Fréttablaðið - 25.11.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 25.11.2007, Síða 18
18 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR Námsbækur Snemma vildi ríkið stýra útgáfu námsefnis og miðlun þess í skólum landsins. Á þriðja áratug síðustu aldar var Námsgagnastofnun sett á fót. Hún gegndi því hlutverki að gefa út náms- bækur fyrir barnaskóla og gagnfræðaskóla. Námsgagnastofnun sinnir enn útgáfu námsbóka en með öðru sniði. Frá því upp úr áttunda áratugnum hefur framleiðsla á námsefni að langmestu leyti verið boðin út. Mjólk Um margra áratuga skeið var óleyfilegt að selja mjólk og aðrar mjólkur- afurðir í venjulegum verslunum. Á þeim tíma rak Mjólkursamsalan tugi mjólkurbúða víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Ákvörðun um lokun mjólkurbúðanna var víða mótmælt enda óttuðust margir verðhækkanir og skerta þjónustu. Síðustu mjólkurbúðinni var lokað í janúar árið 1977. Póstur og sími Frá því að póstferðum var komið á hér á landi og fyrsti síminn kom til landsins, sem var reyndar rúmum hundrað árum síðar, var póst- og símaþjónusta á höndum ríkisvalds- ins. Árið 1935 var póst- og símarekstur sameinaður undir nafni Pósts og síma. Árið 1998, rúmum sextíu árum síðar, var félaginu skipt upp með stofnun Landssíma Íslands hf. annars vegar og Íslandspósts hins vegar. Lyf Lyfjaverslun ríkisins var breytt í hlutafélag árið 1999 og seld til einkaaðila. Fram til þess tíma hafði ríkið fyrst verið með einokun á innflutningi og framleiðslu ákveðinna lyfja og síðar í beinni samkeppni við innlenda framleiðend- ur og innflytjendur. Einkavæðingin hafði ekki í för með sér lægra lyfjaverð á Íslandi. Í ljósi þess hefur sú spurning komið upp hvort þörf sé á að endurvekja Lyfjaverslun ríkisins. Það er umdeild skoðun, rétt eins og einkavæðing hennar var umdeild í upphafi. Raftæki Árið 1935 var raforku- væðing Íslendinga í fullum gangi. Raf- tækjaeinkasala Íslands var því stofnuð til að nýta það rafmagn sem framleitt var. Raf- tækjaeinkasalan sá um innflutning á raftækj- um og hóf einnig framleiðslu á eldavél- um undir nafninu Rafha. Stofnendur Rafha voru auk ríkissjóðs 22 einstakl- ingar. Síðar meir var farið út í framleiðslu fleiri gerða raftækja. Upp úr 1960 var innflutningur á raftækjum gefinn frjáls. Ríkið var þó ráðandi eignaraðili Rafha allt fram til ársins 1990, þegar framleiðsla félagsins var lögð niður og verslunarrekstur- inn seldur. Bílainnflutningur Bifreiðaeinkasala ríkisins varð til árið 1934. Hún varð ekki langlíf en gegndi því hlutverki, í þau ár sem hún lifði, að panta bíla fyrir þá sem höfðu innflutningsleyfi. Bifreiða- einkasalan var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu til með „stjórn hinna vinnandi stétta“, ríkisstjórn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, sem tók við völdum þetta sama ár. Kartöflur og eldavélar undir merkjum ríkisins Ríkið hefur starfað á velflestum sviðum atvinnulífsins, ýmist með einokun eða í samkeppni við einkaaðila. Margur ríkisrekstur sem þótti áður eðlilegur þætti líklega skrýtinn í dag. Nýtt áfengisfrumvarp hefur vakið umræðu um sérstöðu þessa fyrirkomu- lags. