Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 40
Hasarmyndahetjan Jackie Chan fór nýverið í hljóðver og söng opinbert lag næstu Ólympíuleika sem verða haldnir í Peking á næsta ári. Lagið heitir We Are Ready og stóðu upptökur yfir í þrjár klukkustundir, sem þykir ekki mikið. Lagið er eingöngu sungið á kínversku en uppi eru hugmyndir um að gefa út enska útgáfu af laginu. Chan, sem starfar í Hollywood, hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir sönghæfileika sína og verður því fróðlegt að heyra hvernig útkoman verður. Syngur fyrir Ólympíuleika Sarah Ferguson, hertogaynjan af York, vill rétta Britney Spears hjálparhönd. Fergie er ekki ókunn lífinu í sviðsljósinu og telur sig geta ráðlagt söngkon- unni. „Ég vildi gjarnan tala við Britney. Ég vorkenni henni virkilega. Mig langar að segja henni að þetta verði allt í lagi,“ sagði hertogaynjan í viðtali í bandarískum sjónvarpsþætti. Hún hefur þegar ákveðið hvað hún myndi segja við söngkonuna ef yrði af fundi þeirra: „Þetta er allt í lagi. Ekki láta gærdaginn eða morgundaginn ræna þig nútíðinni. Þetta er allt í lagi núna, finnum nú lausn. Byggjum saman og vinnum saman.“ Fergie gefur Britney ráð Árinu 2007 fer senn að ljúka og því er forvitnilegt að athuga hvað völvur tímaritanna sögðu í upphafi árs. Og þar kemur í ljós að sprengjan innan borgarstjórnar- meirihlutans í Reykjavík virðist hafa verið skrifuð í stjörnurnar en einn maður lék á örlögin. Völva Ísafoldar spáði að „á sviði bókaútgáfu yrðu nokkur tíðindi. Stórt útgáfufyrirtæki lendir í vand- ræðum og bjargar sér með því að ganga til samstarfs við keppinaut sinn, litríkan útgefanda sem hefur marga fjöruna sopið,” en óhætt er hægt að segja að sameining JPV og Eddu undir merkjum Forlagsins hafi verið stórtíðindi og komið flatt upp á marga. „Ég hef sagt áður en mér var kunnugt um þennan spá- dóm að þetta hafi verið skrifað í stjörnurnar og að lífið hefði húmor,“ segir Jóhann Páll Valdi- marsson, sem væntanlega er þessi litríki útgefandi í spádómi völvunnar. Annað og mun stærra mál vekur athygli og það er spá völvunnar um stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í borg- inni. Slíkt virðist hreinlega hafa legið í augum uppi við upphaf árs- ins því völva Vikunnar sér einnig fyrir einhverja spennu í meiri- hlutanum. Björn Ingi Hrafnsson lék hins vegar augljóslega á örlaga- nornirnar því báðar völvurnar spá því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Sjálfstæðisflokkurinn muni halda völdum og gekk Ísafoldar- völvan svo langt að spá því að Frjálslyndi flokkurinn myndi ganga inn í samstarfið. „Völvan sá heildarmyndina en hafði ekki öll smáatriðin á hreinu,“ segir Björn Ingi sem vildi þó ekki ganga svo langt að hann hefði storkað örlögunum. Völva Ísafoldar virðist hafa verið með stjörnukort Eiðs Smára Guð- johnsen innan sinna vébanda því hún spáði því að Eiður Smári ætti eftir að eiga erfitt uppdráttar hjá Barcelona og sitja löngum stund- um á bekknum eins og komið hefur á daginn. Viku-völvan taldi hins vegar að Eiður ætti eftir að slá í gegn á Spáni og standa af sér stormviðrið. Spákona Vikunnar hitti þó naglann á höfuðið þegar kom að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu karla því hún spáði því að eitthvað annað lið en FH myndi fara með sigur af hólmi. Ísa- foldar-völvan var hins vegar algjör- lega úti á þekju með þau mál því hún hélt því fram að Íslandsmeist- aratitillinn myndi hafna hjá KR en eins og mörgum ætti að vera enn í fersku minni þá var Vesturbæjar- veldið hvorki fugl né fiskur í sumar. Völva sá fyrir ósætti í borgarstjórn Scarlett Johansson er greinilega nýtin stúlka. Hún gaf kærasta sínum, Ryan Reynolds, tönn úr sér í afmælisgjöf. „Hún var nýbúin að láta fjarlægja endajaxl- ana úr sér, svo hún lét húða einn með gulli og hengdi hann á hálsmen fyrir hann,“ segir heimildarmaður. Leikkonan gaf honum þessa prýðisgjöf í afmælisveislu á Chateau Marmont nokkru fyrir afmælið, þar sem hún var ekki í bænum sjálfan afmælisdaginn. Ryan datt aldeilis í lukkupottinn, því hann fékk líka gjafabréf í nudd frá kærustunni. Gaf endajaxl í afmælisgjöf

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.