Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.10.2007, Qupperneq 12
Fyrirtækið Hópbílar hf. hefur verið úrskurðað í Héraðs- dómi Reykjaness til að hlíta fjár- námsaðgerð sýslumannsins í Hafnarfirði vegna gjaldfallinna afnotagjalda af útvarpstækjum í átján atvinnubifreiðum. Sýslu- maður gerði fjárnám í einni af bifreiðum fyrirtækisins vegna skuldar þess við Ríkisútvarpið að upphæð 87 þúsund krónur. Forráðamenn Hópbíla hf. vildu ekki una fjárnámsaðgerðinni og kröfðust ógildingar hennar fyrir dómi. Krafan var byggð á að á árinu 2005 hefði einungis verið innheimt afnotagjald vegna eins útvarpstækis hjá fyrirtækinu en ári síðar hefðu Hópbílar hf. feng- ið kröfu um greiðslu afnotagjalds af átján útvarpstækjum. Útvarps- tæki væru nú almennur fylgihlut- ur með atvinnubifreiðum, ólíkt því sem verið hefði á fyrstu dögum RÚV. Lögum um RÚV hefði hins vegar ekki verið breytt í samræmi við þessa staðreynd og því skorti lagastoð fyrir inn- heimtunni. Lögmaður RÚV upplýsti við munnlegan málflutning að árið 2000 hefði öllum eigendum atvinnubifreiða verið send til- kynning um að gengið yrði eftir greiðslu afnotagjalda vegna við- tækja í slíkar bifreiðir. Ósannað væri því að komist hefði á venja um að innheimta ekki slík gjöld. Greiða af 18 útvarpstækjum Karita Bekkemellem, sem nýlega vék úr embætti ráðherra barna- og jafnréttis- mála í norsku ríkisstjórninni, ber stjórnunar- stíl Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra og formanns norska Verkamanna- flokksins, ekki vel söguna. Í blaðaviðtali gerir hún upp við „valdamenningu“ flokksfor- ystunnar. „Því hefur verið haldið fram að ég hafi grátbeðið Jens [Stoltenberg] um að fá að halda áfram [sem ráðherra], og að ég sé bitur. Þetta er illkvittinn óhróður,“ tjáði Bekkemellem dagblaðinu Adresseavisen. Gerir upp við flokksforystuna Meira en 2.000 starfsmenn í málm- og tækniiðnaði í Finnlandi bundu á föstudag enda á fimm daga verkfall sitt eftir að samkomulag náðist í samningavið- ræðum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Samtök launþega boðuðu til verkfallsins sem náði til sex finnskra fyrirtækja. Höfðu samtökin hótað því að verkfall yrði boðað í tuttugu fyrirtækjum til viðbótar næðist ekki sátt. Fallist var á tillögu ríkissátta- semjara um 9-10 prósenta launahækkanir sem taka munu gildi á næstu tveimur og hálfa ári. Fimm daga verkfalli lokið Miðað við óbreytt skipulag er Örfirisey ákjósanlegasti staðurinn fyrir olíubirgðastöð á eða í nágrenni höfuðborgarsvæðis- ins. Þetta er niðurstaða verkefnis- stjórnar sem skipuð var í fyrra og var falið að fara yfir áhættumat fyrir olíubirgðastöðina í Örfirisey og kanna möguleika á annarri stað- setningu slíkrar stöðvar. Þetta er einnig sagt gilda ef möguleg byggðaþróun í Örfirisey og á landfyllingum þar í kring helst vel utan allra hættusvæða, sem nánar eru skilgreind í áhættugrein- ingu dönsku ráðgjafarstofunnar COWI á stöðinni í Örfirisey. Sam- kvæmt greiningunni væri byggð óæskileg nær en í 320 til 380 metra fjarlægð frá stöðinni. Skýrslan var kynnt í borgarráði á fimmtudag. Björn Ingi Hrafns- son, formaður borgarráðs, segir skýrsluna grunngagn í umræðum um framtíðaruppbyggingu í Örfirisey. Ljóst sé að olíubirgða- stöð verði að vera til staðar í námunda við höfuðborgarsvæðið. „Hins vegar er það ljóst í mínum huga að til lengri framtíðar þá mun verða slík þróun í kringum Örfiris- ey og á landfyllingum tengdum henni að það mun kalla á umræðu um flutning þessarar stöðvar, hvert sem það væri. En það þarf að finna þá valkost sem er annað- hvort jafngóður eða betri.“ Björn bendir á að bæði í Ósló og Stokk- hólmi hafi sambærilegar stöðvar nýlega verið fluttar vegna fram- þróunar byggðar. Hann áréttar þó að engin ákvörðun hafi enn verið tekin í þessum efnum. Verkefnisstjórnin, sem skipuð var fulltrúum slökkviliðs, Olíu- dreifingar, Faxaflóahafna, Skeljungs og Umhverfissviðs Reykjavíkur, mat kosti og galla fimmtán mögulegra staðsetninga olíubirgðastöðvar. Örfirisey var enn talin ákjósanlegasti kostur- inn. Gert er ráð fyrir að ný stöð myndi kosta um 9,5 milljarða króna. Ekki væri unnt að skerða starfsemi í Örfirisey að nokkru ráði fyrr en önnur væri risin. Tekið var tillit til áhættu við landflutninga á olíu, sem er jafnan metin þeim mun meiri því lengra sem aka þarf með olíuna. Þá var horft til umhverfissjónarmiða og breytts flutningskostnaðar við mögulega tilfærslu. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, var formaður verkefnisstjórnar- innar. Hann segir skýrsluna ætlaða sem kort fyrir þá sem ákvarðan- irnar taka. „Það getur vel verið að það sé best fyrir alla að borgin vaxi og dafni úti í Örfirisey og tankarnir fari þá eitthvert annað. Í því gætu líka falist ákveðin tæki- færi að þurfa að byggja upp nýja stöð með nýjustu tækni.“ Olían best geymd í Örfirisey Olíubirgðastöð er best komið á núverandi stað sínum í Örfirisey, að mati verkefnisstjórnar sem kannaði málið. Formaður borgarráðs telur að óhjákvæmilega muni koma að því að huga verði að flutningi hennar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.