Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 35
„Það eru ekki allir sem fá að lifa svona lengi svo ég get bara verið þakklátur,“ segir Jón M. Baldvinsson listmálari léttur í bragði. Hann fagnar áttræðisafmæli í dag og opnaði málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs fyrir helgi. Jón kveðst hafa byrjað að mála fyrir alvöru árið 1957. „Ég fór ekki í mynd- listarskóla fyrr en um fertugt, fyrst hér og svo í Danmörku. Seinna fór ég í San Francisco Art Institute og tók mastersgráðu þar,“ út- skýrir hann. „Ég byrjaði í landslags- myndum og fantasíum. Núna er ég með litaorgíur og fljúgandi diska. Ég er áhugamaður um fljúgandi furðu- hluti og þeir hafa orðið mér yrkis- efni,“ segir Jón sem á margar sýning- ar að baki, bæði hér á landi og í Dan- mörku. Besta sölutímabilið var frá 1975 til 1989. „Núna selst bara ein og ein mynd. Það eru svo margir um hituna,“ segir hann. Jón er fæddur í Reykjavík, á Baldursgötu 10 og var hjá móður sinni fram undir átta ára aldur en var þá sendur í sveit upp í Hreppa. „Ég var hjá góðu fólki að Hlíð í Gnúpverjahreppi. Þetta var hrepp- stjórasetur og þar bjó fólk sem var vel að sér. Ég gekk í Ásaskóla og finnst þegar ég horfi til baka að ég njóti góðs af því að hafa kynnst íslenskri bænda- menningu þó ég væri ekkert hrifinn af henni þá.“ Á sextánda ári kveðst Jón hafa farið að vinna í Krýsuvíkurveginum en eftir skólavist á Laugarvatni hafi hann endurnýjað kynnin við móður sína sem þá var flutt til Kaupmanna- hafnar. „Mamma vildi að ég færi í gullsmíðanám en ég valdi að læra söng hjá gömlum óperusöngvara. Hafði svo ekki peninga til að halda áfram og kom heim á síld en það var ekki nokkur leið að fá gjaldeyri því hömlurnar voru svo miklar og yfirvöld héldu í gjald- eyrinn eins og glóandi gull,“ segir Jón sem um tíma var trúbador og söng og spilaði á gítar við ýmis tækifæri. En áhugi á litum vaknaði snemma. „Móðir mín sagði að litirnir hefðu verið það eina sem ég hefði fest hugann við þegar ég var lítill og allt- af hefði ég verið að reyna að fanga sólarlagið. Í Hreppunum byrjaði ég að mála landslag með vatnslitum,“ segir Jón og lýsir draumi sem hann dreymdi ungan. „Ég sá fullt af landslagsmynd- um koma á færibandi og hef aldrei séð slíkar myndir, hvorki fyrr né síðar.“ Jón hefur lagt hönd að ýmsu um ævina auk listsköpunarinnar. „Mér telst til að ég sé búinn að vera í 17 störfum. Í Danmörku vann ég við garðyrkju og í vélsmiðju og hér heima í vegavinnu, á síld, var með fasteigna- sölu í nokkur ár, innanbúðar um tíma, á skrifstofu, sem sölumaður hjá Olíu- félaginu, svo fór ég að keyra leigu- bíl og síðast var ég konunni minni til aðstoðar við rekstur gistiheimilis við Skólavörðustíg,“ telur hann upp. Nú háir honum ekkert nema smá gigt í bakinu en hann kveðst reyna allt til að laga það. „Ég hef alltaf verið hraustur og það er langlífi í ættinni,“ segir hann. „Ég er líka endurholdgunarsinni og aðhyllist dulspeki. Lifi í eilífðinni og reyni að láta tímann ekki hafa stressandi áhrif heldur lít björtum augum fram á veginn.“ Alþýðublaðið hefur göngu sína á ný Dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Grund við Hringbraut fagnar 85 ára afmæli í dag, mánudaginn 29. október. Í dag eru jafnframt liðin eitt hundrað ár frá fæðingu Gísla Sigurbjörnssonar sem var forstjóri Grundar í sex- tíu ár. Grund er elsta starfandi dvalar- og hjúkrunarheim- ili landsins og er það jafn- framt eitt hið framsæknasta því nú standa yfir umfangs- miklar breytingar á heimil- inu hvað snertir aðbúnað og þjónustu við aldraða. Mikið var um að vera á Grund í tilefni afmælis- ins um helgina. Á laugar- daginn bauð heimilisfólkið aðstandendum sínum í af- mæliskaffi þar sem heim- ilisfólk tók lagið, sýndar voru gamlar og nýjar ljós- myndir frá starfi Grundar, teikningar af fyrirhuguðum breytingum voru til sýnis, handverk heimilisfólksins var til sölu og víða um húsið mátti sjá sýnishorn af dag- legu starfi eins og leikfimi, söng og dansi. Á sunnu- daginn var hátíðarmessa á Grund klukkan þar sem biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, predikaði. í dag er síðan boðið til mót- töku í hátíðarsal Grundar frá kl.14-16. Grund fagnar stórafmæli Á næstu vikum verða aug- lýstar þrjátíu og fimm lóðir í nýju hverfi vestast í byggð- inni við Laugarvatn og er það í fyrsta sinn sem heilt hverfi er auglýst í heilu lagi á staðnum. Gert er ráð fyrir lágreistri byggð í einbýli, par- og rað- húsum. Hverfið hefur ekki enn hlotið nafn en ákveðið hefur verið að götunöfnin muni tengjast hestanöfnum og enda á -tún. Tengingin er þannig að fjöldi landsfrægra gæðinga hafa gengið um túnin hvar sem hverfið rís. Nefnd hafa verið nöfn á borð við Traustatún, Gusts- tún, Blakkstún, Herutún, Fáfnistún og Sifjartún og Sjafnartún. Nýtt hverfi rís á Laugarvatni „Íslensk ættjarðarást er að því leyti auðkennileg að í hana er sáralítið ofið af hatri og beiskju til annarra þjóða.“ AFMÆLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.