Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 39
Amy Winehouse segir að hún hafi haldið að hún væri að deyja eftir að hún tók of stóran skammt eiturlyfja í ágúst síðastliðnum. „Ég hélt í alvörunni að ég væri að fara. Blake, eiginmaður minn, bjargaði lífi mínu og fór með mig á spítala,“ segir hún. Söngkonan viðurkennir einnig að hún hafi stundum ekki stjórn á sér. „Oft veit ég ekki hvað ég er að gera. Svo kemur minnið aftur degi síðar. Blake sagði mér seinna hvað hefði gerst og þá skammaðist ég mín niður í tær,“ segir söngkonan um reynsluna. Hún greindi jafnframt frá því að hún hefði byrjað að taka lyf gegn þunglyndi þegar hún var sextán ára gömul. Henni hafi liðið eins og svart ský hangi yfir henni. „Síðan þá hef ég tekið pillur við þunglyndi en þær hægðu á mér. Ég held að það sé fullt af fólki sem verði fyrir svona skapsveiflum. Ég er bara svo ótrú- lega heppin að hafa fundið þessa leið – tónlistina,“ segir söngkonan. Winehouse er nú stödd á tónleikaferðalagi, og þess er skemmst að minnast þegar hún og eiginmaður hennar voru handtekin í Noregi vegna gruns um að þau hefðu eiturlyf í fórum sínum. Samkvæmt þýsku vefsíðunni Tages-Anzeiger voru nýafstaðnir tónleikar hennar í Zürich í Sviss hreinasti skandall. Söngkonan drakk viðstöðulaust á sviðinu, brast oft í grát og gat vart flutt lög sín. Varð þunglynd sextán ára Guðrún Finnbogadóttir leggur íslenskum stúlkum í fataleit lið. Hún býr í Kaupmannahöfn, en rekur vefverslun í gegnum Myspace-síðu sína. Guðrún, sem iðulega er kölluð Gúrý, hefur rekið vefverslunina Shopcopenhagen á Myspace síðan í febrúar. „Ég var komin með vinnu sem fatahönnuður í fyrir- tæki sem var að fara af stað á þessum tíma. Svo datt það eigin- lega upp fyrir,“ útskýrir Gúrý tilurð Shopcopenhagen. „Ég var heima með nýfætt barn, og gat náttúrulega ekkert sótt vinnu úti, svo ég ákvað bara að búa mér til vinnu sjálf,“ sagði hún. Gúrý kaupir inn föt í Kaupa- mannhöfn og annars staðar, sem hún býður svo til sölu á síðu sinni. „Viðskiptavinirnir eru eiginlega bara íslenskar stelpur. Þær eru miklar smekkmanneskjur og vita alveg hvað þær vilja,“ sagði Gúrý. „Það er rosa mikið um „vintage“ og „second-hand“ á Íslandi, en ég býð upp á föt sem geta verið öðru- vísi en eru samt ný. Ég er persónu- lega ekki hrifin af notuðum fötum og langar ekki að ganga í skóm sem eru búnir að súrna í einhverri geymslu í þrjátíu ár,“ sagði hún og hló við. Á síðunni býður hún til sölu ný föt í bland við gömul og eigin hönnun. „Ég er með dálítið af fötum sem eru eiginlega eftirlík- ingar af því sem stjörnurnar ganga í. Sjálf kaupi ég rosalega mikið af fötum og á mikið sem ég hef annað hvort aldrei farið í eða bara verið í einu sinni. Ég býð það upp á síðunni,“ segir Gúrý. Þar að auki selur hún sína eigin hönnun, undir nafninu Gúrý design. „Ég var með venjulega myspace-síðu fyrir fötin sem ég geri sjálf. Svo fór ég að selja þau heima og það fór að myndast smá eftirspurn eftir þeim. Nú ég er ég með þau á Shopcopenhagen, og svo er ég að fara að selja í búðinni hans Skjaldar Eyfjörð, 101 Skjöldur,“ sagði Gúrý. Kærasti hennar er að læra gull- smíði í Kaupmannahöfn. Hann hefur farið sömu leið og Gúrý og hyggst selja hönnun sína á eigin Myspace-síðu. „Við stefnum svo að því að opna saman búð í Kaup- mannahöfn, vonandi strax í byrjun næsta árs,“ sagði Gúrý, sem er þakklát fyrir góðar viðtökur Shop- copenhagen. „Það hefur alltaf verið draumurinn minn að opna búð og það er frábært að geta byrjað svona. Þar sem ég hef ekki fjármuni í heila búð eins og er er frábært að geta byggt upp kúnna- hóp á þennan hátt,“ sagði hún. Verslunina má nálgast á www. myspace.com/shopcopenhagen. Harry prins, syni Karls og Díönu heitinnar, finnst fátt jafn gaman og að fá sér í tána. Og sannaði það ræki- lega á næturklúbbnum Amika í Lond- on en frá þessu greinir News of the World. Harry fór þangað ásamt félögum sínum úr hernum og Chelsy, unnustu sinni, til að sletta aðeins úr klaufun- um. Hersingin kom fyrst við á flott- um stað í Fulham en lagði síðan undir sig besta borðið á staðnum. Þar dró Harry ekkert undan í drykkjunni og þegar kvöldið var á enda stóð reikn- ingurinn í rúmum 1.500 pundum eða 200 þúsund krónum. Harry, sökum bláa blóðsins, fékk helmingsafslátt og greiddi fyrir með kreditkorti sínu. Að sögn sjónarvotta var rauðhærði prinsinn orðinn ansi kenndur og hót- aði meðal annars manni lífláti eftir að hann hafði sagt eitthvað við Chel- sy. Lífverðir Harrys urðu að draga hann í burtu áður enda þætti það varla góð auglýsing fyrir fjölskyld- una í Buckingham ef prins danglaði duglega í þegn sinn. Harry virðist nánast óstöðvandi hvað skemmtanahald varðar því ljósmyndarar náðu af honum mynd- um í ansi annarlegu ástandi í veislu eftir að England missti af heims- meistaratitlinum í rúbbí í París fyrir tveimur vikum. Þá missti Harry einnig af afmæli unnustu sinnar þegar hann kaus frekar að lyfta glasi í borg ástarinnar eftir sigur þjóðar sinnar á Frökkum í sömu keppni. Harry prins hellir í sig Breska blaðið News of the World birti í gær ítarlegt viðtal við Nicole Narain sem er núverandi kærasta Kevins Federline, fyrrum eigin- manns Britney Spears. Nicole greinir þar frá hræðslu K-Fed um að Britney kunni að skaða sjálfa sig eða börnin. Ef marka má lýs- ingar Nicole virðist Britney vera ófær um barnauppeldi. Nicole hefur það eftir kærasta sínum að Spears hafi gefið yngri syni sínum brjóst á meðan hún sötr- aði á vodka, skilið strákana tvo eftir eftir- litslausa við sundlaugina og keyrt um með þá án þess að láta þá nota bílbelti. Á föstudaginn hittust síðan skötuhjúin fyrr- verandi hjá dómara í Los Angeles til að ræða forræðið og þar ákvað dómari að fresta því um sinn að þau hefðu jafnan forræðisrétt. Britney mun hafa verið í ansi ann- arlegu ástandi, rokið á dyr og öskrað ókvæðisorð að réttin- um. Nýjasta plata Britn- ey, sem heitir því skemmtilega nafni Blackout, hefur fengið frábæra dóma en einkalífið virðist vera rjúkandi rúst. K-Fed hræddur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.