Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 43
Iceland Express-deild karla
N1-deild kvenna í handbolta
Enska úrvalsdeildin
Ítalska A-deildin
Spænska deildin í fótbolta
Ítalski körfuboltinn
Norski fótboltinn
Sænski fótboltinn
Kvennadeildin hefur aldrei verið jafn öflug og nú
Liverpool og Arsenal
skildu jöfn, 1-1, í stórleik helgar-
innar í ensku úrvalsdeildinni í
gær. Jafnteflið þýðir að bæði lið
eru enn taplaus í deildinni. Enn
fremur dugði jafnteflið Arsenal
til þess að endurheimta toppsæti
deildarinnar en Liverpool er sem
stendur í sjöttu sæti.
Liverpool fékk óskabyrjun í
leiknum þegar fyrirliðinn Steven
Gerrard skoraði glæsilegt mark
eftir óbeina aukaspyrnu strax á
sjöundu mínútu. Rafa Benitez,
stjóri liðsins, ætlaði liði sínu
greinilega mikla hluti í leiknum
og bauð upp á þriggja manna
sóknarlínu með þeim Fernando
Torres, Dirk Kuyt og Andriy Vor-
onin. En það voru hins vegar gest-
irnir í Arsenal sem sóttu meira og
Pepe Reina, markvörður Liver-
pool, hafði í nógu að snúast.
Sóknarþungi Arsenal var það
mikill að eitthvað hlaut að láta
undan, en Arsenal jafnaði leikinn
þó ekki fyrr en 10 mínútum fyrir
leikslok og hver var að verki
annar en hinn sjóðandi heiti Cesc
Fabregas. Hvorugt liðið náði að
skora á lokakaflanum og 1-1 jafn-
tefli því niðurstaðan en Arsenal
átti tvö stangarskot í leiknum, auk
þess sem Nicklas Bendtner mis-
notaði færi fyrir opnu marki í
lokin. Hjá Liverpool var Gerrard
atkvæðamestur og komst nokkr-
um sinnum nærri því að skora
með skotum utan af velli.
Jafnteflið þýðir að bæði lið eru
enn taplaus í deildinni eftir að
hafa leikið tíu leik hvort og
Arsenal endurheimti toppsætið
en Liverpool, sem missti bæði
Fernando Torres og Xabi Alonso í
meiðsli í leiknum, er í því sjötta.
„Það voru gríðarleg vonbrigði
fyrir okkur að missa Torres út af
meiddan því við höfðum ætlað
honum stórt hlutverk í okkar leik-
skipulagi og svo þurfti Alonso
einnig að hætta leik og við
þurftum að breyta öllu. Eins og
leikurinn spilaðist var jafntefli
alls ekki slæm úrslit, en við þurf-
um að bæta árangur okkar á
heimavelli,“ sagði Rafa Benitez,
stjóri Liverpool, í viðtali við sjón-
varpsstöðina Sky Sports eftir
leik.
„Þetta var stórt próf fyrir okkur
og mér fannst spilamennska
okkar í leiknum vera fyrsta
flokks. Leikurinn í heildina var í
raun frábærlega spilaður og við
fengum nóg af tækifærum til að
vinna leikinn, en það gekk ekki
upp í þetta skiptið,“ sagði Arsene
Wenger, stjóri Arsenal, í viðtali
við Sky Sports í leikslok.
Arsenal endurheimti toppsætið á ný
Ellefu ára bið IFK
Gautaborgar eftir sænska
meistaratitlinum lauk í gær þegar
liðið tryggði sér titilinn með 2-0
sigri á Trelleborg í lokaumferðinni.
Lærisveinar Sigurðar Jónssonar
í Djurgården töpuðu hins vegar 0-1
á heimavelli á móti botnliði IF
Brommapojkarna og enduðu fyrir
vikið í þriðja sætinu á eftir IFK
Gautaborg og Kalmar en liðin þrjú
gátu öll orðið meistarar í gær.
Bæði mörkin hjá Gautaborg komu
í fyrri hálfleik og þau hefðu getað
orðið fleiri í seinni hálfleik.
Ragnar Sigurðsson átti frábært
tímabil og var einn af bestu
leikmönnum ársins. Hann lék allan
leikinn í gær, alveg eins og
Hjálmar Jónsson sem hefur verið
hjá liðinu síðan 2002 og því
upplifað súrt og sært með liðinu.
