Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 38
Pihla Meskanen, arkitekt og skóla- stjóri Arkki-skólans í byggingar- list fyrir börn og unglinga í Hels- inki, heldur fyrirlestur sem hún nefnir Nám og leikur: Umhverfi og byggingarlist, á Kjarvalsstöð- um á morgun kl. 17. Fyrirlestur- inn er haldinn í tengslum við sýn- inguna Byggingarlist í augnhæð sem nú stendur yfir í norðursal safnsins. Í fyrirlestri sínum fjallar Pihla Meskanen um aðkomu sína að kennslu byggingarlistar fyrir 3-19 ára nemendur. Pihla var einn af stofnendum Arkki-skólans árið 1993 í kjölfar þess að kennsla í byggingarlist var innleidd í náms- krá grunnskóla í Finnlandi, en skólinn var sá fyrsti í landinu sem bauð upp á námskeið í byggingar- list fyrir börn og unglinga utan skólatíma. Pihla hefur komið víða við í starfi sínu og er meðal annars höf- undur kennslubóka sem vakið hafa mikla athygli. Hún hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir frumkvöðlavinnu sína í kennslu byggingarlistar með áherslu á skynjun og sköpunar- gleði. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Byggingarlist barna á Kjarvalsstöðum Í nóvember er hver sá sem vettlingi getur valdið hvattur til að skrifa 50.000 orða uppkast að skáldsögu undir formerkjum átaksins Nanowrimo. Nanowrimo má rekja til Bandaríkj- anna, en hróður þess hefur ferðast víða og er nú svo komið að fólk um gervalla heimsbyggðina notar nóv- ember til þess að koma innblásnum orðum á blað. Í ár styður Bókasafn Kópavogs átakið með því að standa fyrir opnu húsi öll þriðjudagskvöld í nóvember fyrir þá Íslendinga sem taka þátt. „Nanowrimo stendur fyrir „National novel writing month“. Saga fyrirbærisins er á þann veg að fyrir átta árum tóku nokkrir upprennandi rithöfundar í Banda- ríkjunum sig saman og ákváðu að reyna að skrifa skáldsögu, eina á mann, á einum mánuði. Þau höfðu öll glímt við ritstíflur og langaði til þess að losna undan því oki með þessari aðferð. Átakið gekk vel og þau náðu öll að klára uppköstin sín og skemmta sér vel í leiðinni. Þetta er náttúrulega frekar geggjað framtak og eins og tímaramminn gefur til kynna er lögð meiri áhersla á magn en gæði. Aðalatriðið er að koma einhverju frá sér, svo má alltaf koma að uppkastinu seinna og lagfæra það,“ segir Arndís Þórarinsdóttir, en hún er deildarstjóri á Bókasafni Kópa- vogs. Bókasafnið hefur ekki áður tekið þátt í átakinu á þennan hátt. „Okkur þótti þetta skemmtileg hugmynd og vildum gera eitthvað til þess að hvetja íslenska þátttakendur þess áfram. Við skoðuðum heimasíðu Nanowrimo og þar var áberandi hversu margir töluðu um að það hefði hjálpað þeim mjög í ritferl- inu að geta hist vikulega, borið saman bækur sínar og fengið stuðning frá öðrum í sömu stöðu. Þess vegna ákváðum við að bjóða upp á vettvang þar sem fólk getur hist og skrifað saman vikulega,“ segir Arndís. Átakinu hefur vaxið ásmegin frá ári til árs. „Í fyrsta skipti sem þetta fór fram voru þátttakendur um 20 talsins. Í ár er reiknað með að um 100.000 manns taki þátt um allan heim. Þó að fólk sé náttúrulega oft bara að bulla til þess að fylla upp í orðakvóta hvers dags kemst fólk líka að því að það kannski getur eitthvað sem það vissi ekki fyrir. Úr átakinu hafa orðið til nokkrar skáldsögur sem hafa fengist útgefnar og meira að segja náð nokkrum vinsældum. Það er erfitt að sjá fyrir hvað maður situr uppi með að mánuðinum loknum, en þessi ófyrirsjáanleiki er líklega það skemmtilegasta af öllu,“ segir Arndís að lokum. Nánari upplýsingar um átakið má nálgast á www.nanowrimo.org Ármúla 22 108 Reykjavík Sími 533 5900 Fax 533 5901 skrifstofa@skrifstofa.is Opnunartími: mánudaga - föstudaga 9:00 - 18:00 www.skrifstofa.is Góður skrifstofustóll er það sem þú saknar mest þegar þú þarft að vinna annars staðar ka ld al jó s 20 07 Margverðlaunaður skrifstofustóll sem hentar vel fyrir þá sem aðeins velja það besta. Í þessum stól sameinast bæði glæsileg hönnun og framúrskarandi gæði. • Umhverfisvænn heilsustóll • Fylgir hreyfingum notandans • Hvetur til hreyfingar • Mótstöðustilling • Hæðarstillanlegur bakpúði • Dýptarstillanleg seta • Hæðar- og breiddarstillanlegir armar með leðurklæðningu • Fæst með hærra baki og höfuðpúða • Parkethjól Framúrskarandi HÅG H09 Hönnuður: Svein Asbjørnsen Þessi skrifstofustóll er með 10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæðarpumpu. Tilboð kr. 99.900.- Mjög sterkur og endingargóður skrifstofustóll, hannaður fyrir mikla notkun. Þetta er einstak- lega þægilegur og notendavænn stóll sem slegið hefur í gegn hjá íslenskum notendum. • Umhverfisvænn heilsustóll • Fylgir hreyfingum notandans • Hvetur til hreyfingar • Mótstöðustilling fram og aftur • Stærðarstilling og hæðarstillanlegt bak • Hæðar- og breiddarstillanlegir armar • Fæst með höfuðpúða • Parkethjól Þessi skrifstofustóll er með 10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæðarpumpu. Þægilegur og sterkur HÅG H05 Hönnuður: Peter Opsvik Tilboð kr. 75.760.- Hönnuður: SørenYran Þessi skrifstofustóll er með 10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæðarpumpu. Stóllinn sem uppfyllir allar helstu kröfur um heilsu- og umhverfisvæna stóla. Hann er unninn úr gosflöskutöppum og öðru endurunnu plasti sem gerir hann einstakan í sinni röð. • Umhverfisvænn heilsustóll • Fylgir hreyfingum notandans • Hvetur til hreyfingar • Mótstöðustilling • Stærðarstilling og dýptarstillanleg seta • Hæðarstillanlegir armar • Fæst með lægra baki • Parkethjól Einstakur HÅG H03 Tilboð kr. 43.900.- Þessi skrifstofustóll er með 10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæðarpumpu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.