnsorkunni.
Enda þótt auðlindir kunni að vera
í opinberri eigu eða umsjón er
ekki þar með sagt að nýting auð-
lindanna eigi að vera hlutverk
hins opinbera. Þannig eru „nytja-
stofnar á Íslandsmiðum ... sam-
eign íslensku þjóðarinnar“ eins og
segir í lögum enda þótt nýtingin
sé framseld til eigenda fiskiskipa.
Með sama hætti er það aðskilin
ákvörðun hver stefnan á að vera
varðandi eign-
arhald á
orkulindum
og hverjum á
að vera heim-
ilt að nýta
þær, hvort
það séu jöfn-
um höndum
opinberir aðil-
ar og einkaað-
ilar, jafnt inn-
lendir sem erlendir. Í hinni
pólitísku umræðu vill þó brenna
við að hér sé allt lagt að jöfnu,
auðlindaforsjáin og nýtingin, eftir
því sem hentar málflutningum.
Mikilvægasta úrlausnarefnið í
þessum málum er hvernig háttað
er aðgengi að þeim auðlindum
sem stjórnvöld kunna að hafa til
ráðstöfunar, hvernig gert er upp á
milli þeirra sem nýta vilja sama
auðlindakostinn og hvað og
hvernig greitt er fyrir nýtinguna.
Í upphafi síðustu aldar settu Norð-
menn undir þann leka að vatns-
orkuréttindi voru að færast í
hendur útlendinga. Það gerðu þeir
með þeim hætti að lögbjóða að
skila yrði réttindunum og orkuver-
unum „heim“ til Noregs að sextíu
árum liðnum. Fyrirkomulagið á
þessari „heimkvaðningu“ (hjem-
fall á norsku) varð tilefni fyrr-
greinds EFTA-dóms. Hérlendis
gengu menn enn lengra og voru
settar lagaskorður við áformum
Einars Benediktssonar um að fá
erlent fjármagn til virkjana og
stóriðju.
Enn eru færð rök gegn erlendri
aðild að orkugeiranum. Með aðild
okkar að EES er fyrirmunað að
gera upp á milli okkar og annarra
EES-búa í þeim efnum. Enda þótt
lög setji aðilum utan EES vissar
tálmanir er auðvelt að komast
framhjá þeim. Því er hæpið að
hægt væri að setja skorður við
aðild erlendra einkaaðila að orku-
geiranum þótt menn kynnu að
vilja það. Spyrja má hvort fælni
við útlendinga er ekki birtingar-
mynd annarra áhyggjuefna, svo
sem þeirra að einkaaðilar megi
ekki eignast auðlindir í almanna-
eigu, að sérleyfisstarfsemi eigi að
vera í opinberum rekstri eða
hvort einkaeignarfyrirkomulag
eigi að vera þar jafnrétthátt? Í
margra augum skiptir máli hvort
auðlindir eru í almannaeigu eða
ekki. En er reginmunur á því
hvort sá sem kann að eiga hlut í
auðlindunum heitir Jón Sigurðs-
son eða John Smith? Kannski búa
báðir í London! Snýst ekki deilan
fremur um hlut hins opinbera
annars vegar og einkaaðila hins
vegar en hvert ríkisfang manna
er?
Höfundur er orkumálastjóri.
Orðræða um orkumál (3)