Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 17
Að leika á hljóðfæri getur veitt ýmiss konar ánægju og verið streitulosandi í senn. Þórir Andri Karlsson heldur mikið upp á gítarinn sinn sem hann telur einn af eigulegustu hlutunum á heimili sínu. „Það er svo gott að glamra aðeins á hann og raula með eftir strembinn vinnudag. Það hreinsar og róar hugann. Svo er alltaf gaman að grípa í hann í partí- um.“ segir Þórir sem notar gítarinn nokkuð mikið í vinnunni en hann er kennari í Austurbæjarskóla. „Það er gott að grípa í gítarinn í tungumálakennslu. Krakkarnir hafa gaman af að syngja lög á ensku og eru þá í leiðinni að þjálfa framburð. Svo hjálpar mikið að spila og syngja ljóð sem þau eiga að læra í íslensku,“ útskýrir Þórir. Aðspurður um aðra hluti sem eru í uppáhaldi segist Þórir sjaldan mynda einhver tilfinningatengsl við hluti. „Ég met hluti mest eftir því hvort þeir geri það sem þeir eigi að gera. Ég ber mikla hlýju til hluta sem eru haganlega gerðir og endast en það er nokkuð sem er sjaldgæft að finna þessa dagana. Hlutir nú til dags eru oftar en ekki drasl sem endist illa,“ segir hann kíminn. Þórir á þó nokkra hluti sem hann hefur keypt á ferðalögum sem honum þykir vænt um og hafa fylgt honum nokkuð lengi. „Þar má nefna rússneska her- húfu sem ég keypti þegar ég var á ferðalagi um Rúss- land. Hún hentar einkar vel við íslenskar aðstæður,“ segir hann og brosir út í annað. Hreinsar og róar hugann ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Koma fallegustu stigarnir frá Mex ? Allar mögulegar gerðir eftir óskum hvers og eins - Sjá heimasíðu okkar Mælum, teiknum og setjum upp STIGAR A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.