Djurgården þurfti að vinna sinn
leik og treysta á önnur úrslit en á
endanum náðu lærisveinar
Sigurðar Jónssonar ekki að klára
botnlið Brommapojkarna.
„Auðvitað er ég vonsvikinn því
við höfðum óskað okkur betri endi.
Annað eða þriðja sætið skiptir ekki
máli fyrir okkur. Þetta hefur verið
frábært tímabil,“ sagði Sigurður
Jónsson við Aftonbladet eftir leik.
Ragnar og
Hjálmar unnu
Keflvíkingar eru einir
á toppi Iceland Express-deildar
karla eftir 15 stiga útisigur, 63-78,
á nágrönnum sínum í Njarðvík í
gærkvöldi. Keflavík hefur þar
með unnið alla fjóra leiki sína í
deildinni í vetur og þar á meðal
eru sigrar á tveimur af erfiðustu
útivöllunum, í Hólminum og í
Ljónagryfjunni.
Bandaríkjamennirnir Tommy
Johnson og Bobby Walker voru
áfram í aðalhlutverkum í Kefla-
víkurliðinu og Johnson kom Kefla-
vík í 5-0 eftir aðeins 35 sekúndur
(þristur og troðsla í hraðaupp-
hlaupi) og kveikti með því í Kefla-
víkurliðinu strax í upphafi leiks.
Keflvíkingar voru með frum-
kvæðið nánast allan leikinn og
heimamenn í Njarðvík voru alltaf
á eftir þeim. Keflavík var 23-14
yfir eftir fyrsta leikhluta og 44-38
yfir í hálfleik. Keflavík opnaði
seinni hálfleik með tveimur
þriggja stiga körfum og komst í
50-38 en Njarðvíkingar náðu að
minnka muninn aftur niður í tvö
stig. Keflvíkingar héldu sér á floti
á sóknarfráköstunum og grimmri
vörn í fjórða leikhlutanum og
þeim Friðrik Stefánssyni og Brent-
on Birmingham skorti augljóslega
þol til þess að draga Njarðvíkur-
liðið allan leikinn. Sigurður Ingi-
mundarson gat skipt meira inn á
og innkoma Gunnars Einarssonar
var sem dæmi afar mikilvæg í
lokin enda tók hann þá allar réttu
ákvarðanirnar á báðum endum
vallarins.
„Þetta eru skemmtilegustu leik-
irnir og ég tala ekki um þegar við
vinnum þá. Við skulduðum þeim
síðan í fyrra þegar þeir unnu
okkur eiginlega alltaf,“ sagði
Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði
Keflavíkur. „Þetta eru tvö góð lið
á góðu róli en við vorum bara að
spila aðeins betur í dag. Það er
geggjað að halda Njarðvík í bara
63 stigum á þeirra eigin heima-
velli. Við skorum 78 stig sem er
kannski ekki geggjaður sóknar-
leikur en það var nóg í dag,“ sagði
Magnús sem er sáttur með byrj-
unina á deildinni í vetur. „Við
erum að sýna það sem við getum
og við erum ekkert hættir því það
eru bara fjórir leikir búnir. Við
erum á toppnum og viljum vera
þar,“ sagði Magnús að lokum.
Friðrik Stefánsson, fyrirliði
Njarðvíkur, gaf allt sitt í leikinn
en það dugði ekki. „Við vorum
lélegir og þeir voru betri á öllum
sviðum körfuboltans. Það er glatað
að vera ekki betur stemmdir á
móti keflavík og láta þá niðurlægja
okkur á heimavelli. Það er alltaf
heimsendir að tapa á móti Kefla-
vík og tekur mann að minnsta kosti
viku að jafna sig á því. Þeir skutu
okkur niður á jörðina og nú þurfum
við að byggja liðið upp aftur,“
sagði Friðrik sem var besti maður
Njarðvíkur í leiknum í gær.
Keflvíkingar sönnuðu ýmislegt í
leiknum í gær. Þeir hafa sýnt að
þeir geta spilað svaka sóknarleik í
upphafi móts en með því að halda
Njarðvík í 63 stigum á heimavelli
sýndu þeir og sönnuðu að varnar-
leikur liðsins stendur sóknar-
leiknum lítið að baki.
Keflvíkingar eru einir á toppi Iceland Express-deildar karla eftir sannfærandi
15 stiga sigur, 63-78, í Ljónagryfjunni í gær. Njarðvíkingar voru búnir að vinna
átján deildarleiki í röð fyrir leikinn.