Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 10
PLÚSFERÐIR – Lágmúla 4 – 105 Reykjavík - Sími 535 2100
Ferðaskrifstofa
Innifalið í verði: Flug og gisting í 3 nætur og morgunverður,
flugvallaskattar og íslensk fararstjórn.
Verð á mann miðað við 2 fullorðna í herbergi á Hotel Catalona Princesa
með morgunverði í 3 nætur.
Aðstandendur
heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu
Skjóli er farið að lengja eftir að
meiri peningar verði lagðir til
starfseminnar. Funda þeir með
heilbrigðisnefnd Alþingis á morgun
til að ræða manneklu og aðbúnað
heimilisfólks.
Aðstandendur óskuðu eftir fund-
inum en sams konar fundur var
haldinn fyrir ári. „Við fengum bréf
frá landlækni um það leyti sem
aðstandendafélagið var stofnað í
fyrra, sem staðfesti að það vantaði
fé inn í málaflokkinn og að mönnun
væri áfátt,“ segir Halldór Torfa-
son, einn stjórnarmaður Aðstand-
endafélagsins á Skjóli. „Í kjölfarið
fórum við á fund nefndarinnar en
lítið hefur gerst síðan og af þeim
sökum óskuðum við eftir nýjum
fundi. Við bindum miklar vonir við
fundinn enda var það á stefnuskrá
allra flokka fyrir kosningar að
auka fé til málaflokksins. Því miður
skilaði það sér þó ekki inn í fjár-
lagafrumvarpið en við höfum
einnig óskað eftir fundi með fjár-
laganefnd.“ Halldór segir félagið
berjast fyrir fleiri hjúkrunarheim-
ilum, hærri launum starfsfólks,
öflugra starfi og meiri örvun fyrir
vistmenn.
Ágúst Ólafur Ágústsson, vara-
formaður Samfylkingarinnar og
varaformaður heilbrigðisnefndar,
mun stýra fundinum í fjarveru
Ástu Möller, formanns. Hann segir
ríkisstjórnina gera sér grein fyrir
manneklunni og að taka þurfi þjón-
ustuna í gegn. Ágúst Ólafur bindur
vonir við að núverandi ríkisstjórn
komi til með að gera það. „Það er í
stjórnarsáttmálanum og auk þess
eru kjarasamningar á leiðinni. Það
er löngu tímabært að laun þessara
stétta verði hækkuð. Það er komið
að þeim og við þurfum að standa
okkur betur,“ segir Ágúst Ólafur.
Staðið verði
við fyrirheitin
Aðstandendur heimilisfólks á Skjóli vilja að laun
starfsfólks verði hækkuð og starfsemin efld. Vara-
formaður Samfylkingarinnar segir löngu tímabært
að hækka laun starfsfólks í umönnunarstörfum.
Christina Fernandez
de Kirchner, forsetafrú Argentínu,
virtist í gær nær örugg um að
tryggja sér umboð til að sitja sjálf
á forsetastól næsta kjörtímabil.
Úrslit verða kunn í dag, en allt
benti til að hún myndi strax í
fyrstu umferð tryggja sér yfir 40
prósent atkvæða og þar af leiðandi
ná kjöri án þess að til úrslitaum-
ferðar milli tveggja efstu fram-
bjóðenda þyrfti að koma. Alls voru
14 í framboði.
Nestor Kirchner, fráfarandi
forseti, hefur notið mikillar hylli
fyrir að hafa stýrt landinu út úr
mestu efnahagskreppu í sögu
þess. Sjálf er Fernandez öldunga-
deildarþingmaður.
Forsetafrú verður forseti