Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 19
fasteignir 29. OKTÓBER 2007 Hjá Remax Þing eru til sölu nýjar og glæsilegar þriggja herbergja íbúðir við Laugaveg. Í búðirnar sem um ræðir eru frá 86,6 til 100,8 fermetrar að stærð og eru á annarri, þriðju og fjórðu hæð í sex íbúða húsi. Þeim er skilað fullbúnum með gólfefnum og innréttingum og ekkert hefur verið til sparað við efni og hönnun. Eldhúsinnrétting- ar eru sprautulakkaðar í ljósum lit, háglans með inngreyptum höldum og á öllum skúffubrautum og hurðum eru demparar. Borð- plötur eru úr granít í dökkum lit. Tæki eru frá Eirvík og þess má geta að Mile-uppþvottavélar eru innbyggðar í innréttingarnar. Snyrtingar eru flísalagðar í hólf og gólf og hornbaðkar með nuddi fylgir íbúðum á 2. og 3. hæð en sturta með sturtuklefa íbúðum á 4. hæð. Mikil lofthæð er í íbúðun- um og allar hurðir sérsmíðað- ar í yfirstærð. Þær eru úr ljósri eik og skápar líka. Hurðir út úr íbúðunum eru sérhannaðar með það í huga að veita mikla hljóð- vörn. Gólf eru með eikarparketi sem lagt er á langveginn. Lyfta er í húsinu, frá kjallara og upp á 4. hæð. Allar íbúðirnar eru með svöl- um á bakhlið sem snúa í norður en franskar svalir eru á suðurhliðum íbúðanna á annarri og þriðju hæð. Á þakhæðinni eru 20 fermetra svalir með heitum potti. Húsið er úr járnbentri stein- steypu. Það er byggt af fyrirtæk- inu Íbyggð og frekari upplýsing- ar eru á heimasíðu þess, www. ibyggd.com. gun@frettabladid.is Nýbyggðar íbúðir í hjarta borgarinnar Stofurnar eru bjartar og rúmgóðar. Öll tæki í nýju íbúð- unum eru vönduð. Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. F í t o n / S Í A SAMANBURÐUR Á LÁNUM MYNTKÖRFULÁN *** BLANDAÐ LÁN ** ÍBÚÐARLÁN LÁNSUPPHÆÐ 20.000.000 20.000.000 20.000.000 VEXTIR 3,9% * 4,9% * 5,95% GREIÐSLUBYRÐI**** 64.700 106.600 109.500 * M.v. 1. mánaða Libor vexti 24.07.2007. ** 50% íbúðarlán/50% erlent lán í CHF og JPY. *** Vextir á erlendri myntkörfu ráðast af veðsetningu og myntsamsetningu og eru á bilinu 3,2% til 4,3% m.v. myntkörfu 4. **** Mánaðarlegar afborganir fyrsta árið, lánstími 40 ár, einungis greiddir vextir af myntkörfuláninu fyrstu þrjú árin, án verðbóta eða gengisbreytinga. Reiknaðu út hvernig greiðslubyrði þín lækkar á www.frjalsi.is eða hafðu samband í síma 540 5000. HRINGDU NÚNA 699 6165 Bóas Sölufulltrúi 699 6165 boas@remax.is Gunnar Sölufulltrúi 899 0800 go@remax.is Áslaug María Sölufulltrúi 8200 301 aslaug@remax.is Stella Ósk Sölufulltrúi 693 4669 stellaosk@remax.is Benedikt Sölufulltrúi 661 7788 benolafs@remax.is Stefán Páll Jónsson Löggiltur fasteignasali Edda Hrafnhildur Sölufulltrúi 896 6694 edda@remax.is Hilmar Sölufulltrúi 892 2982 hilmarosk@remax.is Eir Sölufulltrúi 660 6085 eir@remax.is Þjónusta ofar öllu Fólk getur gleymt hvað þú segir, fólk getur gleymt hvað þú gerir... En fólk gleymir því aldrei hvernig þú lætur þeim líða... Við látum þér líða vel... ! Seldu þar sem þér líður vel...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.