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði dæmi, sum þeirra ljóslifandi, um ríkisrekstur og einkavæðingu síðustu aldar. Grænmeti og kartöflur Grænmetisverslun ríkisins, sem síðar varð Grænmetisverslun landbúnaðar- ins, var stofnuð árið 1936 og hafði í meira en fjörutíu ár einkarétt á innflutningi kartaflna og nýs grænmetis til landsins. Grænmetis- verslunin var heildsala sem stjórn- aði frá a til ö úrvali, innflutningi og verðlagningu grænmetis. Ferðaskrifstofur Ferðaskrifstofa ríkisins varð til árið 1936 og var í fullri eigu ríkisins. Hún hafði einkaleyfi til rekstrar ferðaskrif- stofu allt fram til ársins 1964. Hún sá um skipulag utan- landsferða ríkisstarfsmanna, rekstur hópferða, kynningu á ferðum annarra ferðaskrifstofa, rekstur sumarhótela og ráðstefnuhald. Árið 1988 var Ferðaskrifstofunni breytt í hlutafélag, 2/3 hlutar hennar seldir starfsmönnum og Ferðaskrifstofa Íslands hf. tók við rekstrinum. Ljósvakamiðlar Í meira en hálfa öld hafði Ríkisútvarpið eitt leyfi til að reka útvarps- og sjónvarpsstöðvar hér á landi. Árið 1930 tók Ríkisútvarpið til starfa með útsendingum á einni rás. Árið 1966 bættist svo sjónvarpið við. Árið 1986 hélt RÚV úti einni sjónvarpsstöð og tveimur útvarpsstöðum. Á því ári voru sett lög um frjálst útvarp og um haustið hóf Bylgjan útsendingar í útvarpi. Stöð 2 fylgdi í kjölfarið sem fyrsta einkarekna sjónvarpsstöðin. Viðtæki Viðtækjaverslun ríkisins hafði einkarétt á sölu útvarps- tækja. Hún var stofnsett samhliða tilkomu Ríkisútvarpsins árið 1930. Hennar hlutverk var annars vegar að tryggja þjónustu og hins vegar að afla útvarpinu tekna. Það „þótti óþarfi að kaupsýslumenn sætu að þessum viðskiptum sem ríkið framkallaði með útvarpsrekstri sínum“ eins og segir í bók Helga Skúla Kjartanssonar, Ísland á 20. öld. Einokun- in var lögð af upp úr stríðsárunum. Bankaviðskipti Frá upphafi bankaviðskipta á Íslandi hélt ríkið þétt um stjórnartaumana á hérlendu bankakerfi. Um miðjan níunda áratuginn var takið losað með nýjum lögum og í upphafi tíunda áratugarins var fyrsta skrefið tekið í einkavæðingar- átt. Þá keyptu Alþýðubankinn, Iðnaðarbankinn og Verzlunar bankinn einn þriggja ríkisbanka, Útvegsbank- ann, og nafnið Íslandsbanki var tekið upp. Í ársbyrjun 1997 var ríkisbönkunum tveimur sem eftir stóðu breytt í hlutafélög. Nokkrum opinberum lánasjóðum var á sama tíma breytt í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA). Árið 2000 sameinaðist FBA Íslandsbanka. Árið 2003 var einkavæðingu bankanna lokið að fullu. Bifreiðaeftirlit Allt fram til ársins 1988 sá ríkisrekið Bifreiðaeftirlit um skoðun bíla á Íslandi. Það ár var eftirlitinu breytt í Bifreiðaskoðun Íslands. Mikil óánægja ríkti þó um þá einkavæðingu. Gagnrýnend- ur sögðu ríkiseinokun hafa breyst í einkaeinokun, enda var bifreiðaeigendum áfram skylt að láta skoða bifreiðar sínar hjá Bifreiða- skoðun. Á tíunda áratugnum var einokuninni aflétt og skoðuninni skipt upp í tvo félög. Annað annaðist áfram rekstur ökutækjaskrár. Bifreiðaskoðunarhlutinn var seldur í hlutafjárútboði, fékk nafnið Frumherji sem það ber enn í